blaðið - 20.05.2006, Blaðsíða 40

blaðið - 20.05.2006, Blaðsíða 40
LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2006 blaöið 40 Opin dagskrá á Söguþingi Á morgun, sunnudag, frá kl. 13-18 verður efnt til opinnar dagskrár á Söguþingi 2006 í boði Landsbanka íslands. Á dagskránni sem fram fer í Há- tíðarsal Háskóla Islands munu sex þjóðþekktir fræðimenn flytja fyrir- lestra og ræða spennandi álitamál í íslenskri sögu og menningu. íslensk myndlist við upphaf 21. aldar verður tekin til athugunar. Tek- ist verður á um uppruna Gamla sátt- mála. Sjálfstæðisbarátta íslendinga verður skoðuð frá nýjum sjónarhóli. Fjallað verður um söguþjóðsöngsins. Og síðast en ekki síst verða kynntar nýjar rannsóknir um öryggi ríkisins á tímum kalda stríðsins. Dagskráin er öllum opin. Gestir geta sótt einstaka fyrirlestra eða fylgst með allri dagskránni. Gert er hlé á milli fyrirlestra þar sem boðið verður upp á kaffiveitingar. Dagskrá: 13:00-13:45 Auður Ólafsdóttir listfræð- ingur: íslensk myndlist við upp- haf 21. aldar. Sjálfið: náttúrulegt, líkamlegt, táknrænt, hversdags- legt, þjóðlegt, leynilegt fram aílt einlægt. 14:00-14:45 Helgi Þorláksson fræðingur og Már sagnfræðingur: Rökræður um Gamla sáttmála. Er hann ekki skilmálaskrá frá 1262 heldur búinn til á 15. öld? Sverrir Jakobsson sagnfræðingur stjórnar umræðum. 15:00-15:40 Guðmundur sagnfræðingur: Goðsagnir sjálfstæðisbaráttu. Hálfdanarson íslenskrar 16:00-16:45 Þórunn sagnfræðingur: Þjóðsöngur ósönghæft lofdýrðarkvæði1' Valdimarsdóttir íslendinga „geimfræðilegt en um- sagn- Jónsson 17:00-17:45 Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur: Símahleranir á íslandi og ör- yggi ríkisins í kalda stríðinu Blaöiö/SteinarHugi Katrín Níelsdóttir hlaut önnur verðlaun á vorsýningunni fyrir þennan lampa en form hans minnir á grýlukerti. Katrín segir að lampinn geti bæði nýst sem borðlampi og loftljós auk þess sem hægt sé að skipta um liti eftir því hvers konar stemningu maður vilji skapa. Benni Hemm Hemm verður með miðnæt- Nánari upplýsingar má finna á www. urtónleika í Iðnó í kvöld þar sem leikið listahatid.is. verður glænýtt efni. Tvær sýningar verða á einleiknum Mr. Skallagrímsson í Landnámssetrinu í Borgarnesi. Benedikt Erlingsson samdi einleikinn og fer með öll hlutverk. Umbreyting er safn smásagna og hugleiðinga sem aðeins brúður geta tjáð á sinn einfalda og áleitna hátt. I sýningunni er notast við marg- brotnar strengjabrúður, stafabrúður og japanskar bunraku-brúður. Miriam Makeba Grand finale í Laugardalshöll kl. 21 Miriam Makeba, eða Mama Afr- ica eins og hún er nefnd, er einn af stærstu listamönnum síðustu aldar og sá sem líklega hefur haft mesta þýðingu fyrir afríska tónlist. Hún vakti fyrst alþjóðlega athygli þegar hún söng með Harry Belafonte á sjöunda áratugnum og fengu þau Grammy verðlaunin árið 1966. Miðnæturmúsík í Iðnó - Benni Hemm Hemm - Stórhljómsveit í Iðnó kl. 23:30 Benni Hemm Hemm - Stórhljóm- sveit flytur glænýtt efni á miðnæt- urtónleikum í Iðnó. Á laugardags- kvöldum á Listahátíð í ár verður fjörinu haldið áfram fram á nótt á þrennum miðnæturtónleikum sem fram fara í hjarta Reykjavíkur, Iðnó. Vorsýning Iðnskólanema Góður grunnur fyrir frekara nám Nám á listnámsbraut í Iðnskólanum í Hafnarfirði þykir ennfremur vera góður grunnur fyrir frekara hönn- unarnám hérlendis sem erlendis og má sem dæmi nefna að margir sem hafa útskrifast úr skólanum á undanförnum árum hafa komist inn í virta hönnunarskóla á Ítalíu og Spáni í kjölfarið. Sýningin sem fram fer í húsnæði skólans við Flatahraun 12 stendur til 28. maí og er opið frá kl 13-17. Græn lína gengur í gegnum sýningar- rýmið og er hugmyndin sú að allar deildir (þrivíð verk) og öll fög komi til með að standa á sömu línunni. Frumleiki og fjölbreytni einkenna sýningargripi á vorsýningu nem- enda Iðnskólans í Hafnarfirði sem opnuð var í húsnæði skólans í síð- ustu viku. Á sýningunni gefur að lita verk nemenda úr öllum deildum skólans þar á meðal nemenda í list- námi og hönnun. Hönnunargrip- irnir eru af ýmsum toga svo sem þroskaleikföng, taflborð, nestisbox, fatahengi, húsalíkön og ljós af öllum stærðum og gerðum. Skólinn býður upp á listnám með kjörsvið í almennri hönnun og fá nemendur þjálfun í að tjá hluti og hugmyndir á myndrænan hátt og vinna með hönnunarverkefni frá hugmynd til lokaútfærslu. Nem- endur njóta góðs af þeirri aðstöðu sem boðið er upp á í skólanum og af þeim námskeiðum sem þar er boðið upp á í ólíkum iðngreinum svo sem málmiðnum og byggingargrein- umog fá því tækifæri til að vinna með ólík efni svo sem málma, tré og plast. Blaöiö/StelnarHugi Köngulóin kallast þetta frumlega fatahengi sem Edda Stefánsdóttir útskriftarnemi af listnámsbraut á heiðurinn af. Edda er á leið til frekara náms í innanhúshönnun í Barcelona og segir námið í Iðnskólanum í Hafnarfirði vera góðan grunn fyrir það enda fjölbreytt og nemendum gefist kostur á að kynnast ólíkurn hliðum hönnunar. Orðið tónlist - fjölljóðahátíð 2006, workshop í Hafnarhúsin í dag kl. 14 og 20:30 Orðið tónlist - fjölljóðahátíð er ljóða- og tónlistardagskrá þar sem megin- áherslan er á möguleika mannsradd- arinnar til að skapa list á mörkum ljóðlistar og tónlistar, myndbanda- listar og gjörninga. Mr. Skallagrímsson - leiksýning í Landnámssetrinu í Borgarnesi kl. 14 og 19 í tengslum við opnun Landnámsset- ursins hefur Benendikt Erlingsson samið einleik sem hann kallar Mr. Skallagrímsson og er byggður á Eg- ils sögu og innblásinn af sagnahefð sögualdar á Islandi. La Strada - kvikmynd í Kvik- myndasafni íslands kl. 16 Sýning á hinni klassísku kvik- mynd Federico Fellinis „La Strada“ frá árinu 1954 með Ant- hony Quinn og Giulietta Masina í aðalhlutverkum. Fellini er óum- deilanlega einn áhrifamesti kvik- myndagerðarmaður sögunnar og La Strada er meistaraverkið sem honum þótti vænst um sem og flestum kvikmyndaunnendum. Búlgarski kvennakórinn Angelite í Hallgrímskirkju kl. 16 Þessi heimsfrægi kvennakór kemur fram í fyrsta skipti á íslandi í vor. Kórinn hefur sungið tónlist frá Balkanskaga og kirkjutónlist fyrir áhorfendur um allan heim í nærri því 20 ár og enn fara vinsældir hans vaxandi Metamorphosis - Umbreyting í Þjóðleikhúsinu (Kassanum) kl. 20 Sýning á verkum Hrafnhildar Sig- urðardóttur textillistakonu verður opnuð í Listasafni Árnesinga í Hvera- gerði í dag. Verðlaunasýn- ing í Listasafni Árnesinga Tvær sýningar verða opnaðar í Listasafni Árnesinga í Hvera- gerði í dag. Annars vegar verður opnuð sýningin Hér en hún er að stærstum hluta verðlaunasýn- ing listakonunnar Hrafnhildar Sigurðardóttur sem sett var upp í textíllistasafninu í Borás í Sví- þjóð þegar hún tók við norrænu texílverðlaununum í fyrra. Myndverk Hrafnhildar eru þrívíddarverk unnin með bland- aðri tækni. Með óheftri framsetn- ingu hinna ýmsu efna, samhliða sterkri tilvísun í hefðbundið handverk og endurtekningu á sama hnútnum, hreyfingu eða aðferð, bregður Hrafnhildur á leik um leið og hún með ýmsum tilvísunum vekur upp gagn- rýna hugsun á meðtekin gildi samtímans. Á sýningu Sonju Hákansson (f. 25.5.1933 d. 21.12.2003) Form- leikur-Geometría gefur að líta mínimalisk verk eða formstúd- íur með frumformin; hring, fer- hyrning og þríhyrning í rauðu, gulu og grænu. Verkin eru lág- myndir á vegg úr MDF plötum og tveir frístandandi skúlptúrar úr gleri. Dagskrá Lista- hátíöar í dag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.