blaðið - 20.05.2006, Blaðsíða 18

blaðið - 20.05.2006, Blaðsíða 18
18 i SKOÐUN LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2006 blaðiö AfNetinu... Silvía Nótt komst ekki áfram í Evr- óvisjón í Aþenu í kvöld. Egill Helga- son, sem þekkir Grikki, telur, að hún hafi gengið fram af þeim. RÚV hefur eftir BBC í fréttum klukkan 22.00, að Silvía Nótt hafi átt skilið baulið, sem hún fékk, þegar hún gekk fram á sviðið og yfirgaf það. Var spaugið henni of dýrkeypt? Flutti klukkan 18.00 ræðu á Selfossi við upphaf 12. norrænu ráðstefnunnar um menntun í fangelsum. Samfylkingarfólkið í framboði til borgarstjórnar heldur áfram að hlaupa upp á nef sér vegna þess, að á það er bent, að R-listinn sé að velta fyrir sér gjaldtöku af nemendum og starfsmönnum Reykjavíkurborgar fyrir afnot af bílastæðum - gjald- töku, sem virðist eiga annars vegar að fæla fólk frá því að nota einkabíl- inn og hins vegar að skapa meiri hreyfanleika á bílastæðum. Hvað sem Steinunn Valdís og Dagur B. segja, er ljóst, að flokks- systir þeirra og meðframbjóðandi, Björk Vilhelmsdóttir, er málsvari þessarar gjaldtöku og sömu sögu er að segja um Árna Þór Sigurðsson, vinstri/grænum, sem flutti tillög- una um stefnu í samgöngumálum, sem R-listinn samþykkti í borgar- stjórn sl. þriðjudag - en þar er gert ráð fyrir þessari gjaldtöku. 1 framkvæmdaáætlun þessarar samgöngustefnu segir: „Reykja- víkurborg sýni fordæmi um gjald- skyld bílastæði við vinnustaði sína.“ Hvað þýðir stefna af þessu tagi, þegar hún er hluti af því markmiði „að draga úr hlutdeild einkabílsins“ eins og þessi kafli framkvæmda- áætlunarinnar heitir? Hér er ekki um fáein þúsund krónur á ári að ræða heldur þröskuld, sem knýr fólk til að hætta að nota fjölskyldu- bílinn. Markmiðið er einnig þetta: ,Starfsmenn borgarinnar skulu virkjaðir sem fyrirmyndir á ferðum sínum um borgina.“ Undir fyrir- sögn um átak gegn einkabílnum stendur einnig: „Skoða skal mögu- leikann á að taka upp gjaldtöku á bílastæðum við framhaldsskóla og háskóla.“ Af orðum Árna Þórs má álykta, að hann ætli að nota tekjur af þessari gjaldtöku til að greiða niður leikskólagjöld. í framkvæmdaáætluninni má lesa þessa gullvægu setningu: „Göngustígar skulu lagðir með hag gangandi vegfarenda í huga.“ Það er hughreystandi fyrir okkur göngu- menn, að þetta skuli áréttað. Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra. www.bjorn.is Sölusýning Laugardag og sunnudag kl. 13 -16 Samstarfsa&iiar JB: Um helgina hefst sala íbúða í Grandahvarfi í Kópavogi við bakka Elliðavatns. Fullbúin sýningaríbúð með hágæða innréttingum, tækjum, gólfefnum og baðtækjum verður til sýnis að Grandahvarfi 6. Grandahvarf á sér hliðstæður úti í hinum stóra heimi en hverfið er hið fyrsta sinnartegundar á íslandi. Meðal nýjunga er að svæðið er vaktað og heimaöryggi frá Öryggismiðstöðinni verður til staðar í öllum íbúðum. Fallegur útivistarreitur með útsýnisskífu, grillaðstöðu og rómversku sviði verður fyrir íbúa Grandahvarfs. Vandaður frágangur að hætti JB ásamt því að innréttingar og tæki verða með því nýjasta sem gerist á markaðnum. Hverfið er tilvalið fyrir þá sem vilja búa í fallegu, þægilegu og rólegu umhverfi þar sem stutt er í alla þjónustu og náttúruperlurnar; Elliðavatn, Heiðmörkina og Elliðaárdalinn. Frábært útsýni með Elliðavatn í forgrunni. Sölugögn og sölufulltrúarfrá fasteignasölunni Kletti verða á staðnum. Komdu og skoðaðu um helgina! ) Byggingafélag JB byggir á reynslunni www.jbb.is KLETTUR FASTEIGN ASALA www.klettur.is / sími: 534 5400 ^ALFABORG 1 = 1 AEG M HÚSGACNAHÖtUN B BB ORMSSON Ágreiningur Seðlabank- ans og forsœtisráðherra Eftir Össur Skarphéðinsson Össur Skarphéðinsson Þegar ólgar og kraumar í efna- hagsmálum þjóðar er það úr- slitaatriðiaðSeðla- bankinn og rík- isstjórnin vinni saman að því að kortleggja leiðina út úr ógöngum. Séu þessar burðar- stofnanir ósammála boðar það ekki gott fyrir farsælar lausnir. Það vekur því undrun - svo ekki sé fastar að orði kveðið- að Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, og Hall- dór Ásgrímsson, forsætisráðherra, eru algerlega á öndverðum meiði um lykilþætti. Forsætisráðherrann sagði efnis- lega í viðtali við Fréttablaðið um síðustu helgi að hann teldi ekki rétt hjá Seðlabankanum í núverandi stöðu að hækka stýrivexti. Seðla- bankastjórinn er - einsog flestir hagfræðingar - algerlega ósammála þessu. Bankinn sýndi ábyrgð í verki með því að hækka vextina rösklega í vikunni. Forsætisráðherrann hefur sýnt með verkum ríkisstjórnarinnar að hann telur ekki þörf á að draga saman segl ríkisins. Seðlabankastjór- inn var hins vegar ómyrkur í máli og sagði hreint út að ríkisstjórnin yrði að “taka fast á í ríkisfjármálunum.” Framundan er mjög erfitt skeið í efnahagsmálum þjóðarinnar, þar sem allt verður að gera til að koma í veg fyrir óhóflega kjaraskerðingu almennings. Stýrivextir Seðlabank- ans og ríkisfjármálin eru algerir lykilþættir í baráttunni við að ráða niðurlögum verðbólgunnar Það kann því ekki góðri lukku að stýra þegar Seðlabankinn og ríkis- stjórnin eru opinberlega ósammála um leiðir. Við slíkar aðstæður er nánast óhugsandi fyrir forsætisráð- herrann að sameina þjóðina að baki þeim aðgerðum sem þarf að ráðast í. Hugsanlega er það þessvegna sem ríkisstjórnin kýs aðgerðarleysið. Davíð Oddsson seðlabankastjóri lét ekki þar við sitja. Hann setti bein- línis ofan í við ríkisstjórnina - og for- sætisráðherrann sérstaklega - þegar hann sagði við fréttamenn: “Við höfum bara ekki leyfi til að horfa framhjá vandanum.” Þetta jafngildir því að seðla- bankastjóri segi það hreint út að ríkisstjórnin sé í harkalegri af- neitun gagnvart aðsteðjandi vanda í efnahagsmálum. I flestum löndum myndi svona áfellisdómur Seðla- banka leiða til meiriháttar kreppu fyrir viðkomandi ríkisstjórn - jafn- vel afsagnar. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar www.althingi.is/ossur Blaöll/Frlkkl Draumur hins djarfa manns Eftir Einar K. Guðfinnsson Ráðstefnan sem við höfum kallað Draumur hins djarfa manns verður haldin í dag, laugardag, í Háskóla- setrinu á Isafirði og hefst kl. 11. Það er ástæða til þess að hvetja sem flesta til að mæta. Bæði er efnið mjög áhugavert og einnig er hér verið að minnast merkra tímamóta; útkomu síðasta bindis þriggja binda ritverks eftir Jón Þ. Þór um Sögu sjáv- arútvegsins. Heiti ráðstefnunnar skírskotar til eins hinna ágætu texta við sjómannalög sem menn þekkja og verða meðal ánnars rifjaðir upp á ráðstefnunni. Okkur ber að halda til haga sögu okkar helstu atvinnugreinar. Skynja og skilja samhengið og það mikla æv- intýri sem sjávarútvegurinn hefur í rauninni staðið fyrir að færa þjóðfé- lag okkar á fullri ferð út úr fátækt og að allsnægtarborðinu. Á þessari ráð- stefnu er reynt að gera hvorutveggja; halda uppi stífustu faglegu kröfum en einnig að búa efnið þannig úr garði að það hentu öllum jafn vel og geti orðið áhugavert fyrir leikmenn. Það fer lika vel á því að halda þessa ráðstefnu á ísafirði. Þar gerð- ist merkasti atburðurinn er vél var sett niður i fyrsta bátinn fyrir röskum 100 árum. Þess atburðar minntumst við með glæsilegu minn- ismerki, sem blasir við þeim sem koma akandi inn til Isafjarðar. Því langar mig til þess að biðja sem flesta að koma til móts við skemmtilega ráðstefnu í Háskóla- setrinu á Isafirði í dag. Höfundur er sjávarútvegsráðherra. www.ekg.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.