blaðið - 14.09.2006, Blaðsíða 29

blaðið - 14.09.2006, Blaðsíða 29
blaöið FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2006 3 7 haft löngun til að ganga upp að alt- arinu.“ Hún hafði ung orðið ástfang- in af sænsku leikkonunni Mimi Pollak en þær kynntust í sænska leiklistarskólanum. Þær áttu í ást- arsambandi en Mimi giftist og eignaðist börn. Þegar Mimi varð barnshafandi skrifaði Greta henni: „Mér hefur alltaf fundist að við til- heyrðum hvor annarri." Þær áttu í bréfaskiptum í 6o ár og bréfin bera glöggt vitni um að Greta var alla ævi ástfangin af Mimi. Á efri árum varð Greta mjög bitur vegna þess að samband þeirra hafði ekki átt fram- tíð fyrir sér. Greta Garbo Ein skærasta stjarnan ísögu Holly- wood og ein sú dularfyllsta. Meðal þeirra kvenna sem Greta átti í ástarsambandi við voru Mar- lene Dietrich, Claudette Colbert, rithöfundurinn Salka Viertel og skáldkonan Mercedes de Acosta. Hún átti í frægu ástarsambandi við leikarann John Gilbert sem bað hennar margoft og einnig við ljós- myndarann Cecil Beaton og hljóm- sveitarstjórann Leopold Stokowski. Hún átti í tíu ára ástarsambandi við viðskiptajöfur, George Schlee, sem bjó ásamt eiginkonu sinni í sömu byggingu og Greta. Hún hafði vin- gast við konu hans, Valentinu, en hóf síðan ástarsamband við Schlee sem stóð þar til hann lést árið 1964. Hún tók lát hans nærri sér og hann var sennilega sá karlmaður sem hún átti dýpsta ástarsambandið við. Greta og Valentina héldu áfram að búa í sömu byggingu eftir lát Schlee en gættu þess vandlega að rekast ekki hvor á aðra. Cecil Beaton skrifaði um Gretu: „Hún hefur engan áhuga á einu eða neinu og hún er orðin erfiður ein- staklingur og sjálfselsk, ófær um að gera nokkuð fyrir aðra, hún er hjátrúarfull, tortryggin og veit ekki hvað vinátta er, hún er ófær um að elska.“ Óhamingjusöm kona Hún var ekki hamingjusöm kona. Hún keðjureykti, drakk vodka eða viskí á hverjum degi og þjáðist af svefnleysi. Hún átti ekki marga vini og reyndi oft á þolinmæði þeirra því hún var mislynd, dynt- ótt og erfið. Ef einhver vina hennar talaði um hana í fjölmiðlum ræddi hún aldrei við viðkomandi framar. Hún leit svo á að vinurinn hefði svikið hana og þá var ekki lengur pláss fyrir hann í lífi hennar. Síðustu árin bjó hún í einangrun í sjö herbergja íbúð sinni á Manhatt- an. Hún var vellauðug kona en þótti nísk og var áberandi lítið gefin fyr- ir íburð. Hún lést 84 ára gömul árið 1990. Skömmu fyrir andlát sitt sagði hún við kunningja sinn að hún öf- undaði þau gömlu hjón sem hún sæi leiðast á götum: „Það er ekki nauðsynlegt að vera giftur en það skiptir miklu að eiga lífsförunaut. Hann á ég ekki. Ég sakna þess.“ Við annan kunningja sagði hún: „Ég hef sóað lífi mínu.“ kolbrun@bladid.net Þekktur fyrir gæði - ESP stöðugleikastýring - ABS með EBD og TCS spólvöm - 4x4 aldrif með læsingu - 6 loftpúöar - Hiti I framsætum - Hiti I framrúðu við þurrkublöö -16" álfelgur - Aftengjanlegur öryggispúði farþegamegin - Verölaunabill í sínum flokki Tucson http ;//www. j d p owif •'cöm'A-epbffs/fty n d a i http://www.Tbgj!i^p^íchallengiexony . Git: a njync: XteíQiW' vúiók1 <B> HYunoni Keflavík 421 4444 B8iL • Grjóthálsi 1 • 110 Reykjavík • 575 1200 • www.bl.is Selfoss 575 1460 Akranes 431 2622 Akureyri 461 2533 Egilsstaðir 471 2524

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.