blaðið - 20.05.2006, Blaðsíða 30

blaðið - 20.05.2006, Blaðsíða 30
30 I VIÐTAL LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2006 blaöið Heíði bara sungið bakrödd fyrir Silvíu Sigga Beinteins hélt að hún hefði sungið sitt síðasta í Eurovision, en svo var aldeilis ekki. Þegar Þorvaldur Bjarni bað hana aðfara út sem bakrödd með Silviu Night var hún ekki lengi að ákveða sig. Sigga hefur keppt oftar fyrir íslands hönd í Eurovision en nokkur annar. Fyrir sextán árum fór hún með Grétari Örvarssyni til Zagreb og þar lentu þau í fjórða sæti eins og margir muna kannski eftir. Svo hélt Sigga aftur út árið 1992 ásamt Sigrúnu Evu Ármannsdóttur, en þá var keppnin haldin í Malmö og þær stöllur tóku smellinn Nei eða Já með sannköll- uðum swing stæl. í það sinn lentum „við“ í sjöunda sæti. Og allt er (ekki) þegar þrennt er. Sigga fór til írlands árið 1994, söng lagið Nætur og lenti í tólfta sæti. Nú er þessi sjóaði Eurovisonfari kom- inn til Aþenu, að taka þátt í fjórða sinn - en í þetta sinn sem bakrödd. Margrét Hugrún Gústavsdóttir spjallaði við Siggu í sólinni í Aþenu og fékk að skyggnast inn í reynslu- heim „Eurovision dívu íslands". ...talandi um dívur, hvernig leggst það í dívuna að syngja bakrödd? „Það leggst bara alveg æðislega vel í mig en ég hugsa að ég hefði ekki farið sem bakrödd fyrir neinn annan,“ segir Sigga glaðleg að vanda. „Mér finnst atriðið hennar alveg æðis- legt og þessi týpa, Silvía, finnst mér stórskemmtileg og mjög sniðug að mörgu leyti. Ég var reyndar búin að halda því fram að minn tími væri bara kom- inn í þessu, að ég ætti ekki eftir að fara oftar en svo hringdi Þorvaldur Bjarni í mig og bað mig að fara til Aþenu. Fyrst tók ég ekkert vel í það og ekki hljómaði það betur þegar hann talaði um að ég myndi vera bakrödd. En þegar hann sagði að það væri fyrir Silvíu Nótt þá var ég fljót að skipta um skoðun. Mér finnst nefinlega mjög gaman að fá að taka þátt í þessu með þeim. Bæði er þetta stórt og flott atriði og svo er hún sjálf með mikið fylgi. Það verður líka ósköp lítið sem mæðir á mér og hinum bakröddunum þarna úti. Það er aðallega þetta fólk sem er með henni sem þarf að snúast í miklu.“ Kostar vinnu að koma sér áfram Geturþað haft raunverulega þýðingu fyrir tónlistarfólk að takaþátt í Euro- vision. Skiptirþetta einhverju alvöru máliþegar öllu er á botninn hvolft? „Já, þetta getur skipt heilmiklu máli. Sérstaklega í undankeppnum og þá fyrir fólk; tónlistarmenn og söngvara, sem eru að reyna að koma sjálfum sér á framfæri. Ef það er til dæmis einhver sem er ekki mikið þekktur, en er með gott lag og hefur eitthvað skemmtilegt fram að færa þá getur þetta verið mikil og góð kynning. Ég tala nú ekki um ef lagið fær mikla spilun í útvarpi, jafnvel þó að það vinni ekki. Þetta sést til dæmis vel á laginu hennar Regínu Ósk sem var önnur í undankeppninni í vetur. Það hefur verið mjög mikið spilað undanfarið, jafnvel meira en sigurlagið sjálft. Hvað varðar stóru keppnina sjálfa þá held ég að það geti vel haft einhver jákvæð áhrif að taka þátt í henni, en það kostar samt mikla vinnu. Þarna koma saman allskonar útgefendur, umboðsmenn, blaðamenn og fleira fólk sem tengist skemmtana og tónlistarbransanum í Evrópu og )að getur allt gerst. Okkur var t.d. toðið til Svíþjóðar árið 1990 sem við )áðum. Svo var olekur reyndar líka )oðið að spila í Kína en við fórum aldrei þangað,“ segir Sigga og bætir því við að Silvía Nótt og félagar eigi. eflaust eftir að nýta sér þetta sem stökkpall til að komast inn í Evrópu með hennar karakter. Bretar munu eflaust„fíla" Silvíu Heldurðu að Silvía eigi eftir að höfða til annarra þjóða en okkar? „Já, ég efa það ekki. Þessi týpa er einhvernveginn þannig. Ég held að t.d. Bretar og Þjóðverjar eigi alveg eftir að „fíla“ hana. Silvía Nótt getur eflaust náð langt í Evrópu. Það er bara spurning um hvernig hún hegðar sér og hvað hún gerir. Hún er dugleg að draga að sér athyglina og ég veit að hún ætlar sér að nota þessa ferð út í ystu æsar til að koma sjálfri sér á framfæri og mér finnst það bara gott mál. Hér er mjög margt fjölmiðlafólk og um að gera að reyna að nýta sér það á allan hátt. Ef maður hefur áhuga á að reyna að koma sér áfram í Evrópu, þá er þessi söngvakeppni og allt í kringum hana vissulega vettvangurinn til þess. Ég er allavega á þeirri skoðun þó að sumir séu kannski ekki sam- mála. Þegar Silvía fer í blaðaviðtöl og nær að gera prakkarastrik þá er hún auðvitað komin á kortið, fólk man eftir henni og þannig verður auðveldara að taka næsta skref.“ Flestir halda hópinn Hvernig er stemningin á meðan á keppninni stendur? Myndast hópar, eða tengsl og eignast maður vini og kunningja eða rceður keppnisandinn alfarið ríkjum? „Ég held að það sé voðalega mis- jafnt. Þegar ég fór út þá stóðu Norð- urlandaþjóðirnar svolítið saman. Ég kynntist m.a. Rolf Lövland sem samdi lagið La det svinge og upp úr því söng ég fyrir hann lag í norskri sönglagakeppni. Ég hef alltaf haldið dórsson hefur haldið sambandi við sambandi við Rolf í gegnum árin. fólk sem hann kynntist á sínum Svo veit ég til þess að Björgvin Hall- ferðum. Á meðan á keppninni stendur eru allskonar uppákomur í gangi, ferðir og klúbbar og annað svo fólk broste CQPENHAGEN Norræn hönnun frá broste-Copenhagen í útskriftargjöfina Sölustaðir m.a.: Blómaval Reykjavík-Blómaval Reykjanes-Blómaval Akureyri-Blómaval Selfoss - Tekk Company - Blómaturninn Dreifing: Bergís ehf - Heildverslun www.bergis.is sími: 587 8877 Blaöiö/Frikki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.