blaðið - 20.05.2006, Blaðsíða 4

blaðið - 20.05.2006, Blaðsíða 4
LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2006 blaðið 4 I FRÉTTIR „Ódýrt áróðursbragð, kortéri fyrir kosningar" Forystumenn borgarstjórnarflokkanna gefa lítið fyrir útspil Björns Inga Hrafnssonar sem hefur lagt til að söluandvirði hlutar borgar- innar í Landsvirkjun renni beint til íbúa Reykjavíkur. Framarar mótmæla yfir lýsingum Stefáns Jóns Blaðinu hefur borist eftirfarandi yfirlýsing: Knattspyrnufélagið Fram undrast yfirlýsingar Stefáns Jóns Hafstein í Fréttablaðinu og Blaðinu í dag um að afgreiðsla borgarráðs um fjárveitingu til Fram, hafi verið fyrirgreiðslupólitík. Fram hefur á undanförnum mánuðum lagt ít- rekað fram beiðni um fjarmagn að fjárhæð 75 milljónir krónavegnavið- byggingar við félagsheimili félags- ins, í samræmi við samning Reykja- víkurborgar og Fram frá árinu 2002. Nær allir borgarfulltrúar sem rætt hefur verið við hafa haft skilning á erindinu. Annar af fulltrúum Sam- fylkingarinnar í ÍTR lagðist gegn framlagi upp á 75 m. og var málið þá afgreitt með 50 m. kr. framlagi þrátt fyrir að allir aðrir fulltrúar í ÍTR höfðu skilning og vilja til að leysa málið skv. beiðni félagsins. Á fundi borgarráðs gerði íþrótta og tómstundasvið grein fyrir mál- inu og lagði til að samþykkt yrði 75 milljóna kr. framlag sem greitt yrði á þremur árum. Öll fagleg rök voru fyrir því að framlagið yrði 75 millj- ónir króna. Yfirlýsingar Stefáns Jóns vekja því furðu og til þess eins settar fram að gera þá aðila sem stutt hafa hvað best við bakið á íþróttahreyf- ingunni undanfarin ár tortryggilega. Stefáni Jóni væri nær að kynna sér málið betur en að vera með svona ómerkilegar dylgjur og draga Fram að ósekju inn í kosninga- baráttuna. Fh.Knattspyrnu- félagsins Fram GuðmundurB. Ólafsson formaður Sú tillaga Björns Inga Hrafnssonar, oddvita Framsóknarflokksins í Reykjavík, að söluandvirði hlutar Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun renni beint til borgarbúa fær vægast sagt dræmar undirtektir forystu- manna hinna flokkana. Björn Ingi lagði það til á fimmtudag að gangi salan á hlutnum eftir fái borgarbúar að njóta þess beint. Fulltrúar hinna flokkanna segja útspilið skýrast af því hve stutt sé til kosninga. Sérkennilegt útspil „Þetta útspil Björns Inga á lokaspretti kosningabaráttunnar er mjög sérkennilegt," segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæð- ismanna. „Það hefur alltaf staðið til að þeir fjármunir sem kæmu til borgarinnar vegna sölu á hlutnum í Landsvirkjun fari í það að greiða niður skuldir borgarinnar, meðal annars lífeyrisskuldbindingar sem eru gríðarlega ' miklar," segir hann. „Eg er þeirrar skoð- unar að það eigi að gera.“ Kosningabarátta á villigötum Dagur B. Eggerts- son, efsti maður á lista Samfylk- ingar tekur í svipaðan streng. „Ég held að kosn- ingabaráttan sé nú komin út á villigötur ef að menn slá svona hlutum fram á lokasprett- inum,“ segir hann. „Hingað til hefur verið gert ráð fyrir því að þetta fé verði nýtt til þess að mæta lífeyrissleuld- bindingum borgarinnar. Þær skuldbindingar eru umtalsverðar og það hefur ekkert annað verið rætt í þessu sambandi. Þetta er greini- lega hugmynd sem slegið hefur verið fram í hita leiksins.