blaðið - 06.05.2006, Side 32

blaðið - 06.05.2006, Side 32
32 I TÍSKA LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2006 blaðiö Hvort sem konur vilji vera með kyssilegar eða heilbrigðar varir er nauðsynlegt að ann- ast þær eins og aðra líkamshluta. Kyssilegar og heil- brigdar varir Fallegar varir eru kennimerki kvenna enda vilja konur vera með kyssilegar, heilbrigðar og þokka- fullar varir. Til þess að slíkt verði að veruleika er nauðsynlegt að annast varirnar eins og aðra líkamshluta. Enda geta varir sagt nákvæmlega það sem segja skal, með réttri um- önnun, varalit og nokkrum ein- földum ráðum. Morgunn Burstaðu þurrt og flagnað skinn á vörunum í burtu og bættu þess háttar varaburstun við morgun- rútínu þína. Notaðu mjúkan tann- bursta eða góðan klút til að bursta varirnar. Að því loknu skaltu bera á þig mjúkan og góðan varasalva til að slétta úr vörunum. Dagleg umhirða Forðastu að vera of mikið í sólinni því sólin þurrkar varirnar. Ef þú eyðir miklum tíma utandyra skaltu verja varirnar eftir því, vertu dugleg að bera á þig gott krem og varasalva. Ef þú ert í sólbaði þá er hægt að kaupa varasalva með sólarvörn og mundu eftir að væta varirnar eftir á. Kvöld Að kvöldi skaltu bera gott rakakrem eða góðan varasalva á varirnar. Gerðu þetta á hverju kvöldi og þú vaknar að morgni með mýkri varir. Bangsadrengirnir dáðu nutu virðingar Klœðnaður Bangsadrengjanna á sjötta áratugnum krafðist mikillafjárhagslegra útláta. Árið 1959 fékk stór, bresk auglýs- ingastofa innanbúðarmann til að gera úttekt á nýjum neytendahópi. Þetta voru breskir unglingar, en fram til þess tíma hafði sjálfstæði unglinga verið litið hornauga. Upp- reisnargjarnir unglingar voru taldir heljarinnar ógn á þessum árum og fjölmargar kvikmyndir voru gerðar þar sem tekið var á samfélagslegum vandamálum þeim tengdum. Ein frægasta þess háttar kvik- myndin er eflaust Rebel Without a Cause þar sem kyntröllið James Dean lék aðalhlutverkið. Að ungling- urinn sjálfur væri þess umkomin að útfæra sinn eigin fatastíl þótti ekki ákjósanlegt. Á sama tíma var þó borin ákveðin virðing fyrir drengjum sem kenndir voru við bangsa -„Teddy boy's“, þar sem fjáröflun slíkrar „múnderingar" krafðist mikilla fjárhagslegra útláta. Þröngar buxur, síður jakki, slaufa, stíf skyrta og skór með krepsóla kostuðu allt að 90 -100.000 krónur, sem var ekki lítil upphæð fyrir ung- ling af verkamannastétt. Þess vegna var litið á bangsadrengina sem litlar hetjur í smáþorpum, bæjum og borgum á Bretlandseyjum. Uppreisnargjarnir unglingar, eða börn sem voru farin að leggja grunn að sjálf- stæði sínu, voru talin heljarinnar ógn við samfélagið á þessum árum. Klassískur og fall- egur varalitur ÍChanel hefur uppgötvað hinn klass- íska varalit upp á nýtt, Rouge Allure eru fallegir, öqrandi og þæglleqir vara- litir. Rouge AÍIure eru með falfegri sa- tínáferð og þekur varirnar vel asamt því að næra þær. Varaliturinn er til í nokkrum heillandi litum og allir geta iví fundið lit við sitt hæfi. Varalita- lulstrið er óvenjulegt en einstaklega rægilegt. Innblásturinn af hönnun íulstursins kemurfrá kúlupennanum. _____p Með einum fingri er smellt á topp varalitsins og varaliturinn birtist. Mjúkur og dömulegur Allure Sensuelle er nýr ilmur frá Chanel sem er allt í senn, mjúkur, dömulegur og austurlenskur blómailmur. Ilm- urinn er hannaður af Jacquis Polge sem erfrægur í sköpun ilms en hann vinnur eingöngu fyrir Chanel. Ein frægasta kvikmyndastjarna Frakk- lands, Anna Mouglalis, er andlit ilmsins. Ilmurinn sjálfur er í anda Mouglalis, göfugur, heillandi og fallegur enda er hann meðal annars búinn til úr vanillu, rósum, jasmín og sítrus. Sólgleraugu á kr. 50. VORFILINGUR: Jakkaföt allt aö 30% afsláttur. Gallabuxur allt að 60% afsláttur. Mikiö úrval Herra hafnarfjörður Firði Hafnarfirði Sími 565 0073

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.