blaðið - 20.05.2006, Blaðsíða 20

blaðið - 20.05.2006, Blaðsíða 20
20 I VÍSINDI LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2006 blaöiö Þær hugmyndir sem börn gera sér um vísindamenn hafa lítið breyst á undanförnum áratugum ef marka má nýlega rannsókn sem gerð var meðal breskra grunnskólabarna. Brjálaði vísindamaðurinn er lífseigur í hugum barna Staðalmyndin af brjálaða og hættu- lega vísindamanninum er furðulíf- seig meðal skólabarna að mati Sir Christopher Frayling rektors The Royal College of Arts í London sem telur að ímynd vísindamanna verði að breytast til að raungreinar njóti meiri vinsælda i kennslustofunum. Frayling lét gera könnun meðal breskra skólabarna á aldrinum sjö til n ára til að athuga hvort ímynd vísindamannsins hefði breyst í huga þessa aldurshóps í kjölfar ímyndarbreytingar sem átt hefði sér stað meðal annars fyrir tilstilli kvikmynda og sjónvarpsþátta. Alls tóku 79 drengir og 65 stúlkur þátt í könnuninni. Vísindamennirnir sem börnin teiknuðu voru í mörgum til- fellum gamall ófríður karl í slopp og í vasa sloppsins glitti gjarnan í blýanta eða tilraunaglös. Margir vísindamannana gengu með flösku- botnagleraugu, voru ýmist með hárið í óreiðu eða nauðasköllóttir. Oftar en ekki héldu vísindamenn- irnir á tilraunaglasi í hendi sem reyk lagði af. Óbreytt ímynd í áratugi Á mörgum teikninganna mátti sjá hugsanablöðrur sem í var ritað „já“ eða „Já, mér tókst það.“ Stundum var spurningarmerki eða ljósapera ofan við höfuð vísindamannsins. Stúlkur teiknuðu frekar myndir af brosandi vísindamönnum en vísindamenn drengjanna áttu frekar við einhvers konar fötlun að stríða. Niðurstöður könnunarinnar leiða í ljós að ímynd vísindamannsins í hugum grunnskólabarna hefur litið breyst á undanförnum áratugum. Úr könnun sem gerð var meðal grunn- skólabarna í Montréal fyrir 40 árum komu svipaðar niðurstöður og það sama má segja um aðra könnun sem gerð var á sjötta áratugnum. Kvenvísindamenn sækja í sig veðrið Frayling telur niðurstöðurnar slá- andi ekki síst í ljósi þess að æ færri börn velja raungreinar sem valfag í skóla. Góðu fréttirnar eru þó þær að mun fleiri stúlkur hafi teiknað kven- vísindamenn en áður. Þar koma ef Dr. Emmett Brown úr kvikmyndunum Aft- ur til framtíðar er gott dæmi um „brjálaða vísindamanninn" til vill til áhrif frá teiknimyndum eða Hollywood-kvikmyndum þar sem ungar vísindakonur hafa verið áberandi. „Á tíunda áratugnum komu fáeinar ungir og fallegir kven- vísindamenn fram á hvíta tjaldinu. Öfugt við karlkyns starfsfélaga sína voru þær með óaðfinnanlegt hár sem þær skóku gjarnan. Yfirleitt voru þær á þrítugsaldri (en þegar orðnir leiðtogar á sínu sviði) og ef þær gengu með gleraugu, voru þær ekki með þau á sér mestan hluta myndarinnar,“ segir Frayling. Nýjustu græjur alltof flóknar Virkni nútímarafeindatækja vefst fyrir mörgum Bandaríkjamann- inum ef marka má niðurstöður nýrrar rannsóknar sem unnin var af nemendum í Tækniháskólanum í Eindhoven í Hollandi. Þó að þeir séu hrifnir af nýjustu græjum verða þeir að sama skapi vonsviknir og pir- raðir þegar þeir átta sig á því að það er ekki heiglum hent að fá nýja tækið til að virka eins og það á að gera. Um helmingur þeirra rafeinda- tækja sem er skilað til verslana í Bandaríkjunum virkar vel en við- skiptavinir áttuðu sig ekki á því hvernig þau virkuðu. Rannsóknin leiddi ennfremur í ljós að banda- rískir neytendur reyna að meðaltali í 20 mínútur að finna út hvernig nýja tækið virkar áður en þeir gefast upp. Niðurstaðan er sú að stór hluti tækjanna endar í geymslu eða er skilað í verslunina. Sölumenn aðstoða kaupendur Sumir telja að vandamálið muni aðeins versna eftir því sem tækn- inni fleygir fram. Framleiðendur raf- eindatækja eru þó í auknum mæli farnir að átta sig á mikilvægi þess að einfalda vörur sínar. Sem dæmi má nefna tónlistarspilarann iPod og netleitarvélina google en í báðum til- fellum er áhersla lögð á notendavænt viðmót og einfaldleika. Þá aðstoða starfsmenn rafeinda- tækjaverslana viðskiptavini í auknum mæli við að læra á tækin. Þegar viðskiptavinir koma með tæki sem þeir vilja skila bjóðast sölumenn til að sýna þeim hvernig tækin virka og oftar en ekki hætta kaupendur við að skila gripnum að kennslustundinni lokinni. Einfaldleikinn er oft bestur Tæknilega er lítið þvi til fyrir- stöðu að búa nútímarafeindatæki mörgum eiginleikum. Örgjafar gera það að verkum að hægt er að bæta við fleiri eiginleikum án mikils kostnaðarauka. Það sem verkfræð- ingar rafeindafyrirtækjanna átta sig ekki alltaf á er að stundum borgar sig ekki að búa tæki óþörfum eigin- leikum þar sem þeir geri þau aðeins flóknari en þau þyrftu að vera. Sem dæmi má nefna músarmottu sem búin var innbyggðu útvarpi, eyrna- Er bér heitt? Fœranl Skrifstofur Tölvurými Fundasalir Sumarhús œlikerfi ís-húsið 566 6000 kœlivélalaaerinn Ungabörn sem búa á heimili þar sem er reykt geta ekki jafnauðveldlega forðast reykinn og eldri börn eða fullorðnir. Mikið af krabbameinsvaldandi efni greindist í hlandi ungabarna sem áttu foreldra sem reyktu samkvæmt nýrri rannsókn. Krabbameinsvaldandi efni í þvagi ungabarna Vísindamenn hafa fundið leifar af krabbameinsvaldandi efnum í þvagi ungabarna sem eiga foreldra sem reykja. Fjallað er um uppgötv- unina í maí-hefti fræðiritsins Cancer Epidemiology, Biomarkers & Prevention en hún þykir renna stoðum undir þá kenningu að óbeinar reykingar í bernsku geti leitt til myndunar krabbameins síðar á ævinni að mati Stephen Hecht sem sinnir krabbameins- rannsóknum hjá Minnesota há- skóla og var einn þeirra sem stóðu að tilrauninni. Vísindamennirnir könnuðu þvag frá 144 ungabörnum sem voru á aldrinum þriggja mánaða til eins árs. Börnin áttu það sammerkt að koma frá heimilum þar sem að minnsta kosti annað foreldrið reykir. I þvagi nærri helmings barnanna fundust leifar af NNAL sem er efni sem líkaminn myndar þegar hann vinnur úr efninu NNK en það er krabbameinsvaki sem að- eins er að finna í tóbaki. „Maður finnur ekki NNAL í þvagi nema hjá fólki sem hefur verið í tóbaks- reyk, hvort sem um er að ræða full- orðna, börn eða ungabörn," segir Hecht. Ungabörn geta ekki forðast reykinn Foreldrar þeirra barná sem reynd- ust hafa NNAL í þvagi reyktu að meðaltali 76 sígarettur á viku. f til- felli þeirra barna þar sem NNAL greindist ekki reyktu foreldrar að meðaltali 27 sígarettur á viku. Magn NNAL í þvagi ungabarna var meira en finnst í eldri börnum eða fullorðnum sem verða fyrir óbeinum reykingum. Telja visinda- mennirnir að þetta stafi af því að ungabörnin geta ekki jafnauðveld- lega hreyft sig til að forðast reyk- inn. Þeir varpa jafnframt fram þeirri tilgátu að það kunni ekki að vera nóg að hætta að reykja í viðurvist barna þar sem að NNAL getur hugsanlega loðað við ryk og yfirborð innanstokksmuna. Nútímarafeindagræjur eru orðnar svo flóknar að margir gefast upp á þvf að læra á þær og skila þeim ónotuðum aftur í verslunina eða koma þeim fyrir inni 1' geymslu. tólatengi, klukku með vekjara og reiknivél. Könnun sem gerð var á vegum há- skólans í Maryland árið 2004 leiddi í ljós að 56% bandarískra neytenda þætti yfirþyrmandi hversu flóknar hátæknivörur væru. Mikilvægt er því fyrir framleiðendur að auðvelt sé að nota tæki og læra á þau í stað þess að búa þau of mörgum eiginleikum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.