blaðið - 20.05.2006, Blaðsíða 36

blaðið - 20.05.2006, Blaðsíða 36
36 I TILVERAN LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2006 blaðið Hreinlega alltof álmennilegur... Ég hef áður skrifað um spígsporið á stefnumótamarkaðnum, leit kvenna að hinum fullkomna og erfiðleikunum sem þessu fylgir á köflum. Allir smágallar, svo sem ljótir skór eða rönd- óttar strípur virðast hafa sitt að segja og minnstu hlutir gera það að verkum að konur taka U-beygju í snarhasti. En bíðum nú við... Svo loksins kemur þessi fullkomni, sem samanstendur af úrvalshúmor, fegurð og öðrum skemmtileg- heitum. Maginn tekur kipp og áður en við vitum af taka við andvökunætur uppfullar af spenningi og jafnvel ítarlegri leit á netsíðum eftir upplýsingum um herrann. Nema hvað. Fyrir einhverjar undarlegar sakir virðast margir reka í rogastans á þessum tímapunkti og snarhemla eftir nokkra umhugsun. Jú, þakka ykkur fyrir - hann er of fullkominn þessi! Yfirleitt hefur viðkomandi ýmislegt til síns ágætis, herramaður mik- ill og haldinn öllum þeim kostum sem stefnt var að í upphafi leitar. En einhverra hluta vegna verður allt sem hann gerir að eintómum vindhöggum og innan skamms er snótin komin á markaðinn aftur. Þetta virðist eiga sérstaklega við ef viðkomandi umlykur þig ástarsnörunni og stefnir ótrauður að áframhaldandi sambandi. Ég á einmitt vinkonu sem stendur sko sannarlega undir titlinum flókin þegar kemur að samskiptum við hitt kynið. Eftir að hafa lýst óánægju sinni með karlmannsleysið í nokkur ár, og velt því fyrir sér að hætta við draum- inn um ástríðufulla svanadansinn í hvíta kjólnum, kynntist hún þessum líka prýðismanni. Fyrstu dagana var hún virkilega skotin og beið spennt eftir símtali. En ekki leið á löngu áður en hún var farin að púa. Aðspurð sagðist hún allt í einu hafa misst áhugann en eftir nánari athugun komumst við að því að hann var bara allt of almennilegur og greinilega „of“ hrifinn af henni... Nú er hún guðs lifandi fegin að vera laus við manninn sem hékk á línunni og er aftur farin að bölva markaðnum í sand og ösku, þess fullviss að hún gangi aldrei út! k Þetta er náttúrulega afar merkilegt hegðun- armynstur en það lítur allavega út fyrir að menn þurfi jú að vera fullkomnir en samt ■ ekki of fullkomnir! Ég veit ekki hvar þetta apparat finnst og þætti skemmtilegt að finna einn slíkan. En kannski þurfum við dömurnar að átta okkur á því að það / er ekki hægt að panta karlmenn eftir pöntunarlista og forrita þá svo eftir hent- ugleika. Við ættum kannski að fara að sætta okkur við að almennilegir, sjarmerandi og skemmtilegir menn þurfa ekki að vera haldnir þeim „galla að vera of fullkomnir." Kannski eru þetta bara alvöru menn! halldora@bladid. net HEIMAVÖRN SECURITAS - ÖRYGGISKERFI FYRIR HEIMILIÐ sr ( 'mui \ J Hversu mikinn áhuga hefur þú á stjórnmálum? Teldu stigin saman Stjórnmál vekja mismikinn áhuga hjá fólki enda eru mis- áhugaverð mál í gangi hverju sinni. Sumir hafa brennandi áhuga og fylgjast vel með öllu sem fram fer en aðrir forðast að velta fyrir sér málefnum sem almenn- ingur að þeirra mati fær hvort sem er engu um ráðið. En hversu mikinn áhuga hefur þú? IÞú ert búin að gera upp hug þinn varðandi komandi sveitarstjórnarkosningar: a) Nei, ég er ennþá að velta þessu fyrir mér. b) Eru sveitarstjórnarkosn- ingar á næstunni? c) Já, svo sannarlega og ég er fullviss um hvað sé réttast að kjósa og öllum í hag. 2Þegar þú heyrir umræður um Reykjavíkurflugvöll þá: a) Spennist þú upp af áhuga og heldur langa ræðu um mikilvægi þess að hafa flugvöllinn á sínum stað. b) Deyrðu úr leiðindum. c) Veltirþúfyrirþérafhverju í ósköpunum sé ekki hægt að flytja flugvöllinn til Keflavíkur og spara þannig milljarða sem hægt er að nota í önnur og brýnni málefni. Þegar fólkið í kringum þig talar um stjórnmál: a) Þá veist þú ekk- ert um hvað málið snýst og kemur iðulega af fjöllum. b) Tekur þú virkan þátt og talar mest allra. c) Reynir þú yfirleitt að taka þátt í umræðunum en hefur mis- mikið að segja. Að halda tryggð við ákveð- inn stjórnmálaflokk og kjósa hann aftur og aftur: a) Finnst þér vera mjög mikilvægt, þú stendur með þínum mönnum. b) Gott mál svo lengi sem fólkið innan flokksins er að gera al- mennilega hluti. c) Vera vitleysa þar sem þú telur að fólk eigi að kjósa það sem því líst best á hverju sinni. 5Umræður um Sundabraut: a) Leiða ekki til neins enda ætti að hætta við framkvæmdirnar og eyða milljörð- unum í uppbyggingu almennilegs heilbrigðiskerfis. b) Eru orðnar mjög þreyttar en ég veit svo sem ekkert um hvað málið snýst. c) Eru nauðsynlegar þar sem það er mikil þörf á Sundabrautinni. 6Ríkisstjórnin er: a) Æðisleg í alla staði. b) Alveg úti að aka. c) Að gera góða hluti en þó mætti ýmislegt betur fara. Þú fylgist með beinum út- sendingum frá Alþingi: a) Eru beinar út- sendingar frá Alþingi? b) Já, það er fátt meira spennandi. c) Horfi stundum ef það eru áhugaverðar umræður í gangi Stjórnmál: a) Eru eitthvað sem allir ættu að fylgjast með vegna þess að þetta eru mál sem snerta okkur öll. b) Einkennast fyrst og fremst af hringavitleysu og þingmönnum sem tala einkennilegt mál sem eng- inn skilur. c) Eru hrikalega spennandi vegna þess að það er svo mikið af áhugaverðu fólki í stjórnmálum og umræðan er alltaf svo skemmtileg. Smáauglýsingar 510-3737 Auglýsingadeild 510-3744 blaóió i. a)2 b) 1 c)3 2. a) 3 b)1 02 3. a) 1 b) 3 02 4. a) 3 b) 2 01 5. a)2 b) 1 03 6. a) 3 b) 1 02 7. a) 1 b) 3 02 8. a) 2 b) 1 03 1 -8 stig: Þaö er alveg Ijóst að þú hefur engan sérstakan áhuga á stjórnmálum og finnst öll slík umræða drepleiðinleg. Þú fylgist lítið sem ekkert með því sem er að gerast á þessum vettvangi eða ert jafnvel búin að fá nóg af þeirri hringavit- leysu sem fslensk stjórnmál einkennast af. Þú ert svo sannarlega ekki flokks- bundin og myndir ekki fyrir þitt litla lif fara að taka upp á slíkri vitleysu. Það er engu að síður ráð fyrir þig að afla þér upplýsinga um málefni líðandi stundar. Þú getur allavega byrjað á því að kynna þér sveitastjórnarkosningarnar. 9-16 stig: Þú fylgist með stjórnmálum og reynir að vera vel að þér í helstu málunum. Þú ert þó ekkert að stressa þig á þessu og þér er ekkert endilega í mun að vita manna mest um stjórnmál. Þú ert þó vön/vanur þvf að kjósa og hugsar málið töluvert áður en þú tekur ákvörðun. Þú ert líklega ekki flokksbundin og telur að fólk eigi frekar að kjósa þann flokk sem er mest vit f hverju sinni heldur en að standa með einum flokki fram í rauðan dauðann. Haltu áfram á þessari braut og reyndu að fræðast meira um þau mál sem þér finnst mikilvæg vegna þess að það virðist skipta þig töluverðu máli. 17-24 stig: Áhugi þinn á stjórnmálum er allt að þvf óeðlilegur. Þú telur þig yfirleitt vita meira um stjórnmál en aðrir og reynir ítrekað að hafa áhrif á skoðanir annarra fyrir kosningar. Þér finnst ríkisstjórnin Ifklega standa sig frábærlega og ert algjörlega blind/ur á þau mál sem eru ekki f lagi. Hins vegar ef þú ert á móti ríkisstjórninni þá er því öðruvísi farið og þú ert á móti öllu sem hún gerir. Reyndu nú að draga úr þessari ástríðu þar sem hún gæti orðið þér fjötur um fót félagslega og láttu annað fólk f friði fyrir kosningar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.