blaðið - 06.05.2006, Page 21
blaðiö LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2006
VIÐTAL^I 21
sér að gera það í góðu. En það er ekk-
ert til sem heitir skilnaður í góðu.
Skilnaður verður ekki til vegna góð-
mennsku eða hjartagæsku. Hann
verður til vegna þess að tveir ein-
staklingar geta ekki verið saman
og það kostar sitt að slíta því sam-
bandi. Þótt ég og fyrri maður minn
höfðum verið að vaxa frá hvort öðru
í nokkur ár áður en til skilnaðar kom
þá varð sá aðskilnaður ekki án þess
að kastaðist í kekki. Það tók tíma að
vinna úr því. Ég var svo heppin að ég
kynnast strax mínum seinni manni.
Ég varð ástfangin upp fyrir haus og
var ekki að eyða orkunni í gömul
leiðindi."
Hvað erþað erfiðasta sem hefurhent
þig í lífinu?
„Það erfiðasta er að hafa horft á
eftir fólki sem tapaði í baráttunni
við krabbamein og unglingum sem
hafa tapað í baráttunni við eiturlyf.
Þetta er það erfiðasta og sárasta. I
þessum tilvikum hef ég viljað vera
ein með sjálfri mér. Þá spyr ég:
Hvaða réttlæti er í þessu? Eg spyr
líka: Ef til er afl sem stýrir þessum
heimi á hvaða vegferð er það ef það
kemur þessu fólki ekki til bjargar?“
Áttu einhversvör?
„Ég trúi því að til sé afl sem vinnur
með okkur frá degi til dags en ég
get ekki skilið af hverju það leggur
ekki meira af mörkum til þeirra
sem þurfa helst á því að halda. Ég
hef ekki komist á niðurstöðu og ég
verð enn jafn reið þegar ungt fólk er
tekið í blóma lífsins. Þá get ég staðið
niðri í fjöru og orgað á þetta afl sem
ég veit ekki nákvæmlega hvað er.“
Efaðist aldrei
Þú barðist við krabbamein. Það hefur
verið erfið reynsla.
„Lyfjameðferð er aldrei auðveld
og aukaverkanirnar oft hrikalegar.
Ég á mjög góða fjölskyldu og mann
sem stóð við hlið mér alveg frá upp-
hafi. Ég lenti aldrei í tilfinninga-
vandamálum vegna þess að það
þurfti að taka af mér annað brjóstið.
Mér fannst það ekkert tiltökumál.
Ég hef aldrei verið kynbomba. Ég
hafði meiri áhyggjur af því að þetta
myndi snerta manninn minn og
koma niður á hjónabandinu en
það var mikill misskilningur. Mér
fannst heldur ekkert vandamál að
verða sköllótt og sterabólgin. Vanda-
málið sneri að lyfjagjöfinni. Meðan
á henni stóð varð ég magnlaus og
þróttlaus og ég missti jafnvægið og
skynjunina frá degi til dags. Það var
erfitt.
Viðhorf almennings er að ef þú
greinist með krabbamein þá sértu
búin að vera. Sumir þora varla að
nefna orðið krabbamein á nafn.
Ég er kannski i Kringlunni og fólk
kemur til mín og segir: Gaman að
sjá hvað þú ert hress. Er allt í lagi?
Hvernig er þetta með hitt? og á þá
við krabbameinið. Því finnst jafnvel
að ég sé ekki að segja satt þegar ég
lýsi því að það sé allt í lagi með mig.
Þegar ég kveð þá finnst mér eins og
það trúi þvi að ég hefði átt að vera
farin.
Fólk verður að fara að venja sig af
því að krabbamein jafngildi dauða-
dómi. Lækningum fleygir fram og
einstaklingar eru svo ólíkir. Eng-
inn tekst á við krabbamein á sama
hátt og ég hef kynnst fólki sem átti
að vera löngu farið en lifir góðu lífi.
Sumir eru hissa á því að það skuli
vera á lífi. Ég efaðist aldrei um að
þetta tækist hjá mér. En það eru
ekki allir jafn heppnir. Ég kynntist
afskaplega góðu fólki í meðferðinni.
