blaðið

Ulloq

blaðið - 20.05.2006, Qupperneq 16

blaðið - 20.05.2006, Qupperneq 16
16 I VERÖLDIN LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2006 blaöið Svipmyndir frá Zagreb FERÐASAGA BRYNDÍSAR XI.KAFLI Áður en við kvöddum Helsinki um haustið, hafði ég þegar tekið á leigu íbúð við eina af aðalgötum Zagreb. Við ætluðum að vera þar í heila viku, skoða borgina og hitta vini. Það var orðið áliðið hausts, en engu að síður skartaði náttúran sínu fegursta. Trén enn ekki farin að fella lauf, og bændur í óða önn að safna forða til vetr- arins handa börnum og skepnum. Það lá vel á okkur. Þessi lífsmáti var örvandi og spennandi. Daglega upp- lifðum við eitt- hvað óvænt, hittum nýtt fólk, ókunnugt .............. fólk, sem varð okkur uppspretta hugmynda og athafna. Að búa í ferðatösku hefur alltaf freistað mín, og nú loksins hafði sá draumur ræst. Ég hafði kastað öllum mínum syndum á bak við mig og flögraði nú um eins og fuglinn fljúgandi. Lét hverjum degi nægja sína þjáningu. Og Jón Baldvin, sem er í eðli sínu á móti ferðalögum (svín fór að Rín og kom aftur svin, hefur alltaf verið viðkvæði hans) virtist líka hafa gaman og vera í ess- inu sínu þessa dagana. Kvennamál á markaðstorgi. Ibúðin í Zagreb olli mér nokkrum vonbrigðum þó. Var svona dæmigerð kommablokkaríbúð. Gangurinn og stiginn upp tortryggilegur við fyrstu sýn, íbúðin full af ótrúlega klos- suðumogósmekklegumhúsgögnum, eldhúsið eins og kjallarageymsla, þar sem gleymst hafði að leggja fyrireldavél.ís- skáp eða vaski. ................. Allar leiðslur utanáliggjandi. En hvað um það, það var hreint á r ú m u n u m , rennandi vatn og eldunar- gas í kútnum. 99........................ Ég hafði kastað öllum mínum syndum á bak við mig og flögraði nú um eins og fuglinn fljúgandi. Lét hverjum degi nægja sína þjáningu. OgJón Baldvin, sem er í eðli sínu á móti ferða- Hvað vildum lögum (svín fór að Rín og við hafa Það kom aftursvín, hefur alltaf verið viðkvæði hans) virtist líka hafa gaman og vera í essinu sínu þessa dagana. betra? Auk þess sem við yrðum bara þarna yfir blá- nóttina, því að við vorum ................. komin til að skoða borgina, kynnast mannlífinu, sem er auð- vitað helst að finna á kaffihúsum og mörkuðum, kirkjum og söfnum. Það var ekki til setunnar boðið. Strax morguninn eftir vorum við komin á fætur fyrir allar aldir og gengum niður á aðaltorgið, þar sem við fengum kort, bæklinga og fría Markaðurinn breiddi úr sér í skjóli kirkjunnar. miða í strætó í allar áttir. Uppi á hæð handan við torgið blasti við tvít- yrnd dómkirkjan, sem gnæfir yfir borgina og rekur uppruna sinn alla leið til elleftu aldar. Þetta var bjartur og svalur morgunn. Markaðurinn breiddi úr sér í skjóli kirkjunnar. Þar voru konur að selja og konur að kaupa - blóm, salat, agúrkur, hvítkál, kartöflur. Og þarna var líka dýrindis útsaumur til sölu, ábreiður, rúm- teppi, dúkar, mottur og gardínur. Ég hefði getað eytt öllum deginum á þessum markaði, brosað til kvenn- anna, talað við þær á einhverju kvennamáli, sem bara við skiljum, prúttað og prangað og eignast dúka og gardínur handa allri fjölskyld- unni næstu þrjár kynslóðir. En Jón Baldvin er hins vegar þeirrar skoð- unar, að allar borgir, sem ekki liggja að sjó, eigi upptök sín á árbakka. Við tókum því stefnu á ána Sava, sem við sáum einhvers staðar í fjarska ofan af hæðinni. Við þrömmuðum stefnu- föst og eftir margra klukkustunda göngu framhjá kirkjum og kansell- íum fyrri alda og framhjá hrollvekj- andi kommaskrímslum tuttugusta aldar var hvort tveggja, að veika Það er sama hvernig þú lítur á dæmið. Ef þig vantar leiðir til þess að eignast draumabílinn getum við alltaf boðið þér einfalda lausn. Bílalán // Bílasamningur // Einkaleiga LÝSING

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.