blaðið - 20.05.2006, Blaðsíða 6

blaðið - 20.05.2006, Blaðsíða 6
6IFRÉTTIR LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2006 blaAÍð Ögmundur segir þörf á mun róttækari aðgerðum Ögmundur Jónasson Ögmundur fónas- son, alþingismaður og formaður sam- taka norrænna ríkisstarfsmanna, segir að grípa þurfi til mun rót- tækari aðgerða en hefur verið gert fram til þessa í því skyni að draga úr launamuni kynjanna. „Fyrst og fremst þarf viljinn að vera til staðar. Innan verkalýðshreyfingarinnar er vaxandi vilji til þess að takast á við þennan vanda og í síðustu kjarasamningum sömdu sum stétt- arfélögin, eins og SFR, um sérstaka potta til þess að rétta hlut kvenna,“ segir Ögmundur. I niðurstöðum norræna samstarfs- verkefnisins „Mælistikur á launa- jafnrétti á Norðurlöndum" kemur fram að Norðurlönd eru ekki í farar- broddi þegar kemur að því að draga úr launamuni kynjanna. í niður- stöðum kemur fram að launamunur er mestur á íslandi, um 28%, í úttekt- inni sem náði til allra Evrópusam- bandsríkjanna auk íslands og Nor- egs. Hin Norðurlöndin eru mun nær meðaltaliEvrópusambandsríkjanna, sem kemur ef til vill á óvart þar sem oft er litið til Norðurlanda sem fyrir- myndarríkja í jafnréttismálum. Ögmundur segir þessar- fréttir vera áminningu um að fjölmenn- ustu kvennastéttirnar séu á sviði umönnunar en störf á því sviði séu ekki nægilega vel borguð og þar þurfi mikið átak. „Flestum þeim sem til þessara mála þekkja og vilja úrbætur, ber saman um að mesti bölvaldurinn hvað misréttið snertir er leyndin. I skjóli launaleyndar viðgengst launamisrétti,“ segir Ögmundur. Ögmundur segir að fyrsta skref sem ætti að stíga sé að útrýma launa- leynd og gera öllum atvinnurek- endum, jafnt opinberum sem einkareknum, skylt að upplýsa um launakjör. „Atli Gíslason, vara- þingmaður VG, hefur haft frumkvæði af því að flytja þing- mál þessa efnis. Hinu opinbera ber lögum samkvæmt að upplýsa um föst launakjör. Þeirri lagaskyldu hefur hins vegar ekki verið fylgt eftir þrátt fyrir stöð- ugan eftirrekstur frá samtökum launa- fólks. Þessu þarf að breyta og ekki síst hug- arfari þeirra sem viðhalda leyndinni og misréttinu,' segir Ögmundur. Menntaskemmtigarður verður einkaframkvæmd Fyrirhugaður menntaskemmti- garður í Laugardal verður einka- framkvæmd. Þetta segir Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi, í samtali við Blaðið. „Slíkt samningsferli fer þó ekki af stað fyrr en þróunarferl- inu lýkur, en það verður líklega í ársbyrjun 2007. Framkvæmdir ættu að geta hafist stuttu eftir það,“ segir Dagur. Reykjavíkurborg undirritaði þró- unarsamning á fimmtudaginn við Palomar Pictures í eigu Sigurjóns Sighvatssonar, Fasteign og Klasa um uppbyggingu menntaskemmtigarðs í Laugardal. „Þessi hópur varð hlut- skarpastur í hugmyndasamkeppni. Þeir fengu til liðs við sig heimsþekkta arkitekta sem búa yfir sérþekkingu í að fella slíka uppbyggingu að við- kvæmu umhverfi, landslagi og öðru,“ segir w vörur m m FLOKKI MJÓLKURVÖRUR [ SÉRFLOKKI Er mataræðið óreglulegt? LGG+ erfyrirbyggjandi vörn! Skyndibitafæði, sætindi, óreglulegar máitíðir - allt þetta dregur úr innri styrk, veldur þróttleysi, kemur meltingunni úr lagi og stuðlar að vanliðan. Regluleg neysla LGG+ vinnur gegn þessum áhrifum og flýtir fyrir þvi að jafnvægi náist á ný. Dagleg neysla þess tryggir fulla virkni. Þannig