blaðið - 20.05.2006, Blaðsíða 8

blaðið - 20.05.2006, Blaðsíða 8
8IFRÉTTIR LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2006 blaðið Raflagnir á tjald stæðum í ólestri Ástand raflagna á tjaldstæðum og öðrum stöðum þar sem möguleiki er að tengja hjólhýsi og húsbíla við rafmagn er ábótavant. Fram kemur í fréttatilkynningu frá Neytendastofu að ákveðið hafi verið að kanna raflagnir og raf- búnað sem settur hefur verið upp á tjaldstæðum. Þetta var gert eftir að Neytendastofu bárust rökstuddar ábendingar á síðasta ári um að ástandi raflagna á tjaldstæðum kynni að vera ábótavant. Niður- staða könnunarinnar leiðir í ljós að þær athugasemdir sem koma fyrir í flestum skoðunum voru gerðar við merkingu tölvubúnaðar, eða í 75% tilfella, við tengla í 67% tilfella og við lekastraumsrofvörn í 54% til- fella. Þá vakti einnig athygli hversu víða röng gerð tengla var notuð til tengingar á hjólhýsum og húsbílum. ...ekki bara Strikib er glæný bók eftir Guðlaug Arason með 10 gönguleiðum um eftirlætisborg Islendinga. • Greinargóð kort fylgja hverri gönguleió • Spennandi viÓkomustaóir eru merktir inn á kortin • Bráðskemmtilegar frásagnir um merkisstaði og merkisfólk • Bókin er létt og lipur; kjörin i vasann eóa bakpokann aGuðlaugur Arason hefur einstaka frásagnargáfu og stórkostleg tök á íslenskri tungu. Guðlaugur hefur skrifað fjölda bóka og hlotið bókmenntaverðlaun. Hann dvelur langdvölum í Kaupmannahöfn og hefur öðlast miklar vinsældir sem leiðsögumaður íslenskra ferðalanga. Salka Armúla 20 1 108 Reykjavík 1 Sími: 552-1122 Veffang: sa I ka f o r I ag , i s 1 Netfang: so I ka @sa I ka f o r I a g . i s Ollanta Humala í hópi aðdáenda sinna. I,eil,er' Sigurlíkur Humala fara dvínandi í Perú Ef marka má skoðanakannanir mun Alan Garcia, fyrrum forseti, fara með sigur af hólmi í kosningunum eftir hálfan mánuð. Alan Garcia, jafnaðarmaður og fyrr- verandi forseti Perú, nýtur sterkrar stöðu fyrir síðari umferð forseta- kosninganna sem fram fara þar í landi 4. næsta mánaðar. Fylgi hans mælist mun meira i skoðanakönn- unum en þjóðernissinnans Ollanta Humala. Nýjustu kannanir gefa til kynna að Garcia muni fá um 56% greiddra atkvæða en Humala 44%. Humala fór með sigur af hólmi í fyrri um- ferðinni en þar eð hann fékk ekki tilskilinn meirihluta atkvæða þurfti að efna til annarrar umferðar í samræmi við ákvæði stjórnarskrár landsins. Garcia var forseti Perú á árunum 1985-1990. Ríkisstjórn hans þótti spillt og framganga hans þótti um margt valda því að harðlínumaður- inn Alberto Fujimori komst til valda. Fujimori var forseti Perú í tíu ár en neyddist að lokum til að leggja niður völd og flýja land eftir uppreisn gegn gjörspilltri valdstjórn hans. Garcia hefur í kosningabaráttunni lagt áherslu á að hann hafi dregið sinn lærdóm af mistökum fortíðar- innar. Spillingin var ekki það eina sem varð stjórn hans að falli; efna- hagur landsins hrundi í leiðinni. Humala sem er 43 ára er fyrrum herforingi og annálaður vinstri „pópúlisti". I valdatíð Fujimori kom hann m.a. að baráttu stjórnvalda gegn skæruliðahreyfingu maóista og hefur hann verið vændur um gróf mannréttindabrot sökum fram- göngu sinnar þá. Humala sem er bandamaður þeirra Evo Morales, forseta Bólivíu, og Hugo Chavez, forseta Venesú- ela, heldur því fram að Bandaríkja- menn hafi reynt að hafa óeðlileg áhrif á forsetakosningarnar í Perú. Þeir hafi markvisst reynt að grafa undan framboði hans með áróðri í þá veru að hann sé með öllu óhæfur til að gegna embætti forseta. Vísar Humala til þeirrar ákvörðunar bandarískra yfirvalda frá því fyrr i mánuðinum að neita honum um vegabréfsáritun til Bandaríkjanna. Talsmaður bandaríska utanríkis- ráðuneytisins hefur sagt að Humala hafi verið neitað um áritun í fyrra og sú ákvörðun komi framboði hans ekkert við. Talsmaðurinn vildi þó ekki upplýsa hvers vegna sú ákvörðun hefði verið tekin. Chavez fælir kjósendur frá Humala Afskipti Huga Chavez, forseta Ve- nesúela, af kosningabaráttuni í Perú virðast ekki hafa haft tilætluð áhrif. Raunar virðast þau hafa fælt kjósendur frá stuðningi við Ollanta Humala. I síðasta mánuði réðist Chavez harkalega að Alan Garcia og sagði hann vera „svín” og „þjóf ”. Að sögn breska timaritsins The Econ- omist kann sú árás að vera komin til sökum þss að flokkur Garcia, APRA, hefur tengsl við Aðgerða- flokk lýðræðisins í Venesúela en þar er að finna helstu andstæðinga Cha- vez á heimavelli. Chavez hefur hvatt kjósendur í Perú til að styðja „fé- laga Humala” en hann hefur á hinn bóginn neitað fullyrðingum þess efnis að Humala fái fjárhagslegan stuðning frá Venesúela. Stjórnvöld í Perú kölluðu í liðnum mánuði heim sendirherra sinn í Venesúela og var það í annað skiptið sem það gerist á fjórum mánuðum. Vildu þau með þessu mótmæla afskiptum Chavez af kosningabaráttunni. Skoðanakannanir hafa leitt í ljós að Perúmenn hafa almennt og yfir- leitt litlar mætur á Hugo Chavez. 1 nýlegri könnun kváðust aðeins 17% þátttakenda hafa jákvætt álit á honum. Sama gildir raunar um Evo Morales, forseta Bólivíu. Ein- ungis 23% þátttakenda kváðust hafa á honum mætur og 61% aðspurðra sagðist lítt kunna að meta að Mora- les hefði kallað Alejandro Toledo, fráfarandi forseta Perú, „svikara”. Þau orð lét Morales falla um hinn perúanska starfsbróður sinn sökum stuðnings hans við fríverslunar- samning við Bandaríkin. Þeir Mora- les og Chavez hafa barist ötullega gegn því að af því samkomlagi verði með umtalsverðum árangri. Ýmsir höfðu spáð því að vinstri bylgjan sem nú fer um lönd Róm- önsku-Ameríku myndi skila Ollanta Humala embætti forseta Perú. Það sýnist nú harla ólíklegt. Ein þau vinsælustu á Norðurlöndum Sérútbúin fyrir Norðurlönd, strangar kröfur um gæði og umhverfissjónarmið. ALDE miðstöðvarkerfi. Opið virka daga 10-18 laugardaga 10-16 sunnudaga 12-16 nvíum Grandagarði 2, sími 580 8500
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.