blaðið - 20.05.2006, Blaðsíða 2

blaðið - 20.05.2006, Blaðsíða 2
2IFRÉTTIR LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2006 blaöið blaóió Hádegismóum 2,110 Reykjavík Sími: 510 3700 • www.vbl.is FRÉTTASÍMI: 510 3799 netfang: frettir@ bladid.net AUGLÝSINGADEILD: 510 3744 netfang: auglysingar@bladid.net Hátt olíuverð fær sumar þýskar konur til að svífast einskis. Vinur sett- ur í pant Lögregluyfirvöld í Bæjaralandi í Þýskalandi leita nú að konu sem ók í burtu af bensínstöð án þess að borga. Konan tók bensín á bíl- inn í bænum Miinchberg en eftir að það komst upp að hún átti ekki pening fyrir gasinu óskaði húneftir því við starfsmanninn að hann tæki vin hennar í pant meðan hún skryppi í næsta hrað- banka og yrði sér út um fé. Þrátt fyrir að Þjóðverjar séu ekki þekktir fyrir að sveigja reglur ákvað starfsmaðurinn að taka tilboðinu. Tveim tímum síðar fóru að renna á hann tvær grímur því að konan hafði ekki snúið aftur til að greiða bensínið. Fljótlega eftir það dró starfsmaðurinn þá ályktun að konan hafði senni- lega stungið af. Lögreglan kom á svæðið og yfirheyrði manninn sem hafði verið settur í pant. Yf- irheyrslan leiddi í ljós að hann var ekki vitorðsmaður í svindl- inu og er nú konunnar leitað. BlaMMki Líf og fjör hjá öndunum á Tjörninni Endurnar á Reykjavíkurtjörn komu ekki aö tómum kofanum hjá Sigurlaugu Traustadóttur háskólanema í gær. Eftir þrotiausan próflest- ur ákvað hún að slaka á með því að gefa öndunum brauð sem þær virðast hafa þegið með þökkum. Flosi vissi vel af tengslunum Flosa Eiríkssyni, oddvita Samfylk- ingarinnar í bæjarstjórn Kópavogs var fullkunnugt um það að bæjar- fulltrúar Framsóknarflokks og bæj- arstjórinn, Gunnar Birgisson, hefðu tengsl við hesthúsahverfi Gusts, sem nokkur styr hefur staðið um í bænum. Ómar Stefánsson, oddviti Framsókn- arflokksins í Kópavogi undrast um- mæli Flosa Eiríkssonar í Blaðinu á dögunum þar sem hann sagðist ekki hafa haft hugmynd um þessi tengsl þegar oddvitar flokkanna komu saman til þess að ræða hvort bærinn ætti að kaupa hesthúsin af núverandi eigendum. Seinna í ferlinu sögðu þessir bæjarfulltrúar sig frá málinu sökum vanhæfis. „Um leið og málið kom upp fóru menn að tala um þessi tengsl,“ segir Ómar. „Það kom strax í ljós að Sig- urbjörg Vilmundadóttir, bæjarfull- trúi Framsóknarflokks, ætti þarna hesthús. Það kom líka fram að faðir minn ætti hús þarna og eins að eig- inkona bæjarstjórans ætti hlut í húsi.“ Ómar bætir því við að á fundi odd- vitanna hafi hann sagt Flosa frá því að faðir hans ætti hesthús á svæðinu og að Flosi hafi engar athugasemdir gert við það þá. Stórt svæði verður lagt undir kappakstur í Reykjanesbæ Verktakafyrirtæki hefur fengið vilyrði fyrir því að leggja kappakstursbraut í Reykjanesbæ. Stefnt er að viðamikilli uppbyggingu og horft er til nýrra atvinnumöguleika. Stórt kappakstursbrautasvæði mun verða markað í Reykjanesbæ, sunnan Reykjanesbrautarinnar og vestan Grindavíkurafleggjarans. Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykja- nesbæjar, segir að Reykjanesbær hafi gefið Toppnum, verktakafyrirtæki sem stendur að þessu verkefni í sam- starfi við erlenda aðila, vilyrði fyrir landnýtingu í samstarfi við bæinn. Þar sé bæði gert ráð fyrir miklu akst- ursíþróttasvæði auk íbúðabyggðar, orkugarða og starfsemi tengdri iðnaði og verslun. „Sé þetta unnið samkvæmt ákveðnu skipulagi og ákveðnum verkþáttum sem þessir að- ilar hafa sett fram þá er þetta að verða að veruleika," segir Árni. Hann segir að það sé margt áhuga- vert og spennandi við þetta verkefni. Hugmyndir þessu að lútandi verða kynntar á blaðamannafundi í íþrótta- akademíunni í Reykjanesbæ í dag klukkan 14. Ekki enn ein rakarastofan „Þetta er gott dæmi um það þegar hugsað er út fyrir rammann. Við erum að leita að nýjum tækifærum í atvinnusköpun í Reykjanesbæ og tietta hefur ekki verið gert áður á slandi. Þetta er ekki enn ein rakara- stofan," segir Árni og vísar þannig til þeirrar kunnu staðreyndar að rak- arastofur munu vera ótalmargar í Reykjanesbæ. Hann segir að þeir inn- lendu og erlendu aðilar sem standa að verkefninu, hafi unnið mjög fag- mannlega að því og séu nú að skila hugmyndum sínum. Verkefnið, sem gengur undir nafn- inu „Iceland MotoPark" verður kynnt í dag. Um er að ræða 370 hektrara, fjölnota svæði. Þetta verður svæði þar sem finna má íþróttaaksturs- brautir, fullkomnar keppnisbrautir, æfmgasvæði, ökugerði fyrir unga ökumenn og fleira. „Þarna væri að finna alla flóru íþróttaaksturs- Árni Sigfússon. BlaM/sieiaarHugi menningarinnar," segir Árni. Verði þessar hugmyndir að veru- leika verður lögð kappakstursbraut á heimsmælikvarða. Keppni í Formúlu 1 mun þó ekki fara þar fram, að sögn Árna. Toppurinn hefur leitað til Clive Bowen, virts arkitekts, til að hanna kappakstursbrautina en hann hefur meðal annars hannað golfvelli og kappakstursbrautina í Dubai. Fjármagnað af einkaaðilum „Helsti kosturinn við þetta verkefni er að þetta er algjörlega fjármagnað af einkaaðilum. Reykjanesbær væri tilbúinn að leggja til land í þetta verk- efni, ef við sjáum af þessu atvinnu- rekstur og nýja atvinnumöguleika í bæjarfélaginu," segir Árni Sigfússon. Hann segir að þetta svæði yrði á mjög góðum stað fyrir ferðamenn þar sem svæðið sé nálægt höfuðborginni, Bláa lóninu, alþjóðaflugvelli og stutt sé í alla þjónustu. „Verkefnið hefur verið í undirbún- ingi í um þrjú ár. Upphaflega voru aðrir breskir aðilar í forsvari þessa verkefnis, en þó var unnið með sömu verkfræðingum og arkitektum. Þessir aðilar sem að þessu standa hafa verið í góðu samstarfi við Hitaveitu Suður- nesja sem myndi koma að upphitun brautarinnar og tengingu á þetta svæði,“segir Árni. 0 HeiðskirtC Léttskýjaðí.*- Skyjað Alskýjað * Rigning, Iftilsháttai Snjókoma siydda -^^ Snjóél^^Skúr liU/Jjlr* Algarve 24 Amsterdam 13 Barcelona 23 Berlín 18 Chicago 07 Dublin 14 Frankfurt 12 Glasgow 11 Hamborg 14 Helsinki 13 Kaupmannahöfn 15 London 13 Madrid 26 Mallorka 26 Montreal 12 New York 14 Orlando 20 Osló 13 París 15 Stokkhólmur 15 Vín 19 Þórshöfn 05 Á morgun Veðurhorfur í dag kl: 15.00 Veðursíminn 902 0600 Byggt ó upplýsingum frá Veðurstofu fslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.