blaðið - 20.05.2006, Blaðsíða 26

blaðið - 20.05.2006, Blaðsíða 26
26 I SAGAN LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2006 blaöið Þögn ríkir um atburði menningarbyltingarinnar Fjölmiðlar í Kína þögðu þunnu hljóði um 40 ára afmæli menning- arbyltingarinnar á þriðjudag enda er upprifjun á þeim voðaverkum sem unnin voru í nafni hennar stjórnvöldum lítt að skapi. Vald áróðursdeildar Kínverska kommúnistaflokksins nær til fjöl- miðla landsins og því hafa stjórn- völd sitt að bíða hnekki. Stjórnmálaskýrendur vara jafn- framt við því að þetta geti reynst hættulegt þar sem yngri kynslóð Kínverja þurfi að komast í skilning um atburðina og að eldri Kínverjar þurfi að horfast í augu við óhæfu- verk fortíðarinnar og iðrast mis- gerða sinna. segja um hvað tekið er til umfjöllunar og hvað ekki. Stjórnvöld efndu ekki heldur til neinna opin- berra athafna til að minnast 99.................... Kommúnistaflokknum finnst óþægilegt að horfast í augu við eigin sögu en opinber ályktun nægir ekki til að afgreiða menningarbyltinguna Eitt safn um byltinguna Aðeins eitt safn er til í Kínaummenn- ingarbylting- una en það var opnaðásíðasta ári fyrir utan hafnarborgina tímamótanna ............................... Shantou, um og áréttuðu þar með þá stefnu sína að þau séu búin að gera upp við þennan kafla í sögu þjóðarinnar. Árið 1981 viðurkenndu stjórnvöld að menningarbyltingin hefði verið mistök og hörmuðu þann skaða sem hún hefði leitt yfir þjóðina. Stjórnmálaskýrendur og þeir sem upplifðu hörmungar menning- arbyltingarinnar segja að kínversk stjórnvöld haldi niðri umræðu um byltinguna vegna þess að þau óttist að upprifjun á þessu ógnartímabili leiði til þess að traust og tiltrú þjóð- arinnar á stjórnvöldum kunni að Minningarkort Minningar- og styrktarsjóðs hjartaskjúklinga C^ai HjartaHeill sími 552 5744 Gíró- og kreditkortþjónusta 300 km austur af Hong Kong. Safnið er ekki rekið af ríkinu og nýtur ekki stuðnings þess en starfs- menn leggja engu að síður áherslu á að sú mynd sem þar er dregin upp af byltingunni sé í samræmi við stefnu Kommúnistaflokksins. „Safnið kann að láta lítið yfir sér en það er mikilvægt fyrir þjóðina að horfast í augu við fortíð sína,“ segir Peng Qi’an fyrrum varaborg- arstjóri í Shantou sem lenti sjálfur í ofsóknum Rauðu varðliðanna á tímum menningarbyltingarinnar og slapp naumlega undan aftöku. Peng óttast að þetta skeið í sögu þjóðarinnar sé að gleymast sem hann telur engum til hagsbóta. Þögnin getur verið hættuleg Þær gagnrýnisraddir hafa jafnvel heyrst að þögn um voðaverk fortíð- arinnar geti verið jafnhættuleg og atburðirnir sjálfir. „Þegar meiri- hluti einstaklinga neitar að horf- ast í augu við sagnfræðilegar stað- reyndir líður samfélagið sem heild fyrir þögnina eða lygarnar," segir Liu Xiaobo, andófsmaður og bók- menntagagnrýnandi í grein sem IÐNSKÓLINN f hafnarfirði Innritun á haustönn 2006 Innritun eldri nemenda og annarra sem ekki eru að Ijúka grunnskólanámi í ár fer fram í skólahúsinu að Flatahrauni 12dagana 22.-24. maífrá kl. 09.00 til 16.00. Innritun nýnema sem eru að Ijúka grunnskólaprófi nú í vor fer fram rafrænt samkvæmt auglýsingu Menntamálaráðuneytisins og lýkur 12.júní. Við innritun skulu nemendur hafa með sér grunn- skólaskírteini eða staðfest prófskírteini frá fýrri skóla. Forráðamenn nemenda yngri en 18 ára þurfa að undirrita umsóknina. Nemendur sem innritast á almenna námsbraut (fornám) þurfa að mæta til viðtals með foreldri eða forráðamanni. Allar nánari upplýsingar og ráðgjöf eru veittar á skrifstofu skólans. Sýning Hin árlega vorsýning nemenda í skólahúsinu að Flatahrauni 12 er opin alla daga frá kl. 13.00 -17.00 og lýkur sunnudaginn 28. maí. Skólameistari hann birti nýlega á vefnum. „Þegar menn halda áfram að ljúga kynslóð eftir kynslóð munu lyg- arnar eyðileggja út frá sér,“ segir hann. Áróðursyfirvöld hafa lagt bann við útgáfu nýrra bóka um menning- arbyltinguna en sumir útgefendur hafa farið fram hjá banninu með því að endurútgefa frásagnir og end- urminningar sem voru fyrst