blaðið - 06.05.2006, Page 20

blaðið - 06.05.2006, Page 20
LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2006 blaöiö 20 I Hef alltaf treyst á innsœi % „Þetta er ekki bein ævisaga því ég á eftir að lifa svo margt,“ segir Margrét Frímannsdóttir, þingflokks- formaður Samfylkingarinnar, en hún er að vinna að bók sem Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir skráir. „Ég féllst á að láta skrá sögu mína vegna þess að ég kem úr litlu þorpi úti á landi, er ekki langskólagengin og átti þann draum að til yrði flokkur eins og Samfylkingin, flokkur vinstra megin við miðju sem hefði skynsem- ina að leiðarljósi. Ég var svo heppin að fá að leika eitt aðalhlutverkið í því. Mig langar til að segja þessa sögu frá mínu sjónarhóli séð.“ Þú ólst upp á Stokkseyri og ert kjör- barn. Fannstu fyrirþví sem barn að þú vcerir kjörbarn? „Ég fann fyrir því en ekki gagnvart þeim sem ólu mig upp sem voru amma mín og Frímann maðurinn hennar á Stokkseyri. Ég fann fyrir því að ég var Hannesdóttir en mað- urinn sem ég umgengst daglega sem pabba var Frímann. Þau mamma og pabbi voru eldri en foreldrar flestra vinkvenna minna en ég naut mikil atlætis hjá þeim og fékk mikla at- hygli. Ég gat rætt allt við mömmu mína. Pabbi var að mestu laus við barnauppeldið en ef það þurfti að beita sér sérstaklega við mig, sem var mjög sjaldan, þá var ég send inn á skrifstofu til hans. Það háði mér ekki að vera kjörbarn að öðru leyti en því að ég var stundum hrædd um að mér yrði skilað. Áslaug mamma mín bjó í Reykjavík og þegar ég gisti hjá henni var ég hrædd um að hún myndi taka þá ákvörðun að halda mér. Okkar samband var alltaf ágætt og við urðum nánari eftir því sem ég varð eldri. Pabba mínum kynntist ég ekki fyrr en á þrítugs- aldri en hann dó stuttu seinna. Eg hef kynnst föðurfólkinu mínu og fell inn í þá fjölskyldu eins og ég hafi alltaf verið þar.“ Þú hefur sem stjórnmálamaður haft mikinn áhuga á aðbúnaði fanga. Frímann var fangavörður á Litla- Hrauni. Hvaða viðhorfhafðirðu sem barn tilfangelsa? „Ég ólst upp við það að ef fólk bry ti af sér og hefði fengið sinn dóm og afplánað þá væri það búið að taka út sína refsingu. Samfélagið ætti síðan að gefa því annað tækifæri. Fangelsið var hluti af daglegu lífi mínu vegna þess að pabbi vann þar. Það var aldrei nein hræðsla eða ógn sem fylgdi því i mínum huga. Ég kynntist snemma því viðhorfi að fangelsi ætti að vera betrun en ekki geymslustaður. Fangarnir sem ég þekkti unnu stundum í frystihúsinu og borðuðu heima hjá okkur í há- deginu og hjálpuðu stundum til við girðingarvinnu. Þetta voru yfirleitt ágætismenn. Stundum kom pabbi heim með fanga sem voru í mik- illi andlegri lægð og það var hjálp fyrir þá að komast út fyrir fangelsið. Hann sinnti föngunum mjög vel og átti trúnað þeirra margra.“ Vonbrigðin í póliltíkinni Þú ert ekki langskólagengin, hefurðu fundiðfyrirskorti á menntun ístarfi þínu sem stjórnmálamaður? „Ég væri að ljúga ef ég segði að ég hefði ekki fundið fyrir því. Fyrstu árin mín í pólitík þurfti ég að leggja mikið á mig til að læra efnahags- hugtök og eðli ríkisfjármála. Þetta BkM/frikki hefði kannski legið miklu opnara fyrir mér ef ég hefði verið langskóla- gengin. Ég fann líka stundum fyrir því þegar ég var að vinna mér sess sem stjórnmálamaður að það var ekki bara talin galli að ég væri kona heldur að ég væri líka ómenntuð kona.“ Heldurðu að þessi skortun á skóla- <j menntun hafi gert að verkum að þú treystir meira á innsœi en þú hefðir kannski annarsgert? „í pólitík hef ég alltaf treyst á inn- sæi. Ég held að ég hafi gott pólitískt nef og eigi auðvelt með að lesa í pól- itískar aðstæður hverju sinni. Svo hef ég lagt á mig mikla vinnu til að læra þá þætti í stjórnmálum sem ég þekkti ekki nógu vel. Allan þennan tíma hef ég verið að læra. Það hefur aldrei hvarflað að mér í mínu pólit- íska starfi að ég væri það vel að mér að ég þyrfti hvorki að leita mér að- stoðar né álits annarra. Mér finnst afar gott, í öllum tilvikum að leita til sérfræðinga og af því hef ég lært mjög mikið. Hefurðu oft orðið fyrir vonbrigðum í pólitísku starfi með samherja sem þérfinnst hafa brugðist? Já, ég hef orðið fyrir vonbrigðum en kannski ekki oft. Þegar ég var kosin formaður Alþýðubandalags- : ins vissi ég að ég ætti ekki stuðning alls þingflokksins. En það olli mér vonbrigðum að menn sem unnu með mér eftir kjörið vildu ekki koma fram við mig eins og formann heldur öktuðu sem formann mann- inn sem þeir höfðu kosið. Vissulega varð ég líka fyrir von- brigðum á sínum tima þegar menn sem ég taldi samherja mína í pól- itík vildu ekki taka þátt í myndun Samfylkingarinnar. Ég varð fyrir vonbrigðum þegar sterkir stjórn- málamenn og miklir karakterar úr Alþýðuflokki og Alþýðubandalagi hurfu til starfa í sendiráð í stað þess að halda áfram að berjast. Það fannst mér vont. Þeir voru ekki að svíkja mig en þeir voru að svíkja það sem við stóðum fyrir og það pólitíska afl sem við vorum að móta. Svo kjósa þeir jafnvel að koma aftur, núna þegar allt er komið í fastar skorður og flokkurinn kominn með yfir 30 prósent fylgi.“ Af hverju heldurðu að þessir sterku stjórnmálamenn hafi ekki viljað vera með? „Þeir höfðu kannski ekki trú á verkefninu og vildu ekki vera með í tapliðinu ef verkefnið mistækist. Þeir vilja hins vegar vera með núna, í sigurliðinu og það er gott.“ Það erfiða og sára Víkjum að þér sjálfri. Það er sagt að veikindi og skilnaður sé með því al- versta sem hendifólk. Þú hefur reynt hvort tveggja. Er skilnaður eins erf- iðurogsagt er? „Já, það er erfitt að skilja. Ég er viss um að flestir sem skilja ætla L'í-L. .' 4 Innréttingar i öll herbergi heimilisins. Fagleg ráðgjöf og giæsilegur sýningarsalur. KJKE ^ DESIGN Óteljandi vnöguleikar Mörkinni 1 108 Reykjavík sfmi 515 0700 www.jke-design.is Veldu möguleika n p

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.