blaðið - 24.11.2006, Blaðsíða 1

blaðið - 24.11.2006, Blaðsíða 1
238. tölublað 2. árgangur föstudagur 24. nóvember 2006 ■ ORÐLAUS Jónsi og Alex hafa báðir þurft að nurla um ævina og lifði L Jónsi á núðlum en Alex á % hrísgrjónum I siða4o . ao FRJALST, OHAÐ & ■ VIÐTAL Jóhanna Harðardóttir rekur hænsnabú í Hvalfirði og hefur sterkar skoðanir á því sem yfir dýralæknir ákveður IsIða26 f - Pólskir trésmiðir kæra vinnuveitanda fyrir vanefndir: Reknir fyrir að kvarta ■ Fyrsta greiðsla eftir fjóra mánuði ■ Settir á taxta ófaglærðra ■ Mættu fullir til vinnu Eftir Trausta Hafsteinsson trausti@bladid.net Þrír pólskir trésmiðir hafa kært fyrrum vinnu- veitanda sinn fyrir að greiða þeim alltof lág laun. Mennirnir fengu greidd laun sem ófaglærðir verka- menn en ekki sem trésmiðir þó þeir hafi framvísað vottuðum skirteinum um réttindi sín. „Við erum búnir að ráða okkur lögfræðing í gegnum stéttarfélagið og ætlum að sækja rétt okkar,“ segir Thomasz Konieczny, trésmiður frá Rzheszhow í Póllandi. Hann og tveir félagar hans fengu engin laun greidd fyrstu fjóra mánuðina sem þeir unnu hjá byggingarfélaginu Sakka í Hafn- arfirði. Þá fengu þeir greidd lægri laun en þeir sömdu um. „Þegar við héldum áfram að kvarta yfir laununum fengum við bara afhent uppsagnar- bréf,“ segir Konieczny. „Fyrirtækið fór á bak við okkur og fékk skrifað upp á samninga hjá öðru verkalýðsfélagi," segir Halldór Jónasson, starfsmaður Trésmiðafélags Reykjavíkur. Forsvarsmenn Sakka leituðu til félags- ins um að fá það til að skrifa upp á launasamninga mannanna þar sem þeir eru titlaðir ófaglærðir verkamenn. Því hafnaði félagið en Verkalýðsfé- lagið Hlíf skrifaði upp á pappírana. „Ég réð þá inn sem verkamenn enda hafði ég ekki séð nein gögn um að þeir væru smiðir," segir Andrés Viðar Friðjónsson, framkvæmdastjóri Sakka. Hann segir brottreksturinn ekki vegna launadeilna. „Þeir fóru að mæta fullir til vinnu og ég gat lítið annað gert en að láta þá fara.“ Sjá nánar síðu 12 Á annað hundrað létust Mikil sorg og algjör ringulreiö ríkti í Sadr-hverfi í Bagdad, höfuðborg Iraks, eftir að meira en 140 manns fórust í sprengjuárásum. Rúmlega 200 manns særð- ust í árásunum. Þessi mannskæða árás er gerð aðeins einum degi eftir að Sameinuðu þjóðimar birtu tölur sem sýna að síðasti mánuður er sá blóðugasti síðan innrás Bandaríkjamanna og Breta í írak hófst snemma árs 2003.3.079 óbreyttir borgarar fórust í síðasta mánuði. FÓLK » síða 20 Ver gömlu húsin Þórunn Valdimarsdóttir ætlar að mótmæla niöurrifi á Laugaveg- inum um helgina. Hún segir þessa ákvörðun skömm og þess vegna sé hún í skapi til þess að skammast. Hægir Hægari vindur en í gær og léttir til sunnan- og vestan- lands. Hiti 0 til 4 stig, en vægt frost til landsins. Kólnar í nótt. Frost 0 til 7 stig, mild- ast við suðurströndina. VEÐUR » síða 2 Helst í matinn Jóhanna Vigdís Hjalta- dóttir er mikill matgæð- ingur og hefur gefið út glæsilega matreiðslubók sem hún kallar I matinn er þetta helst. i - ws**! Jólakortavefur Falleg og persónuleg jólakort í tölvunni þinni á www.postur.is Brakandi botn og frábær verð 100% íslenskur ostur Mjódd • Dalbraut 1 • Hjarðarhaga 45 5 68 68 68 k kí 3 ÉjjP^'-Cn' m a il '1 ■ ■ ■ ■illhd m u m • Sýknaður af nauðgun 26 ára karlmaður með marga dóma á bak- inu var sýknaður af ákæru um að nauðga fimmtán ára stúlku. „Ég skil hrelnlega ekki röksemdafærsluna," segir Guðrún Birgis- dóttir, réttargæslumaður stúlkunnar. Hún seglst aldrel hafa orðlð vltnl að jafn mlklum andlegum afleiðingum eftir meint kynferðis- brot og hún hefði orðið vör við hjá stúlkunni. Hún undrast að maðurinn skyldi ekki ákærður fyrir misneytingu til vara. Sleppur við dagsektir Eigandi húss við Laugarveg sleppur við dagsektir þó hann hafi í þrjú og hálft ár neitað að verða við kröfum slökkviliðs Reykjavíkur um úrbætur á húsi hans. Maður- inn fékk bréf með kröfu um úrbætur, líkt og fleiri húseigendur við Laugaveg, eftir mikinn eldsvoða í götunni árið 2003. Þar sem húsið er byggt fyrir 1979 getur slökkviliðið lítið gert til að knýja á um úrbætur. (Bókin sem aídreru aÓ taía um - og þú verður að (esal Einlæg og J átakamikil ævisaga sem lætur engan ósnortinn. BOKAL'TGAFAN HOIAR PÓSTURINN www.postur.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.