blaðið - 14.09.2006, Blaðsíða 24
32 FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2006
blaöiö
Talar, hlustar
og gefur ráð
Karl starfar sem
sérþjónustuprestur hjá
Þjóðkirkjunni á sviði
áfengis- og fíknimála og
segist fyrst og fremst reyna
að gefa þeim, sem koma til hans, styrk
og hvatningu. Karl segir kirkjuna afar
velviljaða að hjálpa áfengis-, vímuefna-
og spilafíklum að sigrast á vanda
sínum og að trúin sé mikilvægur
þáttur í að fólk nái bata. Karl var þing-
maður Vestfjarðakjördæmis fyrir
Samfylkinguna árunum 2001-2003
og getur vel hugsað sér endurkomu á
Alþingi.
Aðstandendur áfellast sjálfa sig
Karl segir að skjólstæðingar sínir
eigi það sameiginlegt að hafa á
einhvern hátt þurft að mæta erfið-
leikum í sínu lífi, vegna fíkniefna-
eða áfengisneyslu sinnar eða annarra.
,Ég tala við fólk, hlusta á það og gef
því ráð varðandi framhaldið. Fyrst
og fremst reyni ég að uppörva fólkið
og gefa því styrk og hvatningu,“ segir
Karl, en bætir við að hann geri mikið
af því að vísa fólki til annars fagfólks
sem hafi meiri tök á því að kljást við
vandann, t.a.m. á meðferðarheimili
eða á göngudeild SÁÁ.
Karl starfar mikið með að-
standendum alkohólista og segir
mikilvægt að gera þeim grein fyrir
því að ástandið sé ekki á nokkurn hátt
þeim að kenna. „Það eru svo margir
sem að áfellast sig og halda að það sé
þeim sjálfum að kenna að ástandið sé
svona. Sumar konur halda að það sé
þeim að kenna að eiginmenn þeirra
séu alkar. Það er auðvitað algjör mis-
skilningur," segir hann.
„Aðstandendur eru oft foreldrar
ungs fólks, sem eru orðnir ráðþrota
vegna neyslu barna sinna. Neyslunni
fylgir engin vinna, algjört athafnaleysi
og óregla á lífinu. Fólíc veit aldrei hvar
það hefur sinn nánasta. í sumum
tilvikum býr það jafnvel við ótta og
ógnanir. Fíknin er svo mikil að hún
verður öllu yfirsterkari. Það er hægt að
segja að það sé eins og einhver ófreskja
leggist yfír alla siðgæðisvitund og
allt það góða og fallega í manninum
á meðan neyslan er í gangi. Þetta
hefur náttúrulega gríðarlega mikil
og slæm áhrif á fólk og er mjög erfitt
að glíma við. Sem betur fer gera Al-
Anon samtökin kraftaverk og hafa
verið mörgum aðstandendum mikil
blessun,“ segir Karl.
Trúin fyllir upp í tómarúmið
Liður í starfi Karls er að hafa umsjón
með svonefndum æðruleysismessum.
Fyrsta æðruleysismessa vetrarins
verður í Dómkirkjunni næsta sunnu-
dag og munu tónlistarmenn leika
undir söng, en þessar messur eru
gjarnan með léttu yfirbragði. „Þær
byggjast upp á gleðiríkum söng og
svo kemur einhver og ræðir um
eigin reynslu, ofast einstaklingur
úr AA eða Al-Anon. Við störfum
í anda 12 spora kerfisins og erum
undir þeim merkjum. 12 sporin
eru okkur leiðbeining enda erum
við flest aðstandendur eða óvirkir
alkohólistar sem stöndum að þessu,"
segir Karl. Hann hefur komið
að æðruleysismessum víðar en í
Dómkirkjunni, t.a.m. á Akureyri,
Húsavík og Akranesi.
Hann segir að allir séu velkomnir
á æðruleysismessurnar og telur að
allir geti haft gagn og gaman af því að
koma þangað. „Við viljum hvetja alla
til að koma. Fólk úr öllum áttum er
farið að mæta í þessar messur vegna
þess að þær höfða til mikið stærri hóps
en bara alkohólista og aðstandenda
þeirra. Reyndar er ég á þeirri skoðun
að flestir íslendingar hafi kynnst á
einhvern hátt ömurleika fíkniefna og
alkohóls. Það þekkja eiginlega allir
einhvern sem er að glíma við þennan
vanda,“ segir Karl en er á því að enn
sé mikill skortur á stuðningi og styrk
við það fólk sem er að reyna að koma
sér út úr vímuefnum og þá sem hlúa
að þeim.
Hann segir æðruleysismessurnar
vera gott dæmi um hversu velviljuð
kirkjan sé starfi AA-samtökanna og
Al-Anon. „Kirkjan gerir sér grein
fyrir því að fólk, sem er að ganga
frá altari Bakkusar og dýrðarljóma
barsins, þarf að fá andlega vakningu.
Kirkjan vill styðja þar við, enda gefur
trúin fólki gleði og von. Þegar menn
eru að hætta þarf að koma eitthvað
annað í staðinn. Menn hafa lagt líf
sitt og kraft í að vera í neyslunni, að
útvega sér vín eða dóp. Þegar því
sleppir, hvað kemur þá í staðinn? Þá
myndast tómarúm og upp í þetta
tómarúm verður að fylla. Þá verður
trúin, eða einhver hliðstæð kennd,
að koma í staðinn. Það verður að vera
einhvers konar andleg vakning."
Spilafíknin hrikaleg
Spilafíkn hefur verið mikið
í umræðunni í þjóðfélaginu að
undanförnu og vitað er til þess að
þrír íslendingar hafa stytt sér aldur
á árinu vegna sjúkdómsins. Karl
segir að þrátt fyrir að hann hafi ekki
unnið mikið með spilafíklum hafi
hann kynnst því hversu hrikaleg
spilafíknin sé.
„Ég er ekki mikill fræðingur í
þessum málum, en spilafíklar hafa
komið til mín og ég hef rætt við þá
og bent þeim á að leita aðstoðar hjá