blaðið - 20.05.2006, Blaðsíða 24

blaðið - 20.05.2006, Blaðsíða 24
 siis^viiQnnsHnsnsciiiisRMRí 24 I MATUR LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2006 blaöiö ONDVEGIS ELDHÚS RAGGA ÓMARS, MATREIÐSLUMEISTARA Grafinn fiskur með tvisti Hérna kemur skemmtilegt “tvist” á að grafa fisk eins og graflax. Gaman er að breyta til og grafa ein- hvern annan fisk því það er ekkert sem segir að annar fiskur grafist ekki ágætlega. Ég er búinn að prófa nokkrar fiskitegundir og eru sumar betri en aðrar. Til dæmis eru karfi, smálúða, ýsa .þorskur og skötuselur alveg meiriháttar góðir grafnir. Aftur á móti var ég ekki eins hrifinn af steinbít sem ég gróf um daginn og ég hef ekki hugmynd um af hverju. Það bara virkaði ekki að mínu mati. Grafinn fiskur er náttúrulega bara eins og graflax, tilvalinn í léttan forrétt eða á brauð og þar sem fiskur- inn er lagður í salt og kryddblöndu þá kallar hann á eitthvað sætt með- læti, eins og sinnepssósan með laxi. Einnig er sniðugt, ef menn ætla að hafa fiskinn í forrétt, að skera hann í mjög þunnar sneiðar og raða á disk eins og “carpaccio” þannig að sneið- arnar þekji nánast allan diskinn. Svo er alls kyns smátt skorið grænmeti, eins og tómatar, gúrkur, paprika eða mangó, ásamt ferskum kryddjurtum og góðri vinagrettu, borið fram með salati og góðu brauði. Þetta bara getur ekki klikkað! Hér kemur uppskrift af gröfnum karfa. 4 stk karfaflök, bein og roð lausfmiðast við ca.200-300 g flök) lOOgsalt 50 g sykur 1 tskpipar Aðferð stig 1: Blandið kryddunum vel saman og stráið helmingnum á bakka og flökin þar ofan á. Setjið síðan afganginn af kryddblöndunni yfir þannig að allir fletir á fiskinum komist í snertingu við hana. Látið standa undir plast- filmu í 10 tíma í kæli. Þá er fiskur- inn léttskolaður undir ísköldu vatni þannig að mesta saltblandan fari af, leggið á eldhúspappír til að léttþerra hann. Á þessum tímapunkti í ferlinu er bragðið sett í fiskinn og er nánast allt löglegt í þeim efnum, enn það sem ég legg til er eftirfarandi: 'h búnt ferskt dlll (fínt saxað) 1/3 búnt ferskt kóríander (fínt saxað) fínt rifinn börkur af einni lime fint rifinn börkur af einni sítrónu 1 tsk fint saxað rautt chilli nýmalaður pipar úr kvörn Aðferð stig#2: blandið ölluvel saman við fiskflökin og vefjið hverju flaki fyrir sig í plast- filmu þéttingsfast (best væri að vac- umpakkajog látið standa í kæli í lág- mark sólarhring áður en fiskurinn er skorinn niður. Kveðja Raggi GRILL I HÆSTA GÆÐAFLOKKI Það sem gerir Weber grillin framúrskarandi er jöfn dreifing hita sem sparar gas, öll steiking verður jafnari og betri. Weber endist lengur og heldur útliti sínu. Þess vegna er Weber fjárfesting! Gott hráefni kallar á alvöru grill! HÚSASMWJAN GARÐHEIMAR wfiiuiuvaktiii www.weber.ls ÍÞRÓTIA ■Æ- prófaðu allar!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.