blaðið - 24.11.2006, Blaðsíða 25

blaðið - 24.11.2006, Blaðsíða 25
blaðiö FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2006 25 Fabúla sendir frá sér sína þriðju plötu Melankólísk leikgleði Eg er farin að þrá svo mikið að spila og syngja eftir alla hljóðversvinnuna og ein- angrunina að nú ætla ég bara að njóta þess að flytja tónlistina fyrir alla þá sem hana vilja heyra,“ segir Margrét Kristín Sigurðardóttir eða Fabúla eins og hún kallar sig þeg- ar hún kemur fram. Fabúla hefur nú sent frá sér plötuna Dusk og heldur útgáfutónleika í Tjarnarbíói í kvöld ásamt fríðum flokki tónlistarmanna. Fabúla hefur áður sent frá sér plöt- urnar Cut my strings og Kossafar á ilinni. Fimm ár eru liðin síðan síðasta plata Fabúlu kom út og bíða aðdáendur hennar því án efa spennt- ir eftir því að sjá hana stíga á svið í kvöld og flytja lögin sín sem oft ein- kennast af Hflegri karnivalsstemn- ingu, lírukassaómi og ævintýrabrag. „Mér finnst þessi plata einkennast af melankóliskri leikgleði. Það er mik- ill tregi í henni en líka talsverð gleði og sirkusandi eins og á fyrri plötun- um mínum. Ég skil þann anda aldrei við mig. Þetta er í fyrsta sinn sem ég sem lög með öðrum, en gítaleikar- inn Birkir Rafn Gíslason og bassa- leikarinn Jökull Jörgenssen eru báðir lagasmiðir og fingraför þeirra eru því líka á þessari plötu sem er mjög skemmtilegt.“ Lítið land Fabúla hefur sterkan bakgrunn í djassi og klassískri tónlist. Hún stundaði píanónám við Tónmennta- skólann í Reykjavík, lærði um tíma á trommur og nam leiklist i Þránd- heimi auk þess sem hún nam hljóm- fræði og píanóleik í London og djass- söng og píanóleik við FÍH. „Ég held að þessar rætur mínar komi vel í ljós á plötunni en það er líka frábært að fá svona gott fólk með sér sem einnig setur sinn svip á verkið.“ Fabúla segir að þau Jökull og Birk- ir hafi spilað saman í tvö ár en upp- tökur á plötunni hafi hafist í mars. „Við byrjuðum á því að fara saman ásamt Sigtryggi Baldurssyni í lítinn veiðikofa á Flúðum. Þar tókum við upp alla grunna að plötunni og unn- um hana síðan i hljóðveri." Fabúla og Jökull eiga alla textana á plötunni og eru þeir á ensku. Að- spurð um hvers vegna hún kjósi ensk- una fram yfir íslenskuna segir hún að á því séu ýmsar skýringar. „Þegar ég sem íslenska texta er ég svolítið bundin af hefðbundnum bragregl- um, stuðlum, höfuðstöfum og rími og það tefur mig oft. Þá þarf ég oft að snúa öllu við og semja lag og texta sitt i hvoru lagi. Mig langar að semja meira á íslensku en þá þarf ég lík- lega að reyna að losa mig úr viðjum bragreglnanna og semja meira óhefð- bundið. Svo er ísland ákaflega lítið land og ég er að leggja drög að þvi að fara með tónlistina mína út fýrir landsteinana. Hún þarf að komast frá eyjunni,“ segir Fabúla leyndar- dómsfull. Tilhlökkun í loftinu Fabúla hlakkar mikið til að stíga á stokk í kvöld og fagna útgáfu plöt- unnar með pomp og prakt. „Ég nýt þess að spila. Áður fékk ég mest út úr þvi að semja en upp á síðkastið hef ég notið þess i auknum mæli að koma fram. Tjarnarbíó er líka yndislegur tónlistarstaður með persónulegt and- rúmsloft. Fólkið sem er með mér er líka einstakir listamenn og það eru algjör forréttindi að fá að koma fram með því.“ /Gardenlight útisería 20 Ijósa kr. 169 10493265 verð áður kr. 2 40 Ijósa kr 319 10493266 ,,orA áftnr Irr r Klakaseríur úti, díóður, blátt og hvítt 10493816-3817 kr. 1999 verð áður kr. 3949 Ljósgreinar skreyttar 10493790 kr. 2290 verð áður kr. 3949 Ljósagardínur 2.0x1.5 10232860 kr. 6900 v verð áður kr. 11.619 , / Blómavali heillandi heimur Skútuvogur - Keflavík - Selfoss - Akureyri Grafarholt - Kringlan - Smáralind

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.