blaðið - 24.11.2006, Blaðsíða 28

blaðið - 24.11.2006, Blaðsíða 28
2 8 FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2006 blaðið Cafe Sigrún Á veraldarvefnum er að finna skemmtilegar og góðar uppskriftir á netfanginu www.ca- fesigrun.com. Uppskriftirnar eru hollar og góðar fyrir þá sem vilja huga að heilsunni og sleppa sykri og annarri óholltistu. Girnilegar kökur og konfekt fyrir jólin sem valda engu samviskubiti auk spennandi grænmetisrétta sem ættaðir eru frá fjarlægum löndum. Handavinna fyrir matgæðinga Sumir láta sér ekki nægja að borða og elda góðan mat heldur teygir mataráhuginn sig yfir í handavinnuna. Það getur verið skemmtilegt að leggja sokkaprjónið á hilluna og reyna fyrir sér í kleinuhringjahekli og pylsuprjóni. matur matur@bladid.net Uppskrift úr matreiðslubók Jóhönnu Risahörpudiskur með aspars Uppskrift (fyrir 4) • 1 dós stór grænn aspars • 1 dós hvítur aspars • 8-12 risahörpu diskar • salt og pipar • smjör til steikingar • 2 laukar • 1 blaðlaukur • 1 askja ferskir sveppir • 11/2 dl hvítvín (mysa fyrir þá sem ekki vilja vín) • 1 dl rjómi • Vz bolli kóríander • Vz bolli basilíka Aðferð 1. Látið vatnið renna af aspars- inum og þerrið hann. Ef þið notið ferskan aspars, afhýóið þá stilkinn neðst og sjóðið í 20-30 mínútur. Leggið asparsinn á stóran disk. 2. Bræðið smjörið á pönnu og steikið hörpudiskinn við háan hita á öllum hliðum, saltið og piprið. Takið hann af pönnunni þegar hann er steiktur í gegn og blandið saman við asparsinn. 3. Skerið lauk, blaðlauk og sveppi og steikið í smjöri á sömu pönnu þar til allt er orðið mjúkt. Hellið hvítvíni út í og blandið vel, þá rjómanum og kryddjurtunum. 4. Leyfið öllu að blandast vel á pönnunni þannig að kraumi í. Hellið þá yfir asparsinn og hörpu- diskinn og berið fram. Þessi réttur smakkast ótrúlega vel og er einfaldur. Best er að útbúa hann rétt áður en hann er borinn fram. Gott, ískalt og bragðmikið hvítvín er best með, Gewúrztr- aminer er uppáhaldið mitt með þessum rétti. Jóhanna Vlgdis fréttakona er j iistakokkur L Jóhanna Vigdís er þekkt sjónvarpskona Hún er líka mikill mat- gæðingur og gefur út sina fyrstu matreiöslu- bók núna fyrir jólin. I matinn er þetta helst Matreiðslubókin í matinn er þetta helst, Jóhanna Vig- dís býður okkur heim í eldhús, er matreiðslubók sem komin er út hjá JPV útgáfu. Jóhanna Vigdís er að góðu kunn sem fréttamaður hjá Rík- issjónvarpinu og les fréttir á meðan landsmenn borða kvöldmatinn. Jó- hanna Vigdís er mikill matgæðing- ur og finnst fátt skemmtilegra en að útbúa góðan mat. Hún hefur brenn- andi áhuga á mat og matargerð og les mikið af matreiðslubókum og tímaritum um mat. Langþráður draumur „Ég var búin að gæla við hugmynd- ina um að gera mína eigin mat- reiðslubók í meira en ío ár og þetta er búinn að vera langþráður draum- ur hjá mér. Eftir að ég átti fund með Jóhanni Páli hjá JPV útgáfu fóru hjólin að snúast og nú er bókin orð- in að veruleika,” segir Jóhanna en bókin inniheld- ur 50 uppskriftir sem eru margar uppáhaldsuppskriftir Jóhönnu og fjölskyldu hennar. „Þetta eru allt uppskriftir sem mér og mínu fólki finnst góðar og upp- skriftirnar eru fjölbreyttar ogbókin inniheldur kjöt- og fiskrétti, súpur og salöt. Uppskriftunum fylgja góð- ar leiðbeiningar og allir ættu að geta eldað eftir þeim,” segir Jóhanna. Jóhanna bjó um árabil í Sviss og hefur skrifað um matargerð meðal annars í Gestgjafann og önnur mat- artímarit. Hún sækir innblástur í mið-evrópska matargerð auk þess sem hún sjálf er hafsjór hugmynda þegar kemur að matargerðinni og er sífellt að prófa skemmtilega rétti. Allar ljósmyndir í bókinni eru teknar af feðginunum Magnúsi Hjör- leifssyni og Silju Magg og Jóhanna eldaði og stillti upp matnum fyrir myndatökuna. Réttunum í bókinni er raðað í stafrófsröð sem er óvenju- legt fyrir matreiðslubók en það er Börkur Arnarson hönnuður sem á heiðurinn af hönnun bókarinnar. Finnst gaman að kaupa í matinn Jóhanna segir að hún eldi á hverj- um degi, enda rekur hún sex manna heimili. „Ég hef gaman af allri matargerð, hvort sem það er hversdagsmatur eða þegar ég hef lengri tíma og get nostrað við matargerðina," segir hún og bætir því við að henni finnist jafnframt gaman að kaupa í matinn, sem er eitthvað sem mörgum finnst leiðinlegt verk að framkvæma. „Mér finnst matartíminn vera dýr- mæt stund fjölskyldunnar og finnst mikilvægt að fólk gefi sér tíma til að setjast niður og ræða saman og borða góðan mat. Mér finnst þessi tími vera mikilvægur hvort sem um stórar eða litlar fjölskyldur er að ræða.” Þrátt fyrir að vera vön sjónvarps- kona segir Jóhanna að ekki sé á döf- inni að byrja með matreiðsluþætti í sjónvarpinu. „Ég hef nú ekki hugs- að mér það og uni hag mínum vel í fréttunum, finnst álíka gaman að pólitíkinni og matargerðinni.” Jóiakarfan býður meðal annars uppð Nóatúns hamborgarhrygg, veisluosta, jólasíld og kaviar til hátiðarstemningar. Sælkerakarfan er með glæsilegu itölsku ívafi jafnt sem Húsavikur hangilærí og öðrum girnilegum réttum. Lífræna karfan kemur úr Grænagarði Nóatúns og býður upp á vandaðar vörur tengdar iífrænni hollustu.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.