blaðið - 20.05.2006, Blaðsíða 38

blaðið - 20.05.2006, Blaðsíða 38
38 I TÍSKA LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2006 blaðiö Sumarlegar snyrtivörur Sólarvörn frá Clinique Nú þegar sólin fer að skína er nauðsynlegt að festa kaup á almennilegri sólarvörn. Nýjasta sólarlínan frá Clinique gefur mjög góða vörn en hægt er að fá sólarvörn bæði fyrir andlit og líkama með SPF 50. Kremið smýgur vel inn i húðina og ver hana gegn skaðlegum geislum sólarinnar. í kreminu er efni sem dregur úr ótímabærum öldrunareinkennum af völdum útfjólublárra geisla og er það því tilvalið til nota í mikilli sól. Nýi ilmurinn frá Chanel Nýi ilmurinn frá Chanel er ótrúlega góður enda hannaður af Jacquis Polge sem er heims- þekktur fyrir hönnun sínum á góðum ilmvötnum. Jacquis Polge vinnur eingöngu fyrir Chanel, en Chanel ilmvötnin eru þau söluhæstu í heimi. Umurinn einkennist af mjúkum og dömu- legum blómakeim sem er samt sem áður ferskur og heillandi. Sígildur ilmur fyrir konur á öllum aldri. Nýjar vörur í and- litslínu Chanel Précision kornaskrúbbarnir frá Chanel eru þróaðir til þess að gefa húðinni sem mesta útgeislun. Þeir eru unnir úr perlubrotum sem varna því að húðin rispist og geta því allar húðgerðir notað þessar vörur, líka þær allra viðkvæmustu. Korna- skrúbbarnir eru þrír talsins og hafa þeir allir ákveðna virkni. Einn skrúbbur er ætl- aður blandaðri og frekar feitri húð en hann djúphreinsar og kemur jafnvægi á fitu- framleiðslu húðarinnar. Annar er ætlaður þurri og viðkvæmri húð þar sem hann gefur góðan raka. Einnig er í þessari línu kornaskrúbbur sem er ætlaður öllum húðgerðum. Précision andlitsmaskarnir hafa allir sinn sérstaka eiginleika. Öflugur rakam- aski kemur jafnvægi á þurra og mjög þurra húð, djúphreinsandi maski kemur jafn- vægi á fituframleiðslu húðarinnar ásamt því sem hann gerir hana stinnari og orku- gefandi maskinn gefur raka, næringu og aukinn ljóma. f*ÍCUiON Tískuráð fyrir karlmenn Öll eigum við það til að ganga í fatnaði sem er ekkert sérstaklega smart enda þurfa ekki allir að ganga um í nýjustu tísku, fólk á frekar að reyna að móta sinn eigin stíl. Stundum getur þó verið erfitt að finna sinn persónulega stíl og sumir eiga það til að lenda á villigötum, Hér koma nokkur dæmi um fatnað og fylgihluti sem flestir karlmenn ættu að reyna að forðast. Sokkar í sandölum Þegar veður fer hlýnandi getur verið mjög þægilegt og viðeigandi að ganga í sandölum og er ekkert að því ef veður leyfir. Hins vegar hafa alltof margir karlmenn vanið sig á að klæðast líka sokkum þegar þeir ganga í sandölum. Hvítir ofnotaðir og úfnir sportsokkar með mislitum röndum að ofan ganga hreinlega ekki upp við slíkan skóbúnað. Hrikalega ósmart. Ef ástæðan fyrir sokkunum er sú að það er ekki nógu hlýtt úti til þess að vera berfættur í sandölum þá er skynsamlegast að sleppa því alveg og vera bara í almennilegum skóm. Merkjafatnaður Það gerist varla verra. Karlmenn sem ganga um í gjallandi merkjafatnaði eru frekar hallærislegir. Ástæðan fyrir þvi að þetta er ekki flott er sú að þetta virkar eins og verið sé að státa sig af góðri stöðu. Málið er bara að þeir sem ganga um í Armani jakkafötum með Armani merkið ennþá áfast erminni eru týpurriar sem hafa keypt sér merkjavöru á raðgreiðslum og eru að reyna að telja öðrum trú um góða fjárhagsstöðu. Kubbslegir skór Mjög klossaðir og grófir skór eru hrikalega ljótir og einhvern veginn eitt- hvað sem karlmenn sem eiga í erfiðleikum með skap sitt kjósa að ganga í. Margir þeirra sem ganga í þessum kubbslegu skóm virðast halda að það sé sérstaklega smart að ganga í útvíðum gallabuxum, tættum að neðan. Þetta gekk upp í kringum 1990 en nú má fara að breyta til. Glansandi fatnaður Þetta er eitthvað sem virðist vera vinsælt hjá Júróvision keppendum frá Austur Evrópu en þar ber mikið á skyrtum með rosalega stórum krögum sem er fráhnepptar niður á bringu og yfirleitt grænar eða appelsínugular. Jakkaföt úr hálf sanseruðu gerviefni sem eiga heima á stórum nætur- klúbbum á Ibiza. Þetta er ljótt og fer öllum karlmönnum illa. Þið vekið ekki jákvæða athygli í þessum fatnaði heldur beinist sú athygli sem þið fáið að ljóta dressinu ykkar. Hárið Of mikið gel eða hársprey í of stíluðu hári sem á að virðast úfið og töff er al- gjörlega fáránlegt. Af hverju að þykjast vera rosalega úfinn ef hárgreiðslan hefur tekið fimm klukkutíma og hárið er stift af of miklum hárvörum. Jakkaföt frá 7.900 Stakir jakkar frá 4.990 Gallajakkar frá 3.990 Firði Hafnarfirði Gallabuxur frá 1.890 Skyrtur frá 990 Bolir frá 890 Sími 565 0073
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.