blaðið - 24.11.2006, Blaðsíða 24

blaðið - 24.11.2006, Blaðsíða 24
4 blaöið Listamannaspjall Myndlistarmennirnir Hulda Há- kon og Brynhildur Þorgeirsdóttir spjalla um sýninguna Málverkið eftir 1980 á sunnudaginn 26. nóvember klukkan 14.00 í Listasafni íslands. Báðar eiga þær verk á | sýningunni en þær voru úti í Amerfku þegar iP nýja málverkið var að halda innreið sína á (slandi. Brynhildur og Hulda munu tala um sýninguna í Listasafninu út frá tímamótasýningu sem haldin var í JL-húsinu árið 1983. Þær stöllur fjalla um hvernig verk þeirra tengjast straumum og stefnum þessa tíma og á hvaða forsendum þær tóku þátt í þeirri gerjun sem kennd hefur verið við nýja málverkið. Listakonurnar hafa báðar vakið athygli fyrir frumlega efnismeðferð á verkum sínum. Rúnum rist andlit og áttunda ára- ferðaðist danski sjöunda tugnum ljósmyndarinn Mogens S. Koch tíu sinnum til Græn- lands með Hasselblad-myndavélina sína í farteskinu. Afrakstur þessara ferða varð þegar yfir lauk yfir íoo þús- und myndir en nú geta íslenskir ljós- myndaáhugamenn barið augum lítið brot þeirra á sýningu sem verður opn- uð í dag á Ljósmyndasafni Reykjavik- ur. Myndirnar, sem allar eru teknar í svarthvítu, sýna stórbrotið landslag Grænlands þar sem andstæður ljóss og skugga eru í aðalhlutverki. Mog- ens fléttar saman landslagið, íbúana og hrjóstrugt umhverfið í myndum sínum sem gefa heildstæða og raun- sæja mynd af landinu sjálfu og heima- mönnum. Hann framkallar myndir sínar á hefðbundinn hátt á silfurge- latín-fíberpappír sem gefur mestu gæðin og eftir hið hefðbundna fram- köllunarferli meðhöndlar hann þær með seleníum-tóner og þurrkar þær á réttan hátt. Hann leggur áherslu á að ljósmyndirnar eigi að endast og mögulega verða fallegri með tíman- um. Mogens S. Koch hefur í yfir 40 ár unnið ötullega að skrásetningu með ljósmyndum og ljósmyndavarð- veislu. Hann var einn af stofnendum forvörsluskóla Konunglegu listaaka- demíunnar í Kaupmannahöfn þar sem fyrst var lögð áhersla á að byggja upp skráningu með Ijósmyndum. Nokkuð fljótlega upp úr því tók svo ljósmyndaforvarsla á sig mynd. Á síðastliðnum 25 árum hefur Mogens S. Koch gegnt mikilvægu hlutverki í faginu á alþjóðavettvangi. Samhliða kennslunni hefur Mogens séð um ljós- myndun á verkum margra fremstu og færustu arkitekta og listhandverks- manna Dana. Ljósmyndarinn hefur einnig gert margar stórfenglegar Hannes - Nóttin er blá, mamma Út er komið hjá Nýhil fyrsta bindi ævisögu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar eftir Óttar Martin Norð- fjörð. Þetta fyrsta bindi ber titilinn Hannes - Nóttin er blá, mamma en von er á tveimur bindum til viðbótar. Bókin er 2 blaðsíður á lengd og aðeins til sölu í bókabúð Máls og menningar á Laugavegi og Þennanum Eymundsson í Austur- stræti. Hún kostar 99 krónur og rennur allur ágóði til Mæðrastyrks- nefndar. Bókin stökk beint í níunda sæti metsölulistans eftir einungis einn dag í sölu. Þetta er fyrsta ævi- saga Óttars en hann hefur getið sér gott orð fyrir Ijóð sin og í fyrra kom út hjá Eddu skáldsaga hans Barnagælur.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.