blaðið - 06.05.2006, Page 40
• 40 I MEWWIWG
. LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2006 blaöið
Frumleiki og nýsköpun
Það kennir óneitanlega margra og forvitnilegra grasa á útskriftarsýn-
ingu nemenda í Listaháskóla íslands sem opnuð verður í Listasafni
Reykjavíkur í Hafnarhúsi í dag.
Nemendur sem eiga verk á sýningu eru um 70 talsins og koma úr
myndlistardeild, hönnunar- og arkitektúrdeild og eru verkin afrakstur
þriggja ára náms við skólann. Hugmyndaauðgi og frumleika nemend-
anna virðast lítil takmörk sett en á sýningunni má meðal annars sjá
tjald fyrir íslenska veðráttu, brauðinnsetningu, ísskúlptúr, grafískt
bútateppi og hjólabrettaskúlptúr. Sýningin stendur til 25. mai og er
opin daglega frá 10-17. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir.
Tvíræðar stereótýpur
Jóhannes Kjartansson vinnur með stereoscope-ljósmyndir sem algengar voru á 19. öld og
tengir þær á skemmtilegan hátt við Island nútímans. Með stereoscope-ljósmyndatækni eru
teknar tvær myndir með tveimur samhliða linsum sem síðan eru skoðaðar með þartilgerðu
gleri og þá sést ein þrívíð mynd. „Það voru gefin út spjöld með þessum myndum í gamla
daga sem voru kölluð stereotypes, löngu áður en farið var að nota það til að lýsa ákveðnum
manngerðum," segir Jóhannes sem segist hafa notað þessa tvíræðni sem útgangspunkt í
f myndaseríunni.„Þarna eru myndir af (slendingum eins og útlendingar sjá okkur, til dæmis
kraftlyftingamaðurinn, fegurðardrottningin og flugfreyjan. Ég vinn því með gamla tækni um
leið og ég leik mér með tvíræða merkingu orðsins," segir Jóhannes.
Varöan
veitir þér ókeypis
fjármálafræðslu
og ráögjöf
Kynntu þcr hvaö víð getum gert meira fyrir þig á landsbanki.is.
Landsbankinn
Njóttu þess aö vera í Vörðunni
Náttúra og steinsteypa The Growing Wall kallast þetta skemmtilega og hagnýta verk Ing-
unnar Jónsdóttur útskriftarnema úr vöruhönnun. Verkið er í raun skilrúmsveggur sem nota má
bæði utandyra og innan og jafnvel steypa inn í útveggi.„Ég er að reyna að tengja plönturnar
aftur inn í híbýli fólks á nýjan og skemmtilegan hátt og sýna þvi hvað gróðurinn getur fallið
vel að þessu steinsteypta umhverfi sem við lifum í," segir Ingunn og bætir við að það skapist
skemmtilegar andstæður milli efnisins sem sé fastformað og gróðurins sem vaxi frjáls.
Myndir/Steimr Hugi
Brauð á göngum Gulleitt brauðdeig liggur
um gólf og ganga Listasafns Reykjavíkur og
eru hluti af innsetningu Jeanette Castioni.
Verkið er í raun unnið inn í rými safnsins og
getur fólk tekið þátt í tilurð þess.„Ég vildi í
raun skapa eins konar samræðu milli verks-
ins míns og annarra," segir Jeannette sem
segist hafa hnoðað deigið meira og minna
alla vikuna og hafi að auki fengið aðstoð frá
skólafélögum, vinum og öðrum.
Framúrstefnulegt reiðhjól Ólafur Freyr Halldórsson hjólreiðamaður og hönnuður á heiðurinn af þessu fallega og nýstárlega reiðhjóli.„Ég vildi
stokka upp hefðbundiðform reiðhjóls," segir Ólafur. Hjóliðer algerlega hannaðog smíðaðaf Ólafi og segir hann aðeins hafa útvegað hringi og
gúmmí annars staðar frá. Eins og gefur að skilja liggur heilmikil vinna að baki hjólinu.„Ég byrjaði á þessu í janúar og ég er búinn að vinna nótt
og dag að þessu síðan þá," segir hann.
Comfort Latex
meö heilsudýnum Hægindastólar
i60x2oo verðfrákr.49.740.- með bylgjunuddi
180x200 verð frá kr. 59.740.- og hita fyrir mjóbak verð frá kr. 31.900,
Verslunin Rúmgott ■ Smiðjuvegi 2 • Kópavogi • Sími 544 2121
Opið virka daga frá kl. 10-18 - laugardaga kl. 11-16
Rafmagnsrúm
80x200 verð frá kr. 59.900.-
160x200 verð frá kr. 119.800
www.rumgott.is