blaðið - 20.05.2006, Blaðsíða 10

blaðið - 20.05.2006, Blaðsíða 10
10 I FRÉTTIR "1 Sjálfstæðisflokkur með meirihluta Sjálfstæðisflokkurinn nýtur stuðn- ings 49% kjósenda í Reykjavík ef marka má skoðanakönnun sem birt- ist í Fréttablaðinu í gær. Þetta fylgi myndi, samkvæmt frétt blaðsins, tryggja Sjálfstæðis- flokknum átta borgarfulltrúa og þar með hreinan meirihluta í borg- arstjórn Reykjavíkur. Fylgi Framsóknarflokksins mæl- ist 3,9% sem myndi ekki nægja til að fá fulltrúa kjörinn. Vinstri hreyf- ingin-grænt framboð mælist með 9,1% fylgi sem duga myndi fyrir einum borgarfulltrúa. Tæp 30% þátttakenda kveðast styðja Samfylk- inguna sem færa myndi flokknum fimm borgarfulltrúa. Frjálslyndi flokkurinn næði einum manni inn, fylgi flokksins er nú 7,9%. Hefur eng- inn flokkur bætt við sig fylgi sem frjálsyndir. Vísitala byggingar- kostnaðar hækkar Vísitala byggingarkostnaðar hefur hækkað um 1,67% frá fyrri mánuði og er nú 334,9 stig. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Hag- stofunni. Vísitalan gildir fyrir júní og er reiknuð eftir verðlagi um miðjan maí. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala byggingarkostnaðar hækkað um 6,9%. LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2006 blaAÍ6 Enska verði þjóðtunga Bandaríkjamanna Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkir frumvarp um sérstöðu enskrar tungu. Margir óttast að lögin hafi í för með sér mismunun. Bush Bandaríkjaforseti ver innflytjendalögin umdeildu i ræöu nærri mexíkönsku landa- mærunum. Öldungadeild Bandaríkjaþings sam- þykkti á finmmtudag frumvarp þess efnis að enska skuli teljast þjóð- tunga Bandaríkjamanna. Málið hefur valdið áköfum deilum og telja ýmsir samþykktina fallna til að geta af sér sundurlyndi og jafnvel mismunun. Öldungadeildin samþykkti nýju lögin með 63 atkvæðum gegn 34. Repúblíkanar, flokksbræður George W. Bush forseta, studdu breytingu þessa en demókratar voru henni almennt andvígir. Nýju lögin voru samþykkt sem breyting á frumvarpi um breytingar á innflytjendalöggjöf- inni. Mjög er nú deilt um innflytjen- dalöggjöfina vestra. 1 nýju lögunum er þess krafist að stjórnvöld verji ensku og auki hlut hennar sem tungu þjóðarinnar. Demókratar í þingdeildinni lögðu til breytingatillögu þess efnis að enska skyldi teljast „viðtekin og sam- einandi“ tunga bandarísku þjóðar- innar. Sú tillaga var felld. Lögin fela þó ekki í sér að bannað verði að nota spænsku eða önnur tungumál innan stjórnsýslunnar. Repúblíkanar eru áfram um að í auknum mæli verði hugað að banda- rískum menningararfi. Það sjónar- mið nýtur enda vaxandi fylgis að mikill straumur innflytjenda til landsins hafi í för með sér gríðar- lega miklar félagslegar breytingar. Kannanir hafa sýnt að kjósendur Repúblíkanaflokksins hafa einkum af þessu áhyggjur. Þeir sem gagnrýna að enska skuli skilgreind sem þjóðtungan styðja mál sitt þeim rökum að hætta sé á að fólk sem ekki kann enska tungu sæti mismunun verði kveðið á um sérstöðu hennar. Lögin verða nú send fulltrúadeild þingsins sem afgreiða mun sérstakt frumvarp þessa efnis. Víst þykir að það verði samþykkt. Síðan þarf að fella saman texta frumvarpanna tveggja. Glænýr L-200 MITSUBISHI MOTORS Frumsýndur í dag, Ný hönnun - nýr bíll frá grunni Ný aflmikil og hljóðlát dísilvél Nýr fjödrunarbúnadur Super select 4WD Sjálf skipting Loftkæling Opnanleg afturrúda 20.000 km milli þjónustuskodana Minnsti beygjuradíus í sínum stærdarflokki ASTC jafnvægis- og veggripsstýring Flott innrétting Mikil veghæd, 26,6 cm HEKLA frumsýnir í dag nýjan L-200 frá Mitsubishi L-200 er stórglæsilegur pallbíll sem er tilbúinn í hvaða átök sem er, í vinnu og frístundum. HEKLA, Laugavegi 174. simi 590 5000 www.hekla.is, hekla@hekla.is HEKLA Reuters
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.