blaðið - 20.05.2006, Blaðsíða 54

blaðið - 20.05.2006, Blaðsíða 54
54 I FÓLK LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2006 blaðiö 4. ÓSK TIL ÚT- GERÐARMANNA BLAÐURSINS Eflaust eru alllr búnir að heyra um lelgu- bílstjórann frá Kongó sem lenti fyrir mis- skilning í viðtali hjá breska ríkisútvarpinu. flestir hafa séð sjálft viðtalið og hlegið sig máttlausa. Miðlun upplýsinga á Vesturlöndum snýst ekki um að koma upplýsingum áleiðis heldur snýst hún um ofmiðlun. Það er að segja að kæfa niður allt það sem hugsanlega getur verið upplýsandi fyrir venjulegan borgara íkjaftvaðli. Birt- ingarform þessa afhjúpaðist á dögunum þegar leigubílstjórinn frá Kongó kom í beina útsendingu til þess að gefa álit sitt á dómsmáli milli Apple plötufyrirtækis- ins og Apple tölvufyrirtækisins. Og vissulega er þetta allt saman ákaf- legafyndið. Hinsvegar gleymist að benda á þá nöt- urlegu staðreynd að leigubílstjórinn frá Kongó sagði ekkert óvitlausara en þær talandi stéttir sem hafa lifibrauð sitt af að tala í sjónvarp um hluti sem þær hafa lítið vit á en því mun sterkari skoðanir á. Leigubílstjórinn afhjúpaði þann leiða misskilning samtímans að meiri miðlun hljóti að vera betri miðlun. Að meiri upplýsingar hljóti að þýða betur upplýst fólk. Hann afhjúpaði þann misskilning að svokallaðir sérfræðingar sem koma í sjón- varp hljóti að vera sérfróðir um þau efni sem þeir eru kallaðir til að tala um. Ekkert er fjær sannleikanum. Stöðug krafa um að fólkið verði að fá „fréttir" alla tíma sólarhrings hefur geng- isfellt sjálft hugtakið. Fréttir eru ekki lengur til. Réttara er að tala um „frétta- líki", rétt eins og að talað var um bjórlfki ásínumtíma. Stöðug ofmiðlun gerir að verkum að allir atburðir eru gengisfelldir af merk- ingu sinni. Herskarar álitsgjafa sem eru sítalandi í sjónvörpum gera að verkum að merkingin týnist. Þess vegna var leigubílstjórinn frá Kon- gó sem ferskur andblær inn í herbergi nú- tíma fjölmiðlunar. Við þurfum fleiri slíka menn. Smáborgarinn óskar þess að guð gefi að útgerðarmenn blaðursins, það er að segja þáttastjórnendur í íslenskum fjöl- miðlum, taki eftir þessum andblæ og fari í auknum mæli að kalla (þætti sína hárgreiðslukonur og pfpulagningamenn. Það myndi dýpka íslenska umræðu tll muna. HVAÐ FINNST ÞÉR? Marsibil J. Scemundardóttir, íþriðja sæti á B-lista. Hvað myndir þú gera við Lands- virkjunarpeninginn? „Ég myndi nota þá í að greiða niður skuldirnar mínar, eða setja þá í sparnað. Líklegast myndi ég setja þá í sparnað." Björn Ingi Hrafnsson, leiðtogi framsóknarmanna í borginni, hefur varpað fram þeirri hugmynd að söluandvirði hlutar Reykja víkurborgar i Landsvirkjun renni beint í vasa borgaranna. Líklega yrði hlutur hvers og eins Reykvíkings um 250 þúsund krónur. Héðan og þaðan... Styrkjum var úthlutað úr pokasjóði í gær. Eitt hundrað einstaklingar,félagasamtök og „Hún" Ratravee Jirapraphakul var hæst stofnanir fengu framlag úr sjóðnum að þessu sinni. (tilefni dagsins sýndu þessir kappar ánægð með titilinn Ungfrú klæðskiptingur íslensk glímubrögð. og fær hér koss frá keppinautum sínum. Ung stúlka fremur gjörning á ströndum Cannes-borgar í Frakklandi. Þar fer hin árlega kvikmyndahátíð fram um þessar mundir. Britney þarí að losa sig við Federline Hin ólétta Britney Spears ætti að losa sig við eiginmann sinn, Kevin Federline, hið snarasta samkvæmt ofurfyrirsætunni Janice Dickinson. „Mér hefur aldrei fundist hann kynþokkafullur,“ sagði Janice Dick- inson í samtali við tímaritið Book Standard. „En hún er reyndar bara sveitalúði hvort sem er.