gæti hluti menntaskemmtigarðsins litið út. Dagur. Ætlunin er að á svæðinu rísi Imax sýningarhús hugsað fyrir sýningar á fræðslu- og náttúrulífsmyndum, vís- indagarður, sjávardýrasafn, barna- salir fyrir barnamyndir og leiksýn- ingar, leiksvæði og fleira. Stækka og bæta á vísindatjaldið í garðinum, en Dagur segir að það hafi verið sér- staklega vel heppnað og vinsælt meðal yngri kynslóðarinnar. „Menn eru ekki byrjaðir að teikna, en við erum að fara að þróa hugmynd- ina núna þannig að þetta verði góður heilsusamlegur valkostur fyrir fjölskylduna allt i árið um kring,“ ; segir Dagur. s H a n n < reiknar með i að garðurinn verði byggður upp í áföngum. Reykjavíkurborg mun leigja þá hluta af uppbygg- ingunni sem að henni snýr. Dagur segir að tryggja verði að sú starfsemi sem þar fari fram verði í anda garðs- ins. Styrkja á Laugardalinn sem útivistarperlu og þjónustu við fjöl- skyldur og ferðamenn. Dagur segir jafnframt að á þessu hugmyndastigi hafi því verið slegið fram að venjulegir kvikmyndasalir verði á svæðinu. „Ég sé það nú ekki fyrir mér, en ótímabært er að útiloka það. Það veltur á því hvort að það myndi falla vel að þeim hug- myndum sem fyrir liggja um þróun garðins,” segir Dagur. Líst vel á hugmyndirnar Gísli Marteinn Baldursson, sem skipar þriðja sæti á lista sjálfstæðis- manna til borgarstjórnarkosninga, segir vera hrifinn af því að þetta verði einkaframkvæmd. Hann segist sömuleiðis vera hrifinn af þeim hugmyndum sem hafa verið kynntar sem snúa að uppbyggingu Fjölskyldu- og húsdýragarðsins. „Eg hef mikla trú á þeim mönnum sem þarna standa að verki. Borgin getur sjálf lagt sitt lóð á vogaskálarnar með því að treysta undirstöður Fjölskyldu- og hús- dýragarðsins. Hægt er að bæta þjón- ustuna og horfa jafnvel til Tívolí í Kaupmannahöfn í þeim aðgerðum, án þess að stefna endilega á þann endapunkt," segir Gísli. Hann segir að mikilvægt sé að börn, og ekki síst fullorðnir, eigi að geta átt saman góðan dag á þessu svæði og að þessar hugmyndir séu góður áfangi á þeirri leið. Auðurinn gerir Kínverjum kleift að feröast Talið er að um 146 milljónir Kínverja hafi lagt land undir fót í „gullvikunni” svonefndu. Á Vesturlöndum binda menn miklar vonir við lífsháttabyltinguna í Kína og þann aukna kaupmátt sem fylgt hefur markaðshyggjunni. Þau lygilegu umskipti sem orðið hafa í efnahagsmálum Kínverja á síð- ustu árum eru nú tekin að skila sér í breyttum lífsháttum landsmanna. Kínverjar ferðast nú sem aldrei fyrr bæði um eigið heimaland og erlendis. I byrjun maímánaðar var venju samkvæmt gefið vikulangt frí í fyrirtækjum landsins sem nefnist .gullvikan”. Er þá jafnan mikið um dýrðir, hátíðir eru skipulagðar í bæjum og borgum og algengt er að menn noti leyfið til að heimsækja vini og ættingja. Talið er að 146 milljónir Kínverja hafi þessu sinni lagt land undir fót og ferðast innanlands. Ræðir hér um aukningu upp á heil 20% frá því í fyrra. Nærri liggur að 12% þjóðar- innar hafi lagst í ferðalög. Tekjur af ferðamannaþjónustu jukust um 25% á þessu tímabili borið saman við í fyrra og mun hver ferðalangur að jafnaði hafa eytt andvirði um 3.500 króna. Að sögn breska tímaritsins The Economist liggja enn ekki fyrir tölur um ferðalög Kínverja erlendis í gullnu frívikunni. Sýnt þykir á hinn bóginn að mikil aukning hafi einnig orðið á því sviði. Talið er að alls muni 35 milljónir Kínverja ferðast til útlanda í ár sem er aukning upp á 12% frá því í fyrra. Og því er spáð að þróun þessi haldi Nýtt á íslandi: Nestlé barnamatur fyrir öll þroskastig barnsins Nestlé hefur framleitt mat fyrir börn i meira en hundrað ár og fyrir löngu áunnið sér traust foreldra víða um heiminn. Nú er Nestlé barnamaturinn loksins fáanlegur (fjölmörgum matvöruverslunum á (slandi. Nestlé barnamatur hefur þá sérstöðu hér á landi að í boði eru allar matvörur sem börn þurfa á að halda, allt frá fæðingu og þangað til þau fara að borða venjulegan heimilismat. Má þar nefna NAN þurrmjólk, grauta, fjölbreytt úrval af krukkumat og heilu málsverðina fyrir eldri börnin. Barnamatnum frá Nestlé er skipt (fjögur mismunandi þrep með tilliti til þess að fæðuþörf barna breytist eftir því á hvaða þroskastigi þau eru. Allur Nestlé barnamaturinn er merktur þannig að hvert þrep hefur sinn tiltekna lit og merkingu. Hjá Nestlé eru gerðar ýtrustu kröfur um að einungis fyrsta flokks hráefni sé notað í barnamatinn og hvorki er bætt í hann rotvarnarefnum né litarefnum. (Nestlé barnamatnum er heldur enginn viðbættur sykur og í matnum sem ætlaður er börnum undir eins árs aldri er ekkert viðbætt salt. ÍNöSllij Barnomatur þrcp crf þrepi j Bitor t$l oð tygg}a Nánari upplýsingar um Nestlé barnamat og heilmikinn fróðleik um kornabörn og næringu er aðfinna á vefnum HYPERLINK "http://www.barnamatur.is" www.barnamatur.is. Einnig svarar Guðný María Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur hjá Danól fyrirspurnum um Nestlé barnamat og næringu ungbarna í síma 580 6633 eða á netfanginu barnamatur@barnamatur.is. í stærstu borgum Kína tekur lífið á sig sífellt vestrænni mynd. áfram. Fyrir liggur mat þess efnis að innan 15 ára muni allt að 100 millj- ónir Kínverja kaupa sér ferðir til útlanda á ári hverju. Talið er að nú leyfi efnahagur um 150 milljóna Kín- verja þeim að ferðast til útlanda. Alls er talið að um 400 milljónir manna hafi risið upp úr sárustu fátækt í landinu frá því að stjórnvöld inn- leiddu vestræna auðhyggju í stærstu borgum Kína árið 1979. Kínverjar kjósa enn helst að ferð- ast til annarra Asíuríkja. Um 90% þeirra sem halda til útlanda kjósa sér áfangastaði þar. Ferðum til Evr- ópu fer þó ört fjölgandi og stjórnvöld í Kanada binda vonir við að geta senn lokið gerð loftferðasáttmála við Kínverja sem ætti að geta af sér mikla fjölgun ferðamanna. Kaup- sýslumenn á Vesturlöndum binda einnig vonir við fjölgun kínverskra ferðamannaþótt þeir séu raunar ann- álaðir fyrir að lifa spart á ferðalögum. Þykja allar líkur til þess að lífshátta- breyting sé einnig í vændum á þeim vettvangi. Kínverjar hafa hins vegar mestan áhuga á að sækja Bandaríkin og Ta- ívan heim. Síðarnefnda ríkið fá þeir almennt og yfirleitt ekki heimsótt vegna erfiðra samskipta stjórnvalda þar eð Kínverjar líta enn svo á að Taívan tilheyri ríki þeirra. Raunar eru nú líkur á eitthváð verði slakað á í þessu efni. Kínversk stjórnvöld greindu frá því í liðnum mánði að í ráði væri að leyfa ferðaskrifstofum að skipuleggja hópferðir til Taivan. Bandaríkjamenn hafa á hinn bóginn takmarkað mjög möguleika Kínverja á að halda til Ameríku að sögn af ótta við að of frjálslegar reglur geti af sér straum óleyfilegra innflytjenda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.