blaðið - 24.11.2006, Blaðsíða 16

blaðið - 24.11.2006, Blaðsíða 16
blaðiðs Útgáfufélag: Stjórnarformaður: Ritstjóri: Fréttastjórar: Ritstjórnarfulltrúar: Árog dagurehf. SigurðurG.Guðjónsson Sigurjón M. Egilsson Brynjólfur Þór Guðmundsson og Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Elín Albertsdóttir JanusSigurjónsson Stuðningsmenn Þegar stjórnmálaflokkarnir samþykkja sjálftöku úr almannasjóðum þá munu þeir ekki, viljandi eða óviljandi, stöðva það að fyrirtæki, félög eða einstaklingar gefi meira en 300 þúsund krónur í kosningasjóðina. Þegar vilji flokkanna verður ofan á munu verða til stuðningsmannafélög fyrir einstök framboð, einstaka stjórnmálamenn eða einstök baráttumál. Þau félög, eða þá velstæðir einstaklingar, munu kaupa auglýsingar til stuðn- ings hinu og þessu og jafnvel verða keyptar auglýsingar gegn framboðum, frambjóðendum eða einstökum málum. Þetta mun gerast. Auglýsingum fækkar kannski lítið, kannski verður engu minna kostað til framboðanna, framfærsla ríkisins til flokkanna verður hins vegar ör- ugglega meiri og dýrari, það munu flokkarnir tryggja. Ahugafélag um breytt kvótakerfi getur varið peningum til að vekja at- hygli á sínu baráttumáli og bent á stefnu þess flokks sem stendur næst vilja félagsins. Að sama skapi geta þeir sem vilja engar breytingar á kvóta- kerfinu varið fjármunum og afli til að vekja athygli kjósenda á sínum mál- stað, bent á með hvaða hætti verður best komið í veg fyrir breytingarnar. Allt þetta myndi ekki flokkast sem stuðningur við flokka eða framboð, sem vegna lagasetningar munu geta notið stuðningsmannafélaga og öfl- ugra stuðningsmanna á sama tíma og opinber framfærsla verður aukin. Eflaust hefði farið betur á að fólk sem ekki hefur hagsmuni flokkanna í algjörum forgrunni ynni tillögur að breyttri skipan þessara mála. Það er varasamt þegar þeir sem hafa mestra hagsmuna að gæta setja sér reglur um umgengni um almannasjóði. Það er nánast hjákátlegt að heyra Kjartan Gunnarsson tala um að nauðsyn sé á ríkisvæðingu flokkanna þar sem fáir ofurríkir séu liklegri til að kaupa sér flokka og baráttu þeirra en áður var. Kjartan Gunnarsson nefnir ekki einu orði handrukkara flokkanna sem kröfðu stjórnendur fyrirtækja um peninga í flokkssjóði í áraraðir og þeir fengu mest sem mest höfðu völdin og mestu réðu. Frægast er dæmið um Jón Ólafsson, sem var góður og gegn flokksbróðir Kjartans, þar til Jón neitaði að borga það sem flokkurinn setti upp. Þá breyttist margt. Jón þótti ekki lengur góður og gegn flokksmaður og segist hafa orðið þess var í lífi og starfi. Þeir flokkar sem nú stjórna landinu hafa haft greiðari aðgang að öfl- ugum fyrirtækjum en aðrir flokkar. Þegar sameiginlegur vilji allra flokka verður ofan á og almannasjóðir verða látnir borga meira í kosningabarátt- una opnast nýjar leiðir til fjáröflunar og styrktar flokkunum. Það verður ekki í þeirra nafni, en flokkarnir og frambjóðendur munu vel njóta fram- lags stuðningsmannafélaga og framlaga örlátra manna, ekki endilega til stuðnings við flokka, heldur frekar við málefni sem gagnast greiðend- unum. Þau framlög munu ekki rata til ríkisendurskoðanda, einsog beinar fjárreiður flokkanna. Sigurjón M. Egilsson. Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins EITT Í33ALDFRJALST SIMANUMER 800-88 16 FÖSTUDAGOR 24. NÓVEMBER 2006 blaðiö Thrri/ vm mín. m M WðG/TF, L»STÆrf HFRij/l. FRJ)U5LruDUNi Pjo-ÞFf^McSSfNNU/Vt E’nG-u VtL3/í ’&'fc'EYTA, Nýjar fréttir af samstöðu stjórnarandstöðunnar Forystumenn stjórnarandstöðu- flokkanna á Alþingi efndu til blaðamannafundar í gærmorgun til að greina frá þeim pólitísku stór- tíðindum, að þeir hefðu nú við 2. umræðu um fjárlagafrumvarp rík- isstjórnarinnar, ákveðið að standa saman að breytingartillögum. Fjöl- miðlarhafaað sjálfsögðugreintvel og skilmerkilega frá þessari sam- stöðu flokkanna, enda eru liðnir næstum tveir mánuðir frá því þeir efndu síðast til sameiginlegs blaða- mannafundar í þinghúsinu til að undirstrika samstöðu sína. Ýmsir hefðu því getað dregið þá ályktun að samstaðan væri farin að gliðna, enda hafa flokkarnir talað hver í sína áttina í flestum helstu málum í millitíðinni. Oftast nær hafa komið frá þeim þrenns konar sjón- armið við umræður um þingmál, en stundum fleiri, einkum þegar það hefur þjónað prófkjörshags- munum einstakra frambjóðenda úr þeirra röðum. Enginn má skilja orð mín svo, að samstaða stjórnarandstöðuflokk- anna um breytingartillögur við fjárlagaafgreiðslu séu ekki ákveðið fréttaefni - þær eru það svo sann- arlega. Venjulega einkennist til- löguflutningur einstakra stjórnar- andstöðuflokka við þetta tækifæri af innbyrðis keppni í yfirboðum. Nú hafa þeir hins vegar sameinast um yfirboðin og er það vissulega nokícur árangur. Skýringin kann að vera sú að tillaga stjórnarand- stöðunnar er í raun aðeins ein, að auka útgjöld á sviði lífeyrismála um 7,4 milljarða umfram það sem gert er ráð fyrir í frumvarpi ríkis- stjórnarinnar. Ekki er um að ræða neinar tillögur á öðrum sviðum. Stjórnarandstöðuflokkunum er að vissu leyti vorkunn. Góð afkoma ríkissjóðs vegna uppgangsins í sam- félaginu hefur valdið því að svigrúm hefur verið til verulegrar aukningar útgjalda til hinna ýmsu málaflokka. Það hefur verið unnt á sama tíma og skuldir ríkisins hafa verið greiddar niður í stórum stíl og farið hefur verið út í verulegar skattalækkanir. i Viðhorf Birgir Ármannsson Á tímum sem þessum er vissulega erfitt fyrir stjórnarandstöðuna að gagnrýna ríkisstjórnarmeirihlutann fýrir að auka ekki útgjöldin meira - enda er verið að auka útgjöldin um- talsvert. Fremur mætti gagnrýna stjórnarflokkana fyrir að sýna ekki meira aðhald, en það er hins vegar ekki í samræmi við almennar pólit- ískar áherslur stjórnarandstöðunnar, sem mótast í grundvallaratriðum af því viðhorfi að hið opinbera eigi að taka sem mest til sín með sköttum og úthluta því svo til þeirra verkefna, sem stjórnmálamönnunum eru helst þóknanleg. En hvers vegna tala ég um þörf á að- haldi? Eru ekki til nægir fjármunir? Er ekki afkoma ríkissjóðs góð? Jú, vissulega. Það eru hins vegar aðrir þættir sem gera áðhaldssama stjórn ríkisfjármálanna mikilvæga. Fyrst ber að nefna að aðhald af hálfu rík- isins skiptir að sjálfsögðu verulegu máli þegar þensla er í samfélaginu og verðbólga meiri en ásættanlegt er. í öðru lagi er mikilvægt að halda aftur af aukningu ríkisútgjalda þótt uppsveifla sé í samfélaginu, því þótt auðvelt sé að auka ríkisútgjöldin við slíkar aðstæður þarf að hafa í huga, að mikill hluti þeirra er þess eðlis, að erf- itt er að draga úr þeim þegar harðnar á dalnum í efnahagslífinu. Það er því skynsamleg stjórn ríkisfjármála til lengri tíma að láta ekki undan öllum freistingum til að auka útgjöldin þegar vel árar til þess að lenda ekki í vandræðum þegar að kreppir. Það er nefnilega ekki víst að alltaf verði góð staða í efnahagslífinu, að at- vinnulífið geti endalaust staðið undir jafn hröðum vexti og undanfarin ár og að tekjur almennings haldi stöð- ugt áfram að vaxa. Árangur undan- farinna ára er engin tilviljun heldur niðurstaða skýrrar pólitískrar stefnu. Ef blaðinu yrði snúið við og önnur og neikvæðari viðhorf til atvinnulífs og efnahagsuppbyggingar kæmust að í stjórnarráðