blaðið - 24.11.2006, Blaðsíða 4

blaðið - 24.11.2006, Blaðsíða 4
4 PÖSTUÐAGUR 24. NÓVEMBER ^006 blaöiö INNLENT SJAVARUTVEGUR Aflaverðmæti eykst Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 52,3 milljörðum króna á fyrstu átta mánuðum þessa árs, saman- borið við 47,7 milljarða á sama tímabili í fyrra. Sam- kvæmt tölum frá Hagstofunni hefur aflaverðmæti því aukist um 4,6 milljarða eða 9,7 þrósent. VIÐURKENNING Tólf tónar skara fram úr Aðstandendur verslunarinnar Tólf tóna í Reykjavík tóku í gær við Njarðarskildinum sem veittur er þeirri verslun í höfuðborginni sem þykir hafa skarað fram úr í þjónustu við erlenda ferðamenn. Reykjavíkur- borg og íslensk verslun veittu viðurkenninguna. GLITNIR BANKI Spá minni verðbólgu Eldsneytisverð hækkar lítillega á næstunni og íbúðaverð lækkar eða stendur í stað gangi sþá Greiningardeildar Glitnis eftir. Samkvæmt spánni mun draga úr verðbólgu í desember og hún mælast 7 prósent við næstu mælingu á neysluvísitölunni. Blóðbaðið heldur áfram í Irak: Á annað hundrað féll Að minnsta kosti 144 féllu og hátt í hundrað særðust þegar nokkrar bílasprengjur sprungu á stórum útimarkaði í hverfi sjíta í Bagdad í dag. Á öðrum stað í borg- inni réðust vígamenn vopnaðir handsprengjum og þungavopnum á heilbrigðisráðuneyti landsins. Fimm særðust í átökum vígamann- anna og öryggissveita ríkisins við ráðuneytið. Ekkert lát er á ofbeldisöldunni í landinu og samkvæmt upplýs- ingum Sameinuðu þjóðanna um mannfall óbreyttra borgara í írak var október sá blóðugasti síðan Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra réðust inn í landið árið 2003.1 skýrslunni kemur fram að 65 prósent allra þeirra sem féllu í mánuðinum voru fórnarlömb mannræningja sem drepa fórnar- lömb sín eftir að þeir hafa pyntað þau. Slíkar árásir eru algengar í átökunum milli trúarhópa sjíta og súnnita og féllu fleiri með slíkum hætti en í sjálfsmorðssprengju- árásum í októbermánuði. miö/mi Litháar dæmdir í sjö ára fangelsi fyrir að smygla amfetamíni: Sjö ára fangelsisdómur Litháarnir _ voru dæmdirísjö ára fangelsi fyrir að reyna smygla tæpum tólf kílóum af amfetamíni til landsins. ísfólksdagar í Eymundsson 25% afsláttur af öllum nýju ísfólksbókunum 25% afsláttur - gildir til og meö 27.nóvember. Eymundsson Stórsigur gegn dópinnflutningi ■ Hefði orðið þrjátíu kíló á götunni ■ Tollgæslan fagnar réttarkerfinu Eftir Val Grettisson valur@bladid.net „Þetta er gott skref í áttina gegn innflutningi á fíkniefnum," segir Jó- hann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, en tveir Litháar voru dæmdir í sjö ára fangelsi í Hér- aðsdómi Reykjavíkur í gær fyrir að reyna að smygla tæpum tólf kílóum af amfetamíni til Islands með Nor- rænu í byrjun júlí síðasta sumar. Samkvæmt dómsorði er brotið verulega alvarlegt enda amfetam- ínið einstaklega sterkt og hefði verið hægt að drýgja það í 30 kíló. „Þetta er stórsigur gegn síauknum fíkniefnainnflutningi til landins," segir Jóhann og fagnar því að rétt- arkerfið liti afbrot sem þessi jafn- alvarlegum augum og tollgæslan og fíkniefnalögreglan. Hann segir það vissulega ávallt blendnar tilfinn- ingar þegar menn hljóta svo þungan Þetta er gottskrefí áttlna gegn innflutningi Jóhann R. Benediktsson sýslumaður á Keflavfkurflugvelli dóm en það verði til að fæla menn frá því að flytja fíkniefni til Islands. „Báðir skjólstæðingar mínir eru afar ósáttir við dóminn og við erum að athuga forsendur til áfrýjunar,“ segir Sveinn Andri Sveinsson, lög- fræðingur Litháanna tveggja. Ríkis- saksóknari fór fram á að mennirnir fengju sjö til átta ára fangelsi fyrir brot sitt og telur Sveinn Andri að það hefði getað farið verr og slík for- dæmi séu til staðar. Efnið var sérstaklega sterkt og samkvæmt dómsorði var styrkleiki amfetamínsúlfats allt að 98 prósent. Aftur á móti sé það eðli amfetamíns Skjólstæðingar mínir eru afar ósáttir við dóminn Sveinn Andri Sveinsson, verjandi mannanna að það gufar upp og ljóst að slíkt hefur gerst. Héraðsdómur verður að taka mark á því. Annars hefði verið hægt að drýgja efnið í allt að hundrað kíló. Amfetamín sem fíklar neyti sé yfirleitt um tíu pró- sent að styrkleika. I júlí á þessu ári voru aðrir tveir Litháar dæmdir í fjögurra ára fang- elsi fyrir að smygla amfetamínbasa til landsins. Basinn var um þrjú kíló en hefði efnið verið drýgt gat það numið allt að þrettán kílóum. Þó var ekki hægt að ákæra þá fyrir það heldur eingöngu fyrir amfetamínbasann. Fyrsti Litháinn handtekinn í Leifsstöð. Hann smyglaði inn brennisteinssýru en var síðar sýknaður i Héraðsdómi Reykja- ness. Siöar kviknaði grunur um að sýruna hefði átt að nota við framleiðslu amfetamins. Tveir Litháar dæmdir I sjö ára fangelsi fyrir aö smygla tæpum tólf kiló- um af amfetamini til is- lands með Norrænu. Tveir Litháar dæmdir í Hér- aðsdómi Austurlands þeg- ar þeir fluttu fjögur kiló af amfetamíni með Norrænu. Þeir fengu þriggja ára fangelsisdóm. Tveir Litháar handteknir á Kefla- vikurflugvelii með þrjú kiló af amfetaminbasa í vökvaformi. Hefði efniö veriö drýgt mátti ná þrettán kilóum af amfetamini úr því. Þeir voru dæmdir i fjög- urra ára fangelsi I sumar. Marius Sverrisson treður upp ásamt undirleikara helgarnar 25 og 26 nóv. I.og 2. des og 8. og 9.des. Alltaf Ijúfir píanótónar frá fimmtudegi til sunnudags Lnugavegur 53b • 101 Rrykjavík 5 11 3350 • www.hereford.is 'Oi L'Jcifi /niuntuífruíu tif ju/iniufui/u im og sunnudögum /Borðapantanir m m a mann Hereford nautasteikurnar eru róniaóar, þú velur stærð, steikingu og meðlæti. Magnað!

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.