blaðið - 20.05.2006, Blaðsíða 48

blaðið - 20.05.2006, Blaðsíða 48
LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2006 blaðið Smrttmfi 46 S • ?^<in—*< www.bilamarkadurinn.is s: 567-1800 CcTT7V«VZTyi\ MMC PAJERO GLS V-6 32" 06/94 ek 211 Toppeintak Opnunartími Mánudaga - Föstudaga 10:00 -19:00 Laugard. 10:00 -17:00 Sunnud. 13:00 -17:00 46E 200 Kópavo SkoOiO nivnclirnar á 0PELC0MB0CVAN 1,612/05 Ek.6 þ Gott lán geturfylgt JEEP WRANGLER 4,0 H0 33" Árg.00 Ek 44þ. Sjálfsks, FIAT DUCATO DINGHY 2 HÚSBÍLL 07/03 ek 15 þ.kmV.3650. FIAT DUCATO CLIPPER 80 HÚSBÍLL 06/03 ek 30 þ.km. Vel búinn Húsbfll CADiLLAC SEDAN DEVILLE 32V NORTHSTAR '97 Ek. 147 þ.m. JEEP GRAND CHEROKEE LTO 4,7 Árg.03 Ek 139þ V.2690,- BMW735IA E-65 árg 2002 Ek.76 þkm Drekk hlaðin Lúxari TILBOÐ kr.5250,-stgr Lán 4300,- :'R HÚSBiLL FORD TRANSIT125T 350 Nf R HÖ5BÍLL TO Svefnaðst. ),VelBúinn Húsbt'IIH r6 LiMITED 4.7 48 I ÍPRÓTTIR Hæstánægður á heimavelli Patrekur Jóhannesson ræðir við Björn Braga Arnarsson um viðbrigðin að koma heim úr atvinnumennskunni, námið í Íþróttaakademíunni og íslenska landsliðið í handknattleik. Patrekur Jóhannesson hefur komið sér vel fyrir í Garðabænum og segist sjaldan hafa haft það betra. Óhætt er að fullyrða að Patrekur Jóhannesson hafi verið á meðal fremstu íþróttamanna undan- farin ár. Patrekur var einn af lyk- ilmönnum islenska landsliðsins í handknattleik og átti farsælan feril með Essen í Þýskalandi. Patrekur lék að auki með Minden og spænska liðinu Bidasoa áður en hann sneri heim úr atvinnumennskunni síð- asta haust og hóf að leika með Stjörn- unni. Samhliða handboltanum hefur hann stundað nám í íþrótta- og kennslufræðum við hina nýstofn- uðu Íþróttaakademíu í Reykjanesbæ. Patrekur segist fullkomlega sáttur við að snúa baki við hörðum heimi atvinnumennskunnar fyrir róleg- heitin á íslandi. Vildi ekki þurfa að hætta ,,Ég er mjög ánægður með þá ákvörðun að koma aftur heim og byrja í námi. Síðustu tvö til þrjú árin í atvinnumennskunni voru satt að segja frekar leiðinleg. Ég átti við erfið meiðsli að stríða, þetta var orðið of mikið neikvætt og farið að taka á andlega. Raunar má segja að ég hafi verið tilneyddur til að hætta í atvinnumennskunni vegna meiðsl- anna og á tímabili hélt ég að ég þyrfti að hætta alfarið í handboltanum. En ég er mjög ánægður með að geta spilað hérna heima. Það hefði verið hrikalegt að þurfa að hætta alveg,“ segir Patrekur og kveðst alls ekki hafa átt von á því að geta leikið eins mikið og raun varð. Patrekur átti gott tímabil með Stjörnunni, en liðið varð bikarmeist- ari og hafnaði í 5. sæti í deildinni. „Það var alveg frábært að vinna titil en eftir bikarúrslitaleikinn datt botninn svolítið úr þessu hjá okkur. Þá er eins og menn hafi hálfpartinn farið að slaka á, sem má náttúrulega ekki gerast, en við þurfum bara að læra af því,“ segir Patrekur og bætir við að nokkur óvissa ríki með næsta tímabil. „Það eru margir að fara frá okkur þannig að við þurfum að reyna að ná í einhverja leikmenn. Við þurfum að bíða eitthvað lengur eftir ungu strákunum okkar því að það eru ekki margir að koma upp úr öðrum og þriðja flokki.