gefnar út fyrir nokkrum árum. Þá hafa yfirvöld meira að segja komið í veg fyrir að kínverskir fræðimenn haldi til New York til að taka þátt í ráðstefnu um menningarbyltinguna. Xu Youyu prófessor í heimspeki við Félagsvísindaakademíuna í Kína sem er einn þeirra sem hefur knúið á um opna umræðu um menn- ingarbyltinguna greindi frá því á dögunum að nokkrir fræðimenn hefðu fyrr á árinu haldið leynilegan fund í Peking þar sem hún var tekin til umfjöllunar. „Kommúnista- flokknum finnst óþægilegt að horf- ast í augu við eigin sögu en opinber ályktun nægir ekki til að afgreiða menningarbyltinguna,“ sagði hann í viðtali við Reuters-fréttastofuna. „Til að takast á við afleiðingar (menningarbyltingarinnar)verðum við að hvetja til frekari umræðna og skoðanaskipta í stað þess að bæla þær niður. Annars verður van- þekking og misskilningur er áfram ríkjandi. Það er engum hollt,“ segir hann. Maður kveikir í sígarettu fyrir framan stóra veggmynd af Maó formanni í Hefei í Anhui- héraði í Kína. Lítið fór fyrir fréttum og minningarathöfnum í landinu í vikunni þegar 40 ár voru liðin frá því að menningarbyltingin hófst. Áratugur ofbeldis og ringulreiðar Eftirmyndir gamalla veggspjalda frá tímum menningarbyltingarinnar á flóamarkaði í Peking þann 16. maí en þá voru 40 ár liðin frá því að byltingin hófst. Ástæður menningarbyltingarinnar í Kína voru einkum valdafíkn Maós formanns, pólitískt óöryggi hans og trúfólks áfyrirheitum hans um frelsi og jafnrétti að mati sérfræðinga og þeirra sem upplifðu atburðina. Maó sannfærði fólk um að Hin mikla menningarhreyfing öreiganna sem hann ýtti úr vör fyrir 40 árum hafi verið nauðsynleg til að eyða óæski- legum áhrifum borgarastéttarinnar í samfélaginu og meðal ráðamanna í Kommúnistaflokknum. Milljónir róttækra ungmenna, Rauðu varðliðarnir svo kölluðu sem einkum komu úr röðum verka- manna og námsmanna, hlýddu kalli formannsins um að steypa forystu Kommúnistaflokksins af stóli. Á barmi borgarastyrjaldar Byltingin hófst þann 16. maí 1966 og í kjölfarið tók við áratugur ringul- reiðar og ofbeldis sem kostaði millj- ónir manna lífið og leiddi næstum til efnahagslegs og samfélagslegs hruns í landinu. Menningarverðmæti voru eyði- lögð og milljónir máttu þola ofbeldi og yfirgang af hendi Rauðu varð- liðanna og draugar byltingarinnar ásækja Kínverja enn þann dag í dag. í árslok 1968 voru Kínverjar á barmi borgarastyrjaldar. Þá fyrir- skipaði Maó Rauðu varðliðunum að láta af aðgerðum til að binda enda á ofbeldið. Nýtt samfélag á rústum þess gamla Á sínum tíma litu margir á menning- arbyltinguna sem viðamikla sam- félagslega tilraun sem ætlað var að rífa hið gamla kínverska samfélag til grunna og byggja nýtt og betra á rústunum. Nú telja stjórnmálaskýr- endur að Maó hafi fyrst og fremst viljað ryðja úr vegi pólitískum and- stæðingum sínum sem hann taldi sig standa ógn af. Þar á meðal voru Liu Shaoqi sem eitt sinn var talinn líklegur eftirmaður Maós.' Maó hafði verið harðlega gagnrýndur af framámönnum í flokknum fyrir aðra samfélagstil- raun undir heitinu Stórt stökk fram á við og stóð frá 1958-1961. Tilraunin var ætlað að flýta fyrir iðnþróun í landinu en hún mistókst og leiddi til hungursneyðar og dauða millj- óna. Stjórnmálaskýrendur segja að tilraunin hafi verið reiðarslag fyrir Maó og að staða hans í innsta kjarna kommúnistaflokksins hafi veikst á kostnað uppgangs Lius. Xu Youyu, prófessor í heimspeki sem var á sínum tíma félagi í Rauðu varðliðunum sagði í viðtali við AFP- fréttastofuna á dögunum að Maó hefði blekkt fólk með því að rægja mótherja sína á borð við Liu Shaoqi og Deng Xiaoping í því skyni að afla sér stuðnings. Með aðstoð Lin Biao herforingja tókst Maó að afla sér vinsælda meðal verkamanna og námsmanna sem flykktu sér að baki honum og fylgdu í blindni. Þar með styrkti hann stöðu sína sem foringi þjóð- arinnar þrátt fyrir andstöðu meðal margra háttsettra félaga í flokknum. „Lin Biao snéri trú okkar á marxis- mann í hreina trú á Maó,“ segir Xu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.