blaðið - 20.05.2006, Blaðsíða 31

blaðið - 20.05.2006, Blaðsíða 31
blaðið LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2006 VIÐTALI 31 er mjög mikið að hittast og koma saman, en samt held ég að hóparnir frá hverju landi fyrir sig séu svona mest saman þegar allt kemur til alls. Þarna eru líka margir sem tala hrein- lega enga ensku svo það er kannski ekki auðvelt fyrir það fólk að kynn- ast öðrum.“ Erfitt að skilgreina hvað það er sem heillar hommana Er hópurinn sem fer núna ekki sá stœrsti síðan við byrjuðum að fara út? „Jú, svei mér þá! Ég held að það séu tuttugu og sex manns sem fara með Silvíu, enda á að gera þetta með stæl. Hún er með dansar- ana tvo, lífverði, fatahönnuði, hárgreiðslufólk, förðunarlið, um- boðsmann og svo framvegis. Það verður náttúr- lega mikið að gera hjá henni, enda er hún mikil stjarna sem getur til dæmis ekki látið sjá sig í sömu föt- unum tvisvar," segir Sigga og kímir. Hvað er þetta með Eurovison nördin sem verða háð keppninni og lifa sig inn í hana af öllu hjarta? „Meinarðu menn eins og Pál Óskar?,“ spyr Sigga og brosir út í annað. „Ég veit ekki alveg hvað það er sem ræður því, en þessi keppni hefur lengi vel verið orðuð við samkyn- hneigða karlmenn. Mikið af þeim blaðamönnum sem koma á keppn- ina eru samkynhneigðir og það sama má segja um þessa stráka sem eru að fara í „pílagrímsferðir“ um allan heim, nánast á hverju ári, til að upplifa þetta beint í æð. Ég get ekki svarað því nákvæm- lega af hverju þetta er. Ætli það sé ekki bara allur þessi glamúr í kringum keppnina, mikið af góðri tónlist og margar dívur sem syngja tilfinningaballöður? Það er ekki auð- velt að henda reiður á þetta. Ég hef fylgst með þessari keppni síðan ég man eftir mér en ég get samt ekki svarað þessu,“ segir Sigga og hlær. Þjóðin kýs íslenskt! Hvað er fyrsta Eurovision lagið sem þú manst eftir? „Ætli það hafi ekki verið lagið All kinds of everything með Dönu. Ég hef verið svona tíu til tólf ára. Maður horfði alltaf á þessa keppni. Þegar ég var lítil þá var ekki svona mikið framboð af tónlistarefni i fjölmiðlum eins og í dag. Maður hreinlega lá yfir öllu sem hafði eitt- hvað með tónlist að gera. Eurovison keppnin hefur samt alltaf haldið vinsældum sínum og er ekkert síður vinsæl núna en áður fyrr. Mér finnst það alveg frábært og í framhaldi af því finnst mér vert að taka það fram að það er frábært að Ríkissjónvarpið hafi ákveðið að halda forkeppni í ár. Forkeppnin gefur lagahöfundum, söngvurum og tónlistarfólki gott tækifæri til að koma sér á framfæri. Svo er þetta atvinnuskapandi fyrir marga. Ég styð það eindregið að RÚV haldi þessu áfram. Það sést bæði á Id- olinu og Eurovision að fólk vill horfa á íslenskt tónlistarefni í sjónvarpinu, það er engin spurning!" Hvernig finnst þér keppnin hafa breyst ígegnum árin? „Þetta er orðið miklu poppaðra. Hér áður voru þetta alltaf mjög svipuð lög sem tóku þátt í keppn- inni. Það var alltaf talað um týpísk Eurovision lög sem voru þá einhvers- konar swing eða popplög, en núna er ekki lengur hægt að tala um týpísk Eurovison lög. Þetta eru bara venju- leg rokk eða popplög sem gætu eins verið spiluð í útvarpi allt árið um kring. Þetta eru líka orðin miklu meiri „show“ og miklu meiri glamúr. 1 fyrra voru margir með trommur og allskonar sprengjur og flugelda á sviðinu. 1 ár er líka mikil sýning í gangi. Finnarnir með grímur og læti á sviðinu og það var víst mikið vesen út af því á meðal eldri kyn- slóðarinnar þarlendis, en auðvitað á keppnin að laga sig að því sem er að gerast í nútímanum því þannig verður hún miklu skemmtilegri.