Fólki sem barðist hetjulega við sjúk-
dóm sem var á miklu alvarlegra
stigi en hjá mér. Ég kynntist ungum
konum sem áttu lítil börn. I dag eru
þær allar farnar.
Um mánaðamótin nóvember-des-
ember greindist góð vinkona mín,
Rut Gunnarsdóttir, með krabba-
mein í lifur. Hún lést í byrjun apríl.
Hún bjó yfir mikilli hugarró, hafði
sína sterku trú og gat auðveldlega
slitið sig frá ys og þys umhverfisins.
Hún vorkenndi sér ekki, eyddi tim-
99....................................................
Fáir takast á við sjúkdóma afjafn mikilli hugarró og börn. Það
er ótrúlegt að sjá hvað þau berjast afmiklu æðruleysi. Maður
getur hvorki skilið né sætt sig við að þeim sé kippt burt.
fyrir óttatilfinningu. Þar yrði ég ör-
ugglega engin undantekning. Óttinn
við hið óþekkta er fullkomlega eðli-
legur en vonandi gefst sem flestum
tækifæri til að vinna á honum áður
en lokastundin kemur.“
anum ekki í vol né væl heldur undir-
bjó börn sín og barnabörn undir það
sem koma skyldi alveg fram á síð-
astu stundu. Það var ekki hægt að
gera það á fallegri hátt en hún gerði.
Hún bað um að sín yrði minnst í
gleði. Það höfum við sem þekktum
hana reynt að gera. Nokkrum
dögum áður en hún dó sendi hún
mér þessi orð í sms: Sorgin býr ekki
í dauðanum. Sorgin býr í lífinu sem
er lifað án kærleika, í neikvæðni.
Ég var 49 ára þegar ég fékk krabba-
mein, í dag er ég að verða 52 ára. Ég
á uppkomin börn sem eru búin að
koma sér fyrir í lífinu. Ég hef horft
upp á ungar mæður og feður deyja
frá börnunum sínum. Þessir for-
eldrar fengu ekki tækifæri til að
fylgjast með því hvort börnin þeirra
fyndu sér öruggan stað í lífinu. Ég
hef fylgst með börnum sem berjast
við krabbamein. Fáir takast á við
sjúkdóma af jafn mikilli hugarró og
börn. Það er ótrúlegt að sjá hvað þau
berjast af miklu æðruleysi. Maður
getur hvorki skilið né sætt sig við að
þeim sé kippt burt. Ég vildi gjarnan
skipta og geta gefið börnunum og
foreldrunum það að vera saman.“
Óttinn við hið óþekkta
Ertu ekkert hrœdd við dauðann?
„Nei, ég er það ekki. Dauðinn er
svefn sem kemur örugglega mörgum
þreyttum til góða. Okkur er ætlað
eitthvert hlutverk í lífinu en ég held
samt að allir sem standa frammi
fyrir því að stundin sé komin finni
Trúirðu á lífeftir dauðann?
„Ég veit ekki í hvaða mynd það er.
Blóm sem vex upp í garðinum skilur
eftir hluta af lífi sínu á haustin þegar
það hverfur. Annað hvort lifa ræt-
urnar og það vex upp að nýju eða það
skilur eftir sig fræ. Alveg á sama hátt
held ég að hver manneskja skilji eitt-
hvað eftir sig. Við lifum í einhverju
áfram, hvort sem það er í börnum
okkar eða verkum okkar.“
kolbrun@bladid. net
NÝ LÍNA Á FRÁBÆR U VERÐI
90cm kr. 29.900.-
120cm-lw? 38.500.-
Ocm kr. 59.500.-
Doris
HHR HH
12ÖC m^KTTWCT 0 - -
Optifl
www.toscana.is
HÚSGAGNAVERSLUN
TOSCANA
SMIÐJUVEGI 2, KÓP S:587 6090
HÚSGÖGNIN FAST EINNIGIHÚSGAGNAVAL, HÖFN S: 478 2535