blaðið - 10.11.2006, Page 43

blaðið - 10.11.2006, Page 43
h FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2006 43 blaöiA m Knattspyrnustjórar veðja Fyrrum starfsmaður bresks veðbanka fullyrðir að knattspyrnustjórar í úrvals- deildinni hafi veðjað á leiki í deildinni, en það er bannað samkvæmt lögum enska knattspyrnusambandsins. Sambandið rannsakar nú málið en starfsmaður- inn fyrrverandi, Victor Chandler að nafni, segir dæmi þess að knattspyrnustjóri hafi veðjað fyrir alls tólf milljónir punda yfir eitt knattspyrnutimabil. ' luthafar í ensku úrvalsdeild- inni hafa skorað á Stevens . lávarð, sem rannsakar ólöglegar greiðslur í sambandi við samninga leikmanna, að til- kynna nöfn þeirra félaga sem eru ekki til rannsóknar. Ste- vens hefur fullyrt að átta úrvalsdeild- arfélög séu enn undir rannsókn í sambandi við 39 leik- manna- Argentínumaðurinn hjá West Ham, Carlos Tevez, skoraði tvö mörk í æfingaleik gegn Southampton í fyrrakvöld. Þetta eru fyrstu mörk Tevez fyrir félagið og spurning hvort hann fari að koma til greina í leikmannahóp aðalliðsins að nýju í kjölfar frammi- stöðunnar. Carlos Puyol, sam- herji Eiðs Smára hjá Barcelona, sendi bréf til spænskra fjölmiðla í gær þar sem hann þakkar almenn- ingi þann stuðning sem honum og fjölskyldu hans var sýndur í kjölfar andláts föður Puyols síðasta föstudag. Puyol lék ekki með Barcelona þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við De- portivo uni síðustu helgi. B' ; reska dagblaðið The Sun hefur . eftir umboðs- " manni Rafaels Benitez, stjóra Li- verpool, að Benitez sé að íhuga tilboð um að taka við knatt- spyrnustjórn hjá ónefndu ítölsku félagsliði. Pi ’ incdinc Zidane ðist í gær vel igeta hugsað sér að taka að’sér þjálfun landsliðs Bangladesh f fram- tíðinni. Zidane hefur verið í opinberri heimsókn f landinu í boði Muhanunads Yunus, handhafa friðarverðlauna Nóbels, frá því á miðvikudag og ferðast víða á þeim tíma. Zidane kveðst afar hrifinn aflandi ogþjóð og upprifinn yfir áhuga hennar á knattspyrnu. Áætlað er að um 25 milljónir íbúa landsins hafi fylgst með sjón- varpsútsendingu frá því þegar Zidane sparkaði bolta með innlendum knattspyrnumönnum í vikunni. Stuart Pearce, stjóri Manchester City, sagðist í gær ætla að styrkja lið sitt um fjóra leik- menn þegar félagsskiptaglugginn opnast í janúar. Lið City hefur ekki staðið undir væntingum það sem af er leiktíð og er í fjórtánda sæti úrvalsdeildar. Enskir fjölmiðlar telja að fram- herji og framliggjandi miðjumaður séu á forgangs- lista Pearce. aul lewell, stjóri Wigan, segist vera orðinn þreyttur á sífelldu væli í knattspyrnustjórum toppliðanna í ensku úrvalsdeild- inni þegar þeir tapa. „Þeir taka ósigri ekki með reisn heldur kenna ýmist grófum andstæðingum, lélegum dómurum eða lán- >i um ósigra na,” sagði Jewell. Steve Bruce kvartaði sáran yfir dómgæslu Howards Webb eftir leik Liverpool og Birming- ham í deildabikarnum á miðviku- dagskvöld og sagði öll vafaatriði hafa fallið Liverpool í vil. „Mér fannst öll ákvarðanataka dómar- ans vera léleg. Ég vil ekki segja meira því ég vil ekki vera sektaður, en úrvals- deildin er mjög góð í því,” sagði Bruce. FMMíinm er mmA Hummel handboltaskór sem sameina þægindi og stöðugleika. Kynningarverð næstu 5 daga !!! Aðeins 4.990 kr. 62% afsláttur Rétt verð 12.990,- * * * » * Hummel handboltaskórnir gefa þér fullkomin stöðugleika. Þeir eru með góða útöndun og hámarksdempun. 0E3^EEO ■ miðbœ HafnarJjarðar ort Gervigrasskór: venjulegt verð 3990 Tilboðsverð 1.490 62% afsláttur Stærðir: 28-34

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.