“ Hvað finnst þér um frammistöðu Silvíu Nóttar ogfinnst þér leiðinlegt að hún hafi ekki komist áfram? „Já, persónulega finnst mér leið- inlegt að hún hafi ekki náð lengra vegna þess að þetta er gott lag og sýn- ingin var rosalega flott. Þau voru frábær á sviðinu það geta allir verið sammála um. En ég held að það hafi kannski stoppað aðeins stigagjöfina hvernig hún kemur fram í viðtölum. Sveiflast á milli þess að vera góða og vonda stelpan þannig að fólk veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið. Og það skilja ekki allir þennan húmor, fyrir utan það að margir vita ekki einu sinni að þetta á að vera fyndið. Ég veit til þess að lagið var voða- lega vinsælt hérna áður en hún kom og gerði skandalinn á fyrstu æfing- unni. En eftir það eignaðist hún óvini sem hafa eflaust hætt við að gefa henni stig. Ég er líka með kenn- ingar þess efnis að svona lítil lönd eins og Island komist sjaldan áfram, Mónakó kemst aldrei áfram, An- dorra ekki heldur, frá hverjum eiga svona lítil lönd að fá stuðninginn? Maður er náttúrlega líka með allskonar kenningar; Austur-Evr- ópulöndin eru orðin svo mörg að þau kjósa alltaf hvort annað þar sem áhug- innfyrirkeppn- inni er miklu meiri í þessum 1 ö n d u m heldur en á Vesturlöndum. G r i k k 1 a n d kýs Kýpur og öfugt, Austur- Evrópulöndin gefa hvort öðru stigin hægri vinstri. Á fimmtudaginn komust sjö austantjaldslönd inn á móti þremur vestrænum löndum. Keppnin er að þróast út í hálfgerða innbyrðis keppni á milli Austur-Evrópu ríkj- anna svo að það liggur við að það ætti að búa til tvær keppnir, þó að það verði auðvitað aldrei gert. Mín skoðun er sú að það ættu að vera dómnefndir sem kæmu inn á móti símakosningunni til að rétta þetta við og gera keppnina sanngjarn- ari gagnvart þessum litlu þjóðum,“ segir Eurovision söngkonan, bak- röddin og sérfræðingurinn Sigga Beinteins að lokum. Ótrúlegt tilboð til Mexíkó 30.000 kr. afsláttur af síðustu sætunum Á Real Playa Del Carmen hótelinu með allt innifalið: Ótakmarkaður matur og drykkir, óáfengir og áfengir, öll afþreying, | skipulögð skemmtidagskrá og f stórsýningar (show) á hverju kvöldi. Brottfarir: 24. maí (5 sæti laus) og 7. júní laus sæti, 13 nætur. (ath. takmarkað sætamagn) Verð frá 118.000 k. Q\) Trans-Atlantic Sími 588 8900 • www.transatlantic.is 99.......................................... Ég var reyndar búin að halda því fram að minn tími væri bara kominn íþessu, að ég ætti ekki eftir að fara oftar en svo hringdi Þorvaldur Bjarni í mig og bað mig að fara til Aþenu. Fyrst tók ég ekkert vel íþað og ekki hljómaði það betur þegar hann talaði um að ég myndi vera bakrödd. En þegar hann sagði að það væri fyrir Silvíu Nótt þá var ég fljót að skipta um skoðun KB BANKI Listahátíð í Reykjavík Miriam Makeba - Grand finale Stórtónleikar í Laugardalshöll á laugardagskvöld Búlgarski kvennakórinn Angelite á laugardag og sunnudag kl. 16.00 ítalskurfuni í Hafnarfirði á sunnudag La Strada -tónlist og kvikmynd Mozart 250 ára örfá sæti laus! „Kemst næst þvi að hlýða á englasöng á jörðu niðri" - Time Out, New York Hallgrímskirkja 20. og 21. maí. ■mr kl. 16.00. Miðaverð: 2.800 kr. samson Hafnarborg Hafnarfirði 21. maí kl. 17.00 Kvikmyndasýning: Kvikmyndasafni fslands 21. maí kl. 20.00, Fyrri sýning á La Strada í dag, 19. maí, kl. 16.00 Miðaverð á tónleika: 2.500 kr. Tónlist eftir hið þekkta ítalska tónskáld Nino Rota með Kammersveit Hafnarfjarðar. HIjómsveitarstjóri: Michele Marvulli. Einleikari: Domenico Codispoti Á efnisskrá m.a: svíta úr ballettinum „La Strada" og Konsert fyrir píanó og hljómsveit í e-moll. Kammersveit Reykjavíkur og þrír framúrskarandi einleikarar Einleikarar: Una Sveinbjarnardóttir fiðla, Einar Jóhannesson klarinetta, Víkingur Heiðar Ólafsson píanó Langholtskirkju 21. maí kl. 20.00. Miðaverð: 2.500 kr. www.listahatid.is Efnisskrá: PíanókonSert nr. 25 í C-dúr, Fiðlukonsert nr. 4 í D-dúr og Klarinettukonsert í A-dúr. SAMSKIP Miðasalan Bankastræti 2: Opin virka daga kl. 12 til 18, um helgar kl. 12 til 16. Síini 552 8588 - Miðasala á netinu á www.listahatid.is Miðasala við innganginn hefst klukkustund fyrir viðburð Eneíasöneur ^ / ... V O, * ajorðuniðn „Áhrifamesti flutningur sem ég hef orðið vitni að" - Guardian Laugardalshöll 20. maí kl. 21.00 Miðaverð: 5.500 / 5.000 kr. PM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.