blaðið

Ulloq

blaðið - 06.05.2006, Qupperneq 54

blaðið - 06.05.2006, Qupperneq 54
54 IFÓLK LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2006 blaðið UM WAUÐSYW ÞESS AÐ FLYTJA HLUTI Smáborgarinn er afar hlynntur þeirri hugmynd að færa Árbæjarsafnið út í Viðey. En eins og svo oft áður á þessu guð- dómlega landi okkar er of smátt hugsað. Vilji menn ýta minnismerkjum um fortið okkar til hliðar og út úr alfaraleið dugir engan veginn að koma einungis Árbæj- arsafninu fyrir kattarnef. Saltfisksetrið í Grindavik og styttan af vísitölufjölskyld- unni sem stendur við hringtorgið við Þjóðminjasafnið verður að fara þangað líka. Og í framhaldi geta þeir íslendingar sem ekki þiggja milljóna króna starfsloka- samninga, lífeyrisgreiðslur og ofurlaun tekið sér bólfestu (eynni. Þá loksins skap- ast svigrúm til þess að uppfylla spádóm Biblíunar um að hinir nýríku muni erfa landið. Annars er það merkilegt við borgar- stjórnarkosningarnar í Reykjavík að þær snúast ekki um pólitík. Þær snúast um að færa hluti. Sumir vilja færa flugvöll til og frá og aðrir hafa skiptar skoðanir um hvernig eigi að færa hið ímyndaða fyrirbrigði Sundabraut til. Að sjálfsögðu er engin samstaða um þessa hluti. En hinsvegar eru allir sammála um að það eigi að færa fortíðina til þannig að hún verði ekki í alfaraleið. Þetta erafar merkilegt. Hér er ekki verið að gera lítið úr nauðsyn þess að færa hluti til. Það er nefnilega full nauðsyn að færa eitt og annað til. En í þessu máli, sem öðrum, þarf að for- gangsraða. Það er nauðsynlegt að færa fyrirhug- að hátæknisjúkrahús. Það á ekki að vera í miðbænum. Það á að vera í Fossvog- inum. Einnig er brýn nauðsyn að færa til fyrirhugað tónlistarhús. Það á ekki heldur vera í miðbænum heldur einhvers- staðar þar sem venjulegt fólk leggur ekki leið slna. Afskekkt eyja kemur til greina og einnig er vel hugsanlegt að stofna í kringum það listaþorp einhversstaðar á hálendinu og flytja okkar fremsta lista- fólk þangað. En ekkert er brýnna en að flytja stjórn- málamenn. Þrátt fyrir að Smáborgarinn hafi ekki fengið nema nokkurra prósenta fylgi í síðustu könnun um vinsældir nafn- lausra dálkahöfunda telur hann að það geti myndast þjóðarsátt um að flytja íslenska stjórnmálamenn á Löngusker. HVAÐ FINNST ÞÉR? Kínverskur fjöllistamaður spýtir mjólk úr auga sínu með því að loka nefinu og blása á sýningu í Nanjing Leikkonurnar Lily Tomlin og Virginia Madsen mæta á frumsýningu myndarinnar A Prairie Home eftir Robert Altman á kvikmyndahátíð í San Francisco Leikarinn Tobey Maguire horfir spenntur á viðureign LA Lakers og Phoenix Suns í NBA-deildinni í körfubolta Borgarstjóra hefur verið falið að kanna kosti og galla þess að Arbæjarsafnið verði fært um set og húsunum komið fyrir í Viðey. Pétur Ármannsson, arkitekt. Hvað finnst þér um hugmyndir þess efnis að flytja Árbæjarsafn- ið út í Viðey? „Að flytja Árbæjarhúsin og endurskapa þorpið á austurenda Viðeyjar er ein besta hugmynd sem ég hef heyrt í langan tíma. Hún er raunhæf og heillandi í senn, bæði fyrir safnið og eyjuna. Ég vona að hún verði að veruleika." eftir Jim Unger Mamma má ekkert vita. Ég sagði henni að 7-16 © Jim Unger/diBl. by United Media, 2001 þú hefðir stungið af með ritaranum. HEYRST HEFUR... Björn Bjarnason, dómsmála- ráðherra, hefur verið sæmdur gull- merki Lands- sambands lög- reglumanna. Björn er fyrsti einstaklingurinn utan lögregl- unnar, sem hlýtur gullmerkið. Merkið fær Björn fyrir að hafa sýnt metnað fyrir hönd lög- reglunnar og honum er einnig launað með þessum hætti að hafa fjölgað stöðugildum innan lögreglunnar. Lögreglumönn- um hefur aldrei fjölgað áður sem í ráðherratíð Björns. Ætli ríkisstarfsmenn heiðri næst fjármálaráðherra Sjálfstæðis- flokksins fyrir að hafa staðið fyrir mestu útþenslu ríkisins og fjölgun starfsmanna þess á síðari tímum? Staksteinahöfundur Morg- unblaðsins ber upp ýmsar áleitnar spurningar í sambandi við borgarstjórnarkosningarn- ar í Reykjavík. Höfundur telur mikla deyfð einkenna kosninga- baráttuna og spyr hver græði á þessum rólegheitum. Og ekki stendur á svarinu: Sjálfstæðis- flokkurinn.auð- vitað.Höfundur Staksteina segir aðeinieldurinn sem kviknað hafi í kosninga- baráttunni hafi verið sá að Ólafur F. Magnús- son, oddviti Frjáls- lynda flokksins í Reykjavík, kallaði Björn Inga Hrafns- son, efsta mann ljósgræna bé-list- ans lygara. Varla er það nú uppbyggileg pólitík. O IStaksteinum er látin í ljós sú von að hér sé ekki að skapast bandarískt ástand þar sem ótrú- lega lítill hluti kjósenda neytir atkvæðisréttar. Er ekki líklegt að einmitt þetta gerist? Fólk sér lítinn mun á flokkunum sem bjóða fram í Reykjavík. Ekki er það nú líklegt til að auka áhug- ann. Kosningabaráttan fer fram í sjónvarpsþáttum sem fáir nenna að horfa á og þess á milli treysta frambjóðendur á auglýs- ingar í fjölmiðlum. Auglýsing þar sem Dagur B. Eggertsson birtist með kornungan son sinn í fanginu og boðar nýja Reykja- vík er síðan dæmigerð fyrir þær baráttuaðferðir sem menn hafa lengi treyst á í Bandaríkjunum. Fregnir af kappakstri ís- lenskra auðmanna úti í heimi hafa vakið nokkra athygli þó þær hafi verið í rýrara lagi; svo rýrar, að á reiki hefur verið hverjir þetta séu, sem bruna að fordæmi Burt Reynolds á mörk- umhinslöglegaumheimsbyggð- ina. Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, ekur á glænýj- um Bentley ásamt gömlum vini og verktaka, Guðmundi Inga Hjartarsyni. Hannes Smárason hefur hins vegar meiri trú á Porsche Cayenne, sem hann ek- ur í félagi við Þorstein Jónsson í Vífilfelli. Annar vinur Jóns Ásgeirs, Ragnar Agnarsson hjá Saga Film, etur svo kappi við þá ásamt Magnúsi Ármann, fyrr- verandi skemmtistaðakóngi og stjórnarmanni í FL Group, á BMW M5. Gárungarnir segja að í ljósi margháttaðra tengsla kappakstursmannanna knáu væri réttast að samkeppnisyf- irvöld og yfirtökunefnd blönd- uðu sérímálið...

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.