blaðið - 20.05.2006, Blaðsíða 16

blaðið - 20.05.2006, Blaðsíða 16
16 I VERÖLDIN LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2006 blaöið Svipmyndir frá Zagreb FERÐASAGA BRYNDÍSAR XI.KAFLI Áður en við kvöddum Helsinki um haustið, hafði ég þegar tekið á leigu íbúð við eina af aðalgötum Zagreb. Við ætluðum að vera þar í heila viku, skoða borgina og hitta vini. Það var orðið áliðið hausts, en engu að síður skartaði náttúran sínu fegursta. Trén enn ekki farin að fella lauf, og bændur í óða önn að safna forða til vetr- arins handa börnum og skepnum. Það lá vel á okkur. Þessi lífsmáti var örvandi og spennandi. Daglega upp- lifðum við eitt- hvað óvænt, hittum nýtt fólk, ókunnugt .............. fólk, sem varð okkur uppspretta hugmynda og athafna. Að búa í ferðatösku hefur alltaf freistað mín, og nú loksins hafði sá draumur ræst. Ég hafði kastað öllum mínum syndum á bak við mig og flögraði nú um eins og fuglinn fljúgandi. Lét hverjum degi nægja sína þjáningu. Og Jón Baldvin, sem er í eðli sínu á móti ferðalögum (svín fór að Rín og kom aftur svin, hefur alltaf verið viðkvæði hans) virtist líka hafa gaman og vera í ess- inu sínu þessa dagana. Kvennamál á markaðstorgi. Ibúðin í Zagreb olli mér nokkrum vonbrigðum þó. Var svona dæmigerð kommablokkaríbúð. Gangurinn og stiginn upp tortryggilegur við fyrstu sýn, íbúðin full af ótrúlega klos- suðumogósmekklegumhúsgögnum, eldhúsið eins og kjallarageymsla, þar sem gleymst hafði að leggja fyrireldavél.ís- skáp eða vaski. ................. Allar leiðslur utanáliggjandi. En hvað um það, það var hreint á r ú m u n u m , rennandi vatn og eldunar- gas í kútnum. 99........................ Ég hafði kastað öllum mínum syndum á bak við mig og flögraði nú um eins og fuglinn fljúgandi. Lét hverjum degi nægja sína þjáningu. OgJón Baldvin, sem er í eðli sínu á móti ferða- Hvað vildum lögum (svín fór að Rín og við hafa Það kom aftursvín, hefur alltaf verið viðkvæði hans) virtist líka hafa gaman og vera í essinu sínu þessa dagana. betra? Auk þess sem við yrðum bara þarna yfir blá- nóttina, því að við vorum ................. komin til að skoða borgina, kynnast mannlífinu, sem er auð- vitað helst að finna á kaffihúsum og mörkuðum, kirkjum og söfnum. Það var ekki til setunnar boðið. Strax morguninn eftir vorum við komin á fætur fyrir allar aldir og gengum niður á aðaltorgið, þar sem við fengum kort, bæklinga og fría Markaðurinn breiddi úr sér í skjóli kirkjunnar. miða í strætó í allar áttir. Uppi á hæð handan við torgið blasti við tvít- yrnd dómkirkjan, sem gnæfir yfir borgina og rekur uppruna sinn alla leið til elleftu aldar. Þetta var bjartur og svalur morgunn. Markaðurinn breiddi úr sér í skjóli kirkjunnar. Þar voru konur að selja og konur að kaupa - blóm, salat, agúrkur, hvítkál, kartöflur. Og þarna var líka dýrindis útsaumur til sölu, ábreiður, rúm- teppi, dúkar, mottur og gardínur. Ég hefði getað eytt öllum deginum á þessum markaði, brosað til kvenn- anna, talað við þær á einhverju kvennamáli, sem bara við skiljum, prúttað og prangað og eignast dúka og gardínur handa allri fjölskyld- unni næstu þrjár kynslóðir. En Jón Baldvin er hins vegar þeirrar skoð- unar, að allar borgir, sem ekki liggja að sjó, eigi upptök sín á árbakka. Við tókum því stefnu á ána Sava, sem við sáum einhvers staðar í fjarska ofan af hæðinni. Við þrömmuðum stefnu- föst og eftir margra klukkustunda göngu framhjá kirkjum og kansell- íum fyrri alda og framhjá hrollvekj- andi kommaskrímslum tuttugusta aldar var hvort tveggja, að veika Það er sama hvernig þú lítur á dæmið. Ef þig vantar leiðir til þess að eignast draumabílinn getum við alltaf boðið þér einfalda lausn. Bílalán // Bílasamningur // Einkaleiga LÝSING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.