& Federline, sem yfirgaf ólétta kær- ustu sína fyrir Britney á sínum tíma, hefur verið mjög óvinsæll al aðdáenda söng- konunnar síðan þau byrjuðu saman í apr- íl árið 2004. Þáhefur til- raun hans til að verða rappari verið illa tekið í Bandaríkjunum. Dickinson segist vera stórhneyksl- uð á fatavali Spears síðan hún giftist Federline og þráir heitast að fá að taka útlit hennar í gegn. „Hún þarf að verða flott gella aftur og hætta að valsa um í þessum glötuðu fötum,“ sagði Dickinson. „Hún þarf góð ráð, en ekki frá sveitalúða.“ eftir Jim Unger | GONGUDEILD> 7-30 O Jlm Unger/dlst. by Unlted Media, 2001 Það er ekki mér að kenna að okkur vantar rúm. HEYRST HEFUR... Margir höfðu spáð því að „móðir allrar kosn- ingabaráttu“ væri í vændum í Reykjavík. Nú þegar vika er þar til að Reykvíkingar ganga að kjörborðinu er óhætt að segja að að raunin hafi ekki orðið sú. Ýmsir hafa kvartað undan því að kosningabaráttan hafi verið í daufara lagi og Mogginn hef- ur ítrekað lýst eftir leiðtogum framboðanna. Stjórnmálaspekúlantar Blaðsins eru á einu máli um að kosningabaráttan hafi farið ágætlega fram. Hún þykir hafa verið málefnaleg fram til þessa. Skipulagsmál- in hafa fengið meira vægi en fyrirfram hafði verið talið líklegt. Er það ekki síst vegna þess þunga sem Ólafur F. Magússon, oddviti F-listans, og Björn Ingi Hrafns- son, sem fer fyrir framsóknarmönnum í höfuðstaðnum, hafa lagt á flugvallarmálið. Fjölmiðlar hafa sýnt því máli umtalsverðan áhuga og kallað hefur verið eftir afstöðu hinna flokkanna með misjöfnum ár- angri. Líklegt þykir að harka færist í leikinn í síðustu vikunni fyrir kjördag. Spekúlantar Blaðsins vekja á því athygli að yfirlýsingar þeirra Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, leiðtoga sjálfstæðismanna, og Dags B. Eggerts- p sonar, efsta manns Samfylkingarinnar, ^ geti skipt verulegu máli á lokasprettinum. Þá er átt við þau ummæli beggja að ekki komi til greina að gefa eftir borgar- stjóraembættið komi til þess að þeir þurfi að eiga samningaviðræður við aðra flokka um myndun meiri- hluta eftir kosningarnar á laug- ardag. Þykir því líklegt að keyrt verði á persónur þeirra Dags og Vilhjálms á síðustu metrunum. Stefnir því allt í að æskan og reynslan takist á af aukn- um þrótti i næstu viku. Menn hljóta að taka mark á yfirlýsing- um foringjanna og þannig er klárt að Reykvíkingar geta val- ið sér borgarstjóra með atkvæði sínu. Persónupólitíkin verður af þessum sökum ráðandi síð- ustu dagana, að mati spekúl- anta Blaðsins. Hvernig bregðast minni flokkarnir við þessari stöðu mála í Reykjavík? Vinstri - grænir, Frjálslyndi flokkurinn og framsóknarmenn hafa fram til þessa náð til sín verulegri at- hygli með skýrari málflutningi en stóru flokkarnir tveir. Svan- dís Svavarsdóttir hef- ur náð eyrum margra borgarbúa með því áð vara við því að enn eitt skipulagsslys- ið vofi yfir verði hátæknisjúkra- húsið reist við Hringbrautina. Nú hefur Björn Ingi Hrafnsson varpað sprengju inn í baráttuna með því að heita Reykvíking- um því að þeir muni hver og einn njóta arðsins af sölu á hlut borgarinnar í Landsvirkjun. Ef- laust gætu margir nýtt sér 250 þúsund kallinn frá Birni Inga þótt hann dugi skammt upp í Hummer-jeppa. Og skoðana- könnun Fréttablaðsins í gær bendir til þess að Ólafur F. geti tekið gleði sína en enn syrti í álinn hjá framsókn. Það stefn- ir í athyglisverðan lokasprett í Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.