“ Dagur segir að söluferlið hafi í raun stöðv- ast. „Óábyrgt tal ráðherra ríkistjórn- arinnar um að selja fyrirtækið og fá Fækkun bílastæða Fögnuðuri Ungir Nepalar í höfuðborginni, Kat- mandú, fagna byltingunni sem gerð hefur verið á stjórnkerfi landsins. Þing landsins samþykkti á fimmtudag að takmarka mjög völd konungs sem m.a. felur í sér að hann verður ekki lengur æðsti yfirmaður herafla landsins. Seuters Katmandú Breytingin kemur í kjölfar mikilla mót- mæla gegn stjórn Gyanendra konungs sem tekið hafði sér alræðisvald. Kon- ungurinn hefur lengst af verið haldinn í guðatölu f landinu og þykir samþykkt þingsins því fela í sér vatnaskil í stjórn- málasögu Nepal. Stjórn Laugavegssamtakanna mót- mælir harðlega þeim fyrirætlunum borgarstjórnar Reykjavíkur að fækka bílastæðum í miðborginni. Árni Þór Sigurðsson, formaður umhverfisráðs segir mótmælin byggjast á rangtúlk- unum á stefnu borgarinnar. í tilkynningu frá stjórninni segir, að í skýrslu um stefnu borgarinnar í samgöngumálum sem samþykkt var í borgarstjórn, segi berum orðum að stefnan sé að „fækka bílastæðum í miðborginni og þrengja að aðkomu einkabílsins að miðborginni.“ Stjórn Laugavegssamtakanna furðar sig á því, „að nú þegar mið- borgin er að ná sér eftir áralanga lægð, skuli borgaryfirvöld veitast að henni með þessum hætti.“ Ennfremur segir í tilkynningunni að einkabíllinn sé ferðamáti Islend- inga, „og ef borgaryfirvöld meina eitthvað með tali sínu um að styrkja miðborgina, væri nær að fjölga bíla- stæðum en að fækka þeim.“ Stjórnin furðar sig á þeirri stjórnsýslu að móta slíka stefnu „án nokkurs samráðs við rekstraraðila og íbúa í miðborginni,“ og er þess krafist að borgin falli frá þessari stefnu sinni. Árni Þór Sigurðsson, borgarfull- trúi og formaður umhverfisráðs segir það staðgreitt, eftir að hafa verið í viðræðum við okkur sem gengu út á að borgin fengi greitt fyrir sinn hlut með í formi skuldabréfs sem greiðast myndi upp á nokkrum ára- tugum, setti viðræðurnar í algjört uppnám.“ Á síðustu metrunum „Mér finnst þetta nú benda til þess að framsóknarmenn séu komnir á síðustu metrana í sínu hugmynda- flugi fyrir þessar kosningar,“ segir Svandís Svavarsdóttir, VG. „Við höfum sett okkur gegn sölu eignar- hlutar borgarinnar í ljósi þess hver afstaða ríkisvaldsins hefur verið til einkavæðingar. Þegar til lengri tíma er litið er eðlilegt að borgin losi sig við þennan hlut. En miðað við það hvernig staðan, og brjálsemin er á ríkisstjórnarheimilinu þá höfum við viljað sýna það andóf sem við getum með því að hægja á söluferlinu.“ Höfnum þessu algjörlega „Mér finnst þetta fyrst og fremst vera ódýrt áróðursbragð, kortéri fyrir kosningar," segir Ólafur F. Magnússon, Frjálslynda flokknum, Hann segir ekki koma til greina af sinni hálfu að selja hlut borgarinnar í Landsvirkjun. „Það er vegna þess að það má ætla að það sé stefna ríkisstjórnarinnar að einkavæða hana. Við leggjum mikla áherslu á það að Orkuveitan og Landsvirkjun verði áfram í eigu almennings" Ól- afur segir því að frjálslyndir hafni þessum hugmyndum Björns Inga alfarið. „Það er augljóst af hvaða hvötum þessar hugmyndir eru settar fram.“ mötmælt að fullyrðingar samtakanna um að til standi að fækka bílastæðum eigi ekki við rök að styðjast og að byggt sé á rangtúlkunum. Hann segir að stefnu- mótun í bílastæðamálum byggi á þróunaráætlun miðborgar sem sam- þykkt hafi verið fyrir nokkrum árum og hagsmunaaðilar í miðborginni áttu meðal annara þátt í að móta. „Hvergi í stefnunni er það markmið sett fram að fækka bílastæðum í borg- inni, einnungis lögð áhersla á að þau fari í vaxandi mæli í bílastæðahús," segir Árni Þór. www.xbreykjavik.is Ertu með? Frístundakort fyrir börn 5-18 ára 40.000 kr. á ári í íþróttir, tómstundir og listnám VELFERÐ UMHVERFI NÝSKÖPUN Margrét K. Sverrisdóttir, framkvæmdastjori og varaborgarfulltrúi /„Verndum götumynd Laugavegarins ii
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.