“ Spilar ánægjunnar vegna Patrekur kveðst mjög sáttur við þau kjör sem hann bjó við í atvinnu- mennskunni en segir að því sé fjarri að menn verði auðjöfrar af því að spila handknattleik. „Ég neita því ekki að maður hafði það ágætt úti. En það eru ekki það miklir peningar í þessu. Þess vegna fór ég nú í þetta nám, svo maður geti fengið ágætis vinnu. Óli Stefáns er örugglega að safna einhverjum ágætis pening, við hinir höfum það ekkert slæmt. Það verður enginn moldríkur af því að spila handbolta,“ segir Patrekur, en bætir við í léttum tón: „Nema Óli Stef.“ Patrekur segist óneitanlega njóta þess að álagið og pressan hér heima sé minni en gengur og gerist í atvinnumennskunni. „Það var oft þannig úti að það var mikil pressa frá einhverjum stjórnarmönnum og Umhverfisvernd Umhverfisvottun www.beluga.is það gat verið mjög neikvætt. Ég finn ekkert fyrir því hér. Nú er ég bara að spila ánægjunnar vegna og til að halda mér í formi og það er bara allt öðruvísi. Það kemur þó auðvitað fyrir að ég sakna atvinnumennsk- unnar. Sérstaklega þegar ég heyri í Gauja (Guðjóni Val Sigurðssyni) og hann er búinn að vera að spila fyrir framan 15-16 þúsund manns. En þetta hefur sannarlega verið eitt skemmtilegasta tímabil sem ég hef átt. Auðvitað hef ég spilað betri handbolta og ég var í töluvert betra formi þegar ég var hjá Essen, en ég er engin gúrka,“ segir Patrekur og hlær. Patrekur segist lítið hafa velt því fyrir sér hversu lengi hann muni halda áfram að spila. „Ég er náttúru- lega að eldast, verð 34 ára í sumar, þannig að ég tek bara eitt ár í einu. En á meðan þetta gengur, skrokkur- inn er í lagi og ég hef gaman af þessu, er ég ekkert að fara að hætta. Ég sé alveg fyrir mér að vera i 3-4 ár til við- bótar,“ segir Patrekur. Gott að tengja námið og handboltann Íþróttaakademían tók til starfa í Reykjanesbæ síðasta haust, en aka- demían starfar undir Háskólanum í Reykjavík. Patrekur segist hæst- ánægður með námið og líkar vel að vera sestur aftur á skólabekk. „Þetta er 90 eininga BS nám í íþróttafræði. Menn útskrifast svo sem íþróttafræð- ingar með kennsluréttindi. Ég býst við því að fara út í einhvers konar stjórnun og rekstur að því loknu. Þetta gefur manni allavega ýmsa möguleika,“ segir Patrekur. Námið í akademíunni er bæði bóklegt og verklegt og þá eru stund- aðar hinar ýmsu íþróttir. Kemur eflaust fæstum á óvart að Patrekur kom bestur allra út úr verklegum handbolta. Hann segir að námið hafi hjálpað sér mikið í handbolt- anum í vetur. „Það er t.d. virkilega flott lyftingaaðstaða þarna og ég gat notað tímann til þess að lyfta mikið og sinna þeim þáttum sem ég gerði þegar ég var úti. Það er alveg frábært að geta tengt skólann og handbolt- ann svona saman,“ segir Patrekur. Patrekur er ekki eini íþróttamað- urinn sem nemur við Iþróttaaka- demíuna. „Þarna er t.d. Jón Norðdal, körfuknattleiksmaður, og Hörður Sveinsson, fótboltamaður, var hjá okkur þangað til hann fór til Dan- merkur í atvinnumennsku. Svo er Gillzenegger náttúrulega líka þarna. Hann er toppstrákur. Ég held að þetta sé mjög hentugt nám fyrir alla sem hafa áhuga á íþróttum, sama á hvaða aldri þeir eru. Flestir eru líklega á bilinu 20-26 ára en ég er að byrja þarna 33 ára og er þó ekki elstur.“ Alltaf vantað jafnvægi í landsliðið Patrekur segist telja möguleika Is- lands fyrir leikina gegn Svíum i júni vera ágæta. „Fyrri leikurinn er úti og það er lykilatriði að tapa honum ekki með meira en fjórum til fimm mörkum. Við verðum að eiga góðan leik úti og auðvitað væri óskandi að við ynnum en við megum alls ekki tapa stórt. Þó að Svíarnir séu með mjög breytt lið eru þeir með fullt af góðum mönnum, en það erum við ekki síður. Við eigum frábæra leik- menn, eins og Óla Stefáns, Guðjón og Snorra Steinn, þannig að þetta verða bara frábærir leikir. Vörnin okkar verður hins vegar að halda og markvarslan verður að vera góð,“ segir Patrekur. „Liðið sýndi á Evrópumótinu að við eigum hörkugóða stráka sem geta spilað mjög vel. Það vantaði kannski aðeins upp á varnarleik- inn og markvörslu á köflum, en ég er viss um að Alfreð Gíslason mun taka vel á þeim þáttum. Undir stjórn Viggós var sóknarleikurinn helsti styrkur okkar, enda er Viggó alveg stórkostlegur sóknarþjálfari. Við erum einfaldlega með þannig lið að við getum unnið flestallar þjóðir en við getum líka dottið niður og tapað fyrir þeim. Það vantaði meira jafn- vægi í þetta, en þannig hefur það verið hjá landsliðinu í mörg ár. Það er kannski bara eðlilegt af því að við höfum aldrei átt það breiðan hóp,“ segir Patrekur. Mun aldrei leika aftur með landsliðinu Patrekur segir það hafa verið mikið happ fyrir íslenska landsliðið að fá Alfreð Gíslason sem þjálfara. „Al- freð er löngu búinn að sanna það að hann er einn af bestu þjálfurum heims. Að hann hafi verið á lausu og haft áhuga á að taka við liðinu er bara algjör draumur. Það er ekki til betri maður í starfið og vonandi verður hann bara sem lengst,“ segir Patrekur. „Það verður þó ekki tekið af Viggó að hann náði góðum ár- angri með liðið og hefði kannski mátt vera lengur í starfinu. En hann ákvað að hætta og maður verður að virða það. Hann getur þó gengið sáttur frá sínu starfi,“ bætir hann við. Að lokum lék blaðamanni for- vitni á að vita hvort Patrekur hafi leikið sinn síðasta landsleik fyrir íslands hönd. Svarið stóð ekki á sér: „Já, 150% öruggt. Maður á reyndar aldrei að segja aldrei, en ég held að það sé nokkuð víst að ég mun ekki leika aftur með landsliðinu," segir Patrekur. „Alfreð er hins vegar góður vinur minn og við tölumst oft við. Þannig að ef hann spyr um einhverja leikmenn hérna á íslandi þá gef ég honum góð ráð. Þess vegna er eins gott fyrir menn að vera góðir við mig næsta vetur og vera ekki að berja mig. Enda hafa þeir enga ástæðu til þess, ég er nú svo penn,“ segir Patrekur. bjorn@bladid.net 99................................. Það kemur auðvitað fyrir að ég sakna at- vinnumennskunnar. Sérstaklega þegar ég heyri í Gauja og hann er búinn að vera að spila fyrir framan 15-16 þúsund manns.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.