blaðið - 20.05.2006, Blaðsíða 14

blaðið - 20.05.2006, Blaðsíða 14
blaöid Útgáfufélag: Árogdagurehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson. Ritstjóri: Ásgeir Sverrisson. Fréttastjórar: Aðalbjörn Sigurðsson og Erna Kaaber. ^ARMAR OG MIÐJA II Aþessum stað var í gær fjallað um arma þá sem greina má innan Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, stærstu stjórnmálaflokka á íslandi nú um stundir. Því var m.a. haldið fram að pólitískir andstæðingar reyni jafnan að upphefja hugmyndafræðilegan ágreining innan flokka og það sjónarmið viðrað að í samhengi stjórnmálanna nú væri það einkum gert til að freista þess að hefta sókn inn að miðju. Þetta ætti m.a. við um málflutning andstæðinga Samfylkingarinnar þessa dagana. Glögglega má greina ólíka arma innan Sjálfstæðisflokks og Samfylk- ingar og telst sú staðhæfing vart til dýpri vísinda. Einna greinilegastir eru þó armarnir innan Framsóknarflokksins; þeir sem kenndir eru við þéttbýli annars vegar og sveitina hins vegar. Sumir telja sýnt að stefni í sögulegt uppgjör á milli þeirra sem móta muni alla framtíð flokksins. Vart verður því á móti mælt að Framsóknarflokkurinn á nú mjög undir högg að sækja. Langt er um liðið frá því að skoðanakönnun kall- aði síðast fram bros hjá forystumönnum hans. Að einhverju leyti er þörf á að beita greiningaraðferðum tilvistarspekinnar til að nálgast vanda Framsóknarflokksins. Flokkurinn er með einhverjum hætti í tveimur heimum; hinum hressa heimi hinnar yfirborðskenndu „dýnamíkur“ þéttbýlisins og í hinum þjóðlega, yfirvegaða og fáorða heimi íslenskrar sveitamenningar. Bjarni Harðarson, ritstjóri Sunnlenska fréttablaðsins, hefur öðrum betur greint vanda Framsóknarflokksins. Bjarni hefur komist að ýmsum niðurstöðum í Viðhorfsgreinum sínum í Blaðinu en einna merkust er sú að forystumenn Framsóknarflokksins hafi í raun misst sjálfstraustið og tekið að trúa því að stefna flokksins væri „púkó, sveitó, úrelt og gam- aldags“. Þessi skýring á fylgistapi Framsóknarflokksins er forvitnileg og athyglisverð er sú staðhæfing Bjarna að þjóðernis- og landsbyggðar- rómantík njóti nú vaxandi fylgis meðal landsmanna. Sé þetta rétt hafa nokkrir af helstu forystumönnum flokksins gjörsamlega misskilið eigin samtíma. Vart er það til árangurs fallið á stjórnmálasviðinu þótt firr- ing gagnvart nútímanum geti á köflum virst beinlínis eftirsóknarverð í sjálfri sér. Þrátt fyrir armana tvo hefur Framsóknarflokkurinn löngum verið skilgreindur sem miðjuflokkurinn í íslenskum stjórnmálum. Þegar horft er til erfiðleika flokksins má heita merkilegt að aðrir flokkar telji heppilegast að stefna einnig inn að miðjunni. Þar fara fram deilur um tæknilegar úrlausnir mála sem flestir eru sammála um. Slík stjórnmál eru lítt áhugaverð og ekki líkleg til að kveikja eldmóð með frambjóð- endum hvað þá kjósendum. Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík. Aðalsími: 510 3700. Símbréf á fréttadeild: 510.3701. Símbréf á auglýsingadeild: 510.3711. Netföng: vbl@>vbl.ís, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: íslandspóstur. Sunnudaginn 21. maí kemur Listahátíð í Reykjavík til Hafnarfjarðar. Kammersveit Hafnarfjarðar flytur tónlist eftir ítalska tónskáldið Nino Rota í Hafnarborg kl. 17.00 undir stjórn Michele Marvulli. Kvikmyndasafn íslands sýnir hina frægu mynd Fellinis La Strada frá árinu 1954 í Bæjarbíói kl. 20. Aðalhlutverk Antony Quinn og Giulietta Masina. Einnig sýnd kl. 16.00 þann 20. maí. Misstu ekki af einstökum viðburði! Nánari upplýsingar í síma: 585-5790 og listahatid.is eða hafnarfjordur.is 14 I ÁLIT LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2006 blaóið SA&E>i! bí? KRRkkERT fe> yKffJtKTfl þó Xv,AMSÓKV/IRrLokkjkíMbl §ýn/ISt Utíll. Hv Fk dTRÚLE-GT UVP$ STÆKkflK tEGflk ffWM ELKoMiMN í flkSjÓN Co o- £ Borg á hjolum Einkennilegar fréttir berast af því að borgaryfirvöld vilji teyma fólk út úr einkabílunum og koma þeim í stætó eða upp á hjól. Þetta á, að sögn yfirvalda, að vera hinn fyrirmyndar ferðamáti. Þar sem almenningur er tregur til að koma út úr bílunum hafa jafnvel komið fram hugmyndir um að sekta hann og koma gjald- mælum fyrir á hverjum þeim stað sem pláss finnst. Fyrir framan skóla, sjúkrahús og vinnustaði. Yf- irleitt fær fólk borgað fyrir að mæta í vinnu sína en nú virðist sem það eigi að greiða refsiskatt fyrir að fá að stunda hana. Sjálfsagt ætti ég að fagna hug- mynd um að reka fólk í strætó. Þá hefði ég kannski einhvern félags- skap í hinum löngu daglegu stræt- óferðum mínum. Við erum ansi fá í strætó flesta daga, það er eiginlega bara ég, nýbúarnir, einstaka skóla- krakkar og örfáir ellilífeyrisþegar. Hvergi hef ég verið vansælli á æv- inni en í strætóskýlum borgarinnar á vetrum. Þau eru ekki hönnuð til að veita fólki skjól. Maður hímir þar og manni er kalt. Þá virkar ekki slag- orðið: Reykjavík er frábær. Maður hugsar bara: Hvaða idjótar tóku ákvörðun um að setja upp stræt- óskýli sem veita ekkert skjól? Vinstri grænn í strætó R-lista fólkið fyrrverandi veit fátt um skjólleysi biðskýlanna. Það fer nefnilega aldrei í strætó - nema kannski hugsanlega einu sinni á sumri til að sýna alþýðunni hversu mikinn þátt það taki í hinu daglega lífi. Nokkrum sinnum á ári hjólar þetta sama fólk. Á dögunum hitti ég einn af forvígismönnum Vinstri- grænna i strætó. Ég varð afskaplega Kolbrún Bergþórsdóttir hissa. Ég hef aldrei fyrr hitt stjórn- málamann í strætó. „Góðan daginn, Kolbrún," sagði vinstri-græni þunga- vigtarmaðurinn í þessum kvakandi bjartsýnisrómi sem virkar ekki á manneskjur eins og mig klukkan níu á morgnana. Ég er afar hlédræg manneskja fram að hádegi. Vinstri grænir virðast hins vegar vakna með þá glaðbeittu hugsun að nú sé runnin upp nýr dagur til að breyta hugsunarhætti fólks og fá það til að rata réttan veg. Að þessu leyti minna Vinstri-grænir sumpart á Hjálpræðisherinn. Ég brosti dauflega en kurteislega til Vinstri-græna strætófélagans. Hann hóf umsvifalaust upp sína pól- itísku sönglandi raust. „Það er reið- hjóladagur. Ég veit að ég ætti ekki að vera í strætó, ég ætti að vera að hjóla. En það varð hræðilegt óhapp. Hjólið mitt er bilað. Ég varð að fara í strætó,“ sagði hann. „Óheppi- legt, afar óheppilegt. Ég hefði svo gjarnan vilja vera á hjóli í dag. Það er ekki gott þegar svona gerist. Og auðvitað skilur svo enginn af hverju ég er ekki á hjóli,“ andvarpaði hann. Hann var enn að andvarpa þegar hann gekk út úr strætó. Hann vissi að hann hafði brugðist borgaralegri skyldu sinni. Ég horfði á eftir honum og hugsaði: „Mikið er nú betra að vera einstaklingshyggjumanneskja en Vinstri-græn.“ Fáum við betra veður? Ég man þá tíð þegar einu mennirnar sem ég sá reglulega á hjóli voru Árni Bergmann og . Mörður Árnason. Hjá þeim var það vafalítið pólitísk ástríðuákvörðun að fara allra sinna ferða á hjóli eins og sannur upp- lýstur sósíalisti. Það er í sjálfu sér virðingarvert. En hinn dæmigerði jarðbundni íslendingur verður ekki svo auðveldlega rekinn út úr einka- bílnum og upp á hjólið eða í strætó. Ég held að þeir sem muni gera til- raun til sliks eigi ekki langa lífdaga við stjórn borgarinnar. Þeir gætu reyndar hugsanlega haft rænu á því að setja upp ný strætóskýli sem veita skjól. En þeir brey ta vart norða- náttinni sem gerir fólki svo erfitt að hjóla langar vegalengdir í Reykjavík. Stjórnmálamenn hafa þann hátt á að leysa allan vanda með loforðum. Þeim verður sennilega ekki skota- skuld úr því að lofa kjósendum sínum betra veðri. Höfundur er blaðamaður. Klippt & skorið Borgarfulltrúinn og frambjóðandi vinstri grænna Árni Þór Sigurðsson, sem jafnframt er formaður umhverfis- ráðs borgarinnar mótmælti því hástöfum hér í Blaðinu, að sér væri eitthvað upp- sigað við einkabílinn. En það er ekki langt síðan Árni Þór tjáði sig um fjölskyldu- bílinn í viðtali við tímaritið Grapevine og var hann spurður hvaðan pening- arnir fyrir öllum góðu útgjaldatillögunum ættu að koma, það er að segja hvað ætti að skera niður á móti, og ekki stóð á svarinu: „Ég mundi segja samgöngumálin - peningarnir sem fara í að byggja og halda við nýjum götum. Ég tel að við setjum allt of mikið fé í þennan málaflokk vegna þess að við erum alltaf að byggja upp fyrir einkabílinn. Það er fullt af peningum þarna." essi umræða spannst af glænýrri sam- gönguáætlunR-listansogframkvæmda- áætlunar um hana, en þar er allt kapp lagt á að minnka vægi fjölskyldubílsins og ýta undir hjólreiðar og göngur, rétt eins og borgar- fulltrúum sé ókunnugt um I íslenska veðráttu. Áætlanir il þessar eru auðvitað fyrst og Jf fremst kjánalegar, en fyrirætl- ^5 anir R-listans um gjaldtöku á BL ~ Æ bílastæðum við fyrirtæki og skóla eru ekkert annað en pólitísk sjálfsmorðs- tilraun svo skömmu fyrir kosningar. Sérstaklega munu stúdentar vera óánægðir. Mun mikill tími Dags B. Eggertssonar hafa farið í að reyna að vinda ofan af málinu, en tími hans er skiljanlega af skornum skammti. Samfylkingarmenn eru annars mjög ugg- andi um sinn hag, en leiðin hefur legið talsvert niðurá við í kosningabaráttunni. Upphaflega var flokknum spáð sex sætum í borg- arstjórn, en samkvæmt könnun Fréttablaðsins eru þau komin niður í fimm. Hvíslað er um að samkvæmt 1.200 manna Gallup-könnun, sem Samfylkingin lét gera fyrir sig í iiðinni viku, hafi flokkurinn verið kom- inn niður í fjóra full- trúa, en það fæst ekki staðfest. Ef rétt reynist er það ekkert minna en afhroð í höfuðvígi flokksins. Björn Ingi Hrafnsson getur hins vegar verið ánægðari, því samkvæmt þeirri könnun er hann öruggur inni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.