blaðið - 24.11.2006, Blaðsíða 42
Veröáöur.
6.995 kr.
Verðnú: :
4.191 kr-j
Stæröir:
36-42
Litir:
bSX?n1
Verö áöur.
■4&9&k*
Verönú: '■
,3497 to>j
Stæröir:
37-42
Veröáöur
4.995 kr.
Verönú: :
3497iu>j
Stæröir:
41-46
Veröáöur.
+995-kr
Verönú: •
3497to>j
Stærðir:
25-35
Veröáöur
4.995-kr:
,3497kr
Stærðir:
25-35
Verö áöur
3.995kr:
2.797 kr
Stæröir:
27-37
VINLANDSLEID 6 - S. 533 3109
SENDUMIPOSTKROFU
Sufjan Síevens Tónleikar kappans
í Fríkirkjunni voru þeir bestu á árinu.
blaðið
L24. NÓVEMBER 2006
Ja, eg er norn
Hljómsveitin Flaming Lips er á meðal sautján hljómsveita og
listamanna sem eiga lag á nýrri plötu sem inniheldur
lög eftir ekkjuna Yoko Ono. Platan kallast Yes, l’m a
B Witch og kemur út á næstunni. Cat Power, Le Tigre
H og Peaches flytja einnig hver sitt lag á plötunni.
„Ég held að maður eigi að taka öllu
með fyrirvara ef það er mikill áhugi
fyrir því sem maður er að gera.“
atli@bladid.net
Noise gefur út
önnur plata hljómsveitarinnar
Noise kemur út í dag. Platan, sem
kallast Wicked, inniheldur tólf
frumsamin lög, en sveitin spilar
rokk í harðari kantinum - þó melód-
ían sé aldrei langt undan.
Framundan hjá Noise er mikil
spilamennska að sögn meðlima en
útgáfutónleikar verða auglýstir síð-
ar. Þá eru einnig nokkur myndbönd
í vinnslu við lög af plötunni.
Upptaka af tónleikum Björg-
vins Halldórssonar og Sinfón-
íuhljómsveitar íslands verður
gefin út á morgun. Tónleikarnir
þrennir þóttu frábærir
enda er talað um að
yfir 9.000 manns
hafi mætt og hlýtt
á gömlu slagarana.
Það efast enginn
um sjálfstraust Bo Hall, en f
tilkynningu um plötuna segir að
tónleikarnir hafi verið þeir glæsi-
legustu sem sögur fara af.
Tólnistarkonunni Lay Low hefur
verið boðið til Frakklands á
næsta ári þar sem Midem-tón-
listarráðstefnan er haldin.
Midem er nokkurs
konar tónlistarráð-
stefna þar sem lítið
' er um tónleikahald
en einirtónleikar
eru þó haldnir. Af 150
umsækjendum hefur Lay Low
verið boðið að spila þar ásamt
8 öðrum listamönnum og hljóm-
sveitum. Af Lay Low er það
annars að frétta að í útgáfuteiti
Senu, sem haldið var um síð-
ustu helgi í Hafnarhúsinu, heyrð-
ist gasprað að platan hennar
stefndi í gull.
Hljómsveitin Reykjavík! virðist
hafa notið góðs af tónleikum
sínum á lceland Air-
waves-hátíðinni í
október en í kjölfar
hátíðarinnar hefur
sveitinni verið boðið
að spila á tónlistarhá-
tíðunum By:Larm í Noregi og
Eurosonic í Hollandi. Sveitin
hefur ekki mikið látið fyrir sér
fara undanfarið en hélt fyrir
skömmu útgáfutónleika á Isa-
firði. Meðlimir sveitarinnar fóru
mikinn á sviðinu sem endaði
með brotnum gítar að hætti
allra sem nokkurn tíma hafa
kallað sig rokkara.
Hljómsveitin Nine Elevens
hefur verið iðin við kolann upp
-i—-,— á síðkastið og er nú til-
. búin með tvær breið-
skífur. Önnur hefur
reyndar verið tilbúin
í heilt ár en kemur
út á næstunni. Ekki er
víst hvenær hin kemur út. Gár-
ungar innan bransans segja að
litlu máli skipti hvenær skífurnar
komi út þar sem um tímalaust
rokk og ról sé að ræða, enda
sveitin algjörlega laus við að
fylgja nýjustu straumum og
stefnum tónlistarbransans,
hvort sem það er í tónlist eða
klæðaburði.
TónleikarSykurmolanna um
síðustu helgi tókust
gríðarlega vel. Eitt-
hvað virðist hafa
farið fyrir brjóstið á
Einari Erni, meðlimi
sveitarinnar,
að Ijósmyndarar sem
mynduðu tónleik-
ana sýndu Björk
Guðmundsdóttur
nánast óskipta athygli.
Einar kvartaði víst sáran undan
þessu framferði en þeir sem
þekkja til segjast ekkert sjá að
því að Björk einoki sviðsljósið,
enda stærsta stjarna íslenskrar
tónlistar fyrr og síðar.
5. Iggy Pop og The
Stooges í Hafnarhúsinu
Gömlu jálkarnir í The Stooges
voru upphaflega bókaðir í Laug-
ardalshöll en dræm miðasala olli
því að tónleikarnir voru færðir í
Hafnarhúsið, sem fylltist þó ekki.
Tónleikarnir voru frábærir og Iggy
sýndi að þrátt fyrir áralanga eitur-
lyfjanotkun getur hann þetta ennþá.
Stærð Hafnarhússins hentar frábær-
lega fyrir tónleika af þessu tagj, en
hljómburður mætti vera mun
betri. Það kom þó ekki að
sök á tónleikum The Stoo-
ges þar sem hávaðinn og
rokkið var mikilvægara
en fallegur hljómburður.
4. Sykurmolarnir
í Laugardalshöll
Þegar hljómsveitir
ákveða að spila á svoköll-
uðum „kombakk“-tónleikum
ber að taka því með fyrirvara. End-
urkomur virka oft sem leið fyrir
sveitina til að fylla aftur á banka-
reikningana sína og tónlistarlegan
metnað skortir langoftast. Allir
vissu að Sykurmolarnir komu aftur
3. Airwaves-
hátíðin
Ómögulegt er að
velja eina tónleika
sem þá bestu á Air-
waves 1 ár. Hátíðin
var frábær eins og hún
leggur sig - ein sú allra
besta. Wolf Parade, Islands,
Lay Low, Reykjavik!, Patrick Wat-
son; allt magnaðir tónleikar sem
munað verður eftir. Þá spillti
ekki fyrir að raðavanda-
málinu var nánast
útrýmt og stemn-
ing meðal hátíðar-
gesta með allra
besta móti. Þótt
erlendu sveitirnar
hafi verið frábær-
ar þá er almennt
talað um að þær
íslensku hafi sýnt og
sannað að tónlistarflutn-
ingur þeirra er á heimsmælikvarða.
2. Morrissey
í Laugardalshöll
Morrissey var með margar óborg-
anlegar kröfur fyrir tónleika sína
Sufjan Stevens
á Islandi. Bílstjórinn hans mátti
hvorki lykta illa né tala við hann að
fyrra bragði. Allir urðu að yfirgefa
salinn þegar hljóðpufa fór fram og
allt kjöt var stranglega bannað
í Höllinni. Tónleikarnir
voru einstakir. Mor-
rissey flutti lög af nýj-
ustu plötum sínum
í bland við eldri
Smiths-slagara og
gerði það frábær-
lega. Morrissey
sniðgekk Kanada
á tónleikaferð sinni
í sumar þannig að Is-
lendingar hefðu ekki
fengið að bera goðið aug-
um ef hvalveiðarnar hefðu
hafist fyrr.
1. Sufjan Stevens
í Fríkirkjunni
Sufjan Stevens, sá magnaði lista-
maður, spilaði á tvennum frábærum
tónleikum fyrir troðfullri Fríkirkju.
Stevens sigraði hug og hjörtu við-
staddra með einstökum flutningi og
glæsilegum litríkum vængjum sem
hann blakaði í takt við tónlistina.
Hinn djúpi brunnur sköpunargáfu
Stevens virðist óþrjótandi, en hvert
frábæra lagið í magnaðri útsetningu
rak annað. Stevens var ekki laus við
stress á tónleikunum sem sannaði
að hann leggur mikinn metnað í
að gera vel við áhorfendur sína sem
fylgdust agndofa með hverju lagi.
Árið 2006 hefur verið gjöfult fyr-
ir tónlistaráhugamenn. Margar frá-
bærar hljómsveitir og listamenn
hafa komið við á Klakanum, en
framboð tónleika var meira að segja
of mikið í sumar og fékk tónlistar-
hátíðin Reykjavík rokkar að gjalda
fyrir það. Blaðið tók saman fimm
tónleika sem borið hafa af á árinu.
saman að hluta til til að fylla banka-
reikning Smekkleysu, en tónlistar-
legan metnað skorti heldur betur
ekki. Tónleikarnir voru frábærir
og Sykurmolarnir minntu helst
á hóp af vel spilandi ung-
lingum sem gera ekkert
skemmtilegra en að
koma fram.