blaðið - 20.05.2006, Blaðsíða 12

blaðið - 20.05.2006, Blaðsíða 12
12 I DEIGLAHT LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2006 blaAÍÖ Fyrirlestri frestað Fyrirlestri Jónasar Kristjánssonar um leiðangur Þorfinns Karlsefnis til Vínlands hins góða sem átti að fara fram í Þjóðminjasafninu í dag hefur verið frestað um viku og verður haldinn þann 27. maí kl. 14. Yfirlitsmynd af Nýfundnalandi þar sem Jónas Kristjánsson telur að greina megi rústir frá tímum Þorfinns Karlefnis. Afmælissýning fimleikadeildar í tilefni 20 ára afmælis fimleika- deildar Gróttu verður efnt til tveggja Efnt verður til glæsilegrar fimleikasýning- ar t íþróttahúsi Seltjarnarness í dag í tilefni af 20 ára afmæli fimleikadeildar Gerplu. afmælissýninga í íþróttahúsi Sel- tjarnarness í dag, laugardag, og hefst sú fyrri kl. 12 en sú síðari kl. 16. Allt fimleikafólk Gróttu kemur fram á sýningunum en einnig fim- leikamenn frá Gerplu og frábært sir- kusfólk frá Cirkus Circör Svíþjóð. Forsala aðgöngumiða er í íþrótta- húsi Seltjarnarness og kostar 500 kr. fyrir fullorðna en frítt er fyrir börn. Mikið vatn runnið til sjávar Fimleikadeild Gróttu hóf starfsemi sína haustið 1985 en deildin var formlega stofnuð 24. mars 1986 og fagnar því 20 ára afmæli. Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þessum tuttugu árum, fjöldi iðk- enda margfaldast, aðstaðan batnað og margir komið við sögu við þjálfun og stjórnarstörf. Góður árangur hefur náðst og hefur fimleikafólk deildarinnar unnið til margra titla. Á árinu varð Gróttukonan Sif Pálsdóttir fyrst kvenna á íslandi Norðurlandameist- ari í fjölþraut og náði einnig 18. sæti á Evrópumeistaramótinu nú í vor. WWW.ZED Z E D R U S persneskar mottur / húsgögn / gjafavörur Hlíðarsmára 11 S. 534 2288 Kúlulegasalan SKF Ö Erum fluttir ab Bíldshöföa 9 Bíidshöf&a 9 • 110 Reykjavík • Stmi: 535 9000 • Fax: 535 9090 • www.bilanaust.is 's__________________________I____________________________________________________________J gsm í dag verður haldin hátíð á horni Lauga- vegs og Klapparstígs til að vekja athygli á hugmyndum um niðurrif gamalla húsa við götuna. Hátíð á Laugavegi 1 dag verður efnt til hátíðar á horni Klapparstígs og Laugavegs frá kl. 11-17. Þar verður markaður, lifandi tónlist og fjölbreytt dagskrá. Blóm- leg markaðsstemning verður á hátíðinni og meðal tónlistaratriða verða: Bogomil Font, KK, Mugison, Gusgus Dj’s, Hairdoctor, Bob Just- mann og plötusnúðarnir Margeir, KGB, Eva og Ellen, og Natalie. Tilgangurinn er að vekja athygli á yfirvofandi niðurrifi húsa við Lauga- veg en búið er að gefa leyfi fyrir nið- urrifi 29 af elstu húsunum við Lauga- veg, þar af er þriðja hvert hús neðan Klapparstígs. Nýsamþykkt deili- skipulag Reykjavíkur gerir ráð fyrir að fjögurra og fimm hæða blokkir rísi í stað gömlu húsanna. Að mati aðstandenda hátíðarinnar þýðir þetta að Laugavegurinn muni breyt- ast í skuggasund og Reykvíkingar tapi mikilvægum minnisvörðum um sögu sína og verslun. Börn lœra að tálga Skógræktarfélag Reykjavikur heldur tálgunarnámskeið fyrir börn í gamla Elliðavatnsbænum í Heiðmörk kl 11 í dag. Námskeiðið er öllum opið og ókeypis en þátttak- endur eru beðnir um að taka með sér hnífa. Valdór Bóasson smíða- kennari leiðir börnin í stutta göngu umhverfis bæinn í leit að efniviði en svo er farið inn og handtökin við tálgun kennd. Gert er ráð fyrir að námskeiðið taki 2-3 tíma. Nánari upplýsingar er að finna á www.heid- mork.is. Alla laugardaga í maí býður Skógræktarfélag Reykjavíkur upp á fjölbreytta dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Um er að ræða léttar fræðslugöngur með skemmtilegu ívafi. Göngurnar miðast einnig við að börn séu með í för. Allar göngurnar hefjast kl 11 við gamla Elliðavatnsbæinn við Elliðavatn í Heiðmörk, nema álfagangan sem hefst við Furulund kl 11. Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis. Nýhil opnar ljóðabókabúð Ljóðabókabúð Nýhil-hópsins verður opnuð í dag í kjallara Laugavegs 59 (Kjöi garðs). Eins og nafnið gefur til kynna verða einkum ljóðabækur boðnar til kaups í versluninni og segir í tilkynningu frá hópnum að hér sé um að ræða einhverja vit- laustustu hugmynd íslenskrar við- skiptasögu. Nýhilistarnir eru engu að síður bjartsýnir og bjóða öllum sínum elskulegu vinum að mæta og þiggja veitingar við opnunina kl. 16 í dag. „Þá verða stórfengleg ræðu- höld, nýhilískir ljóðaupplestrar, harmonikkumúsík auk þess sem hljómsveitin Retro Stefson stígur á senuna,“ segir í tilkynningu hóps- ins. Samkoman stendur í tvo tíma, frá kl. 16-18. Maðurinn á bak við þjóðsagnapersónuna Oddafélagið, Árnastofnun og Heimspekistofnun halda málþing í dag um Sæmund fróða Sigfússon í tilefni af því að í ár eru 950 ár liðin frá fæðingu hans. Málþingið fer fram í ráðstefnusal Þjóðminja- safns Islands og stendur frá kl. 13 til kl. 17. Sjö fræðimenn af ýmsum sviðum munu flytja erindi á mál- þinginu og verður meðal annars fjallað um nám Sæmundar í Evr- ópu og þau margvíslegu menning- aráhrif sem hann kann að hafa borið með sér til íslands. Þór Jakobsson formaður Oddafélags- ins segir að skipta megi dagskrá málþingsins í tvennt. I fyrri hlut- anum verður fjallað almennt um Sæmund en í þeim seinni verður sjónum meðal annars beint að því hvar Sæmundur hafi verið við nám en ýmsar tilgátur eru uppi um það. Meðal fyrirlesara á málþinginu er breski fræðimaðurinn John Marenbon frá háskólanum í Cam- bridge en hann er sérfræðingur í heimspeki þessa tímabils. „Hann fjallar almennt um nám og skóla i Englandi, Frakklandi og Þýska- landi á þessum tíma en ekki endi- lega með tilliti til þess hvaða lands Sæmundur hefur farið,“ segir Þór. „Þetta er eftir því sem ég best veit í fyrsta sinn sem reynt er að graf- ast fyrir um það hvað Sæmundur mun virkilega hafa lært og komið með til Islands,“ segir Þór. Talið er að Sæmundur fróði hafi haft margvísleg áhrif á íslenska menn- ingu og þjóðfélag og segir Þór að hann hafi verið mikill kennari og alið upp fræðimenn og presta. „I erindi sem Jón Hnefill Aðalsteins- son hélt á Oddastefnu árið 1999 kallar hann Sæmund einn af feðrum ísiensku kirkjunnar sem þýðir að hann hafi verið eins og kirkjufeðurnir að fornu sem lögðu grunninn að kirkjunni og starfi hennar,“ segir Þór. Margvísleg áhrif á samfélagið Sæmundur kann einnig að hafa haft áhrif á fleiri sviðum samfélags- ins. „Garðar Gíslason hæstarétt- ardómari fjallar um lögspekina á þessum tíma og hvað Sæmundur mun hafa lært í henni. Þegar heim kom var hann með í löggjöf og átti til dæmis þátt í að koma á tíund sem var eins konar skattur sem var ætlað að gera kirkjuna ríka og volduga,“ segir Þór. Ennfremur mun Njáll Sigurðsson frá Stofnun Árna Magnússonar fjalla um fannsóknir Jóns Þórarinssonar tónskálds og fleiri fræðimanna á miðaldatónlist en hugsanlegt er að Sæmundur hafi átt þátt í því að innleiða erlend áhrif á sviði kirkju- tónlistar á íslandi. Ýmsar þjóðsögur um Sæmund fróða hafa lifað með þjóðinni og segir Þór að Oddafélagið sé ekki að hampa þeim sérstaklega enda margir aðrir sem geri það. „Eftir daga Sæmundar urðu til þessar þjóðsögur um hann en hinn raun- verulegi Sæmundur hefur svolítið fallið í skuggann. Þarna ætlum við að reyna að grafast fyrir um manninn á bak við aldirnar," segir Þór og bendir jafnframt á að svip- aðar sögur hafi verið til um lærða menn víðar í álfunni. „Jón Hnefill Aðalsteinsson hefur nefnt það að sögur sem voru sagðar um hann voru sagðar um aðra lærða menn i útlöndum. Þetta voru flökkusögur, góðlátlegar sögur um glímu hans við kölska og annað slíkt. Það er einnig vísbending um hvað hann hafi notið mikillar virðingar og tal- inn hálfgöldróttur að kunna svona mikið,“ segir hann. Tengsl Sæmundarog jólasveinsins Þór bendir jafnframt á að Guð- mundur Ólafsson fornleifafræð- ingur hafi skrifað grein fyrir nokkrum árum þar sem hann segir að hugsanlega megi rekja sumar af sögunum um Sæmund og kölska til eins konar helgileiks um Niku- lás biskup sem Sæmundur kann að hafa kynnt fyrir Islendingum. „Kirkjan i Odda er kennd við Niku- lás biskup sem síðar varð Sankti Klás. Hann telur að á þessum tíma hafi verið til eins konar gaman- samur helgileikur þar sem Niku- lás er sýndur með púka í bandi og er ætlað að sýna hvernig hægt er að hafa vald á hinu illa eða eitt- hvað þess háttar. Það getur verið að Sæmundur hafi leikið biskup- inn og þetta hafi verið upphafið að þjóðsögunum um Sæmund en síðan hafi eitthvað skolast til eftir því sem tíminn leið,“ segir Þór. Aðgangur að málþinginu er ókeypis og eru allir velkomnir. Þór Jakobsson formaður Oddafélagsins segir að á málþingi um Sæmund fróða Sigfús- son sem haldið verðu í dag verði reynt að grafast fyrir um hinn raunverulega Sæmund.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.