blaðið - 24.11.2006, Blaðsíða 40

blaðið - 24.11.2006, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2006 blaðið listinni Við vorum að reyna að koma bók- inni inn i bókabúðir áðan, það var fremur leiðinlegt,“ segir Jónsi. „Það var enginn við.“ Bók hans og kærasta hans Alex Som- ers er nýkomin út. Jónsi og Alex hafa unnið að bókinni í rúmlega eitt og hálft ár og inniheldur hún myndlistarverk þeirra sem eru unnin úr gömlum ljósmyndum og bókum. „Báðir höfum við alltaf haft óbilandi áhuga á gömlum hlutum svo sem gömlum ljósmyndum og bókum og söfnuðum þeim af flóamörkuðum og fornbókabúðum," segir Alex. „Og eftir að við byrjuðum saman þá byrjuðum við strax að vinna að list sem tengist þessu sameiginlega áhugamáli okkar.“ Jón Þór Birgisson, Jónsi í Sigur Rós, var eitt sinn með sítt hár niður á rass og kallaði sig Jonny B. Þá var hann í hljómsveitinni Bee Spi- ders. Jonny B bar iðulega sólgleraugu á tónleikum og hann og hinar býflugna- köngulærnar spiluðu rokk sem oft var líkt við tónlist Smashing Pumpkins. Jónsi fæddist blindur á öðru auga og sagði eitt sinn að ef hann sæi í steríó yrði hann örugglega brjálaður. Alex Somers er frá Maryland í Bandaríkjun- um og er fluttur hingað til lands. Hann stundar nám í myndlist við Listahá- skóla íslands. „Við ættum kannski ekki að selja hana í bókabúðum,“ segir Jónsi. „Kannski við seljurn hana bara í Fríðu frænku og Fornbókabúðinni hans Braga og öðr- um búðum,“ veltir hann fyrir sér. „Fríða frænka er uppáhaldsbúðin mín,“ segir Alex og Jónsi tekur undir. „Mér þykir vænt um gamla hluti, það er meiri hugsun í gömlum hlutum en nýjum,“ segir hann og handfjatlar eintak nr. 788 af nýútkominni bókinni sem var aðeins gefin út í 1.000 númeruðum ein- tökum og hefur á sér yfirbragð fornbókar. í Bókin Sofandi hrísgrjónastrákur komin út Myndverk unnin út frá gömlum Ijósmyndum prýða bókina ljúka við myndlist en tónlist. „Við semj- um líka tónlist saman,“ segir hann. „En við ljúkum aldrei við lögin. Það er eins og það sé auðveldara að vinna eitthvað til enda sem er unnið í höndunum," segir Al- ex. „Og erfiðara að skilja það eftir," bætir Jónsi við. Gægst inn um stolna gamla glugga „Það er svo skrýtin tilfinning að finna gaml- ar ljósmyndir úr einkalífi fólks. Að kynnast litlum hluta og minningu úr lífi fólks á þenn- an hátt er heillandi," segir Alex. í kringum útgáfu bókarinnar verður hald- in sýning í Gallery Turpentine. Sýningin verður opnuð klukkan fimm í dag og stendur til þriðjudagsins í næstu viku. Á sýningunni eru verkin sem prýða bókina innrömmuð í Ramminn gluggi Myndirnar eru rammaðar inn í gamla glugga sem Jónsi og Alex f undu bókinni er enginn texti og titill bókarinnar Riceboy Sleeps er falinn aftast í bókinni. Aðspurðir um hvernig samstarfið hafi gengið segir Alex að það sé auðveldara að glugga úr gömlum húsum. Gluggarnir eru gamlir og glerið skítugt. „Við stálum þessum gluggum," segir Jónsi og hlær. „Við fundum þá bara á víð og dreif um landið og tókum þá með okkur," útskýrir hann frekar. „Þegar við fundum gluggana þá ákváðum við að halda þessa sýningu,“ bætir Alex við. „Það hefði ekki orðið nein sýning ef við hefðum ekki fundið þessa glugga, þeir passa bara svo vel við þessi verk.“ Fátækur, sofandi hrísgrjónastrákur í Boston Titill bókarinnar, Riceboy Sleeps eða sofandi hrísgrjónastrákur er persónulegur og tilkom- inn af kynnum Jónsa og Alex. „Þegar ég hitti Alex í Boston í Bandaríkjunum var hann hreint ótrúlega fátækur og borðaði ekkert nema hrís- grjón,“ segir Jónsi. „Bara soðin hrísgrjón með ol- íu og ekkert annað,“ segir Alex. „Ég hafði ekki einu sinni olíu út á hrísgrjónin.“ Hann hlær. Jónsi segist reyndar hafa átt svipað tímabil þar sem núðlusúpur voru oft á matseðlinum. Alex er alfluttur til landsins og segist una sér vel hér á landi.„Ég kom hingað vegna Jónsa,“ segir Alex. „Ég elska ísland, það er frábært að búa hérna, námið í Listaháskólanum gefur mér mikið og er spennandi." Alex segist jafnvel elska veðrið. „Það er bara kósý úti núna,“ segir hann brosmildur um hráslagann og kuldann. Báðir segjast þeir ætla að halda áfram að vinna saman að myndlist. „Ég veit ekki hvernig við vinnum úr þessari sýningu og hvernig við vinnum bókina áfram,“ segir Jónsi. „Við látum það bara ráðast.“ Saman hafa þeir stofnað útgáfufyrirtækið Moss Stories með tveimur félögum sínum frá Bandaríkjunum. „Næst á dagskrá er að gefa út barnabók," segir Jónsi. „Við ætlum bara að gefa út efni sem við höfum trú á, engar málamiðlan- ir,“ bætir hann við. Um bókina má lesa frekar á heimasíðu henn- ar riceboysleeps.com. Kristjana Guðbrandsdóttir viðtal -«-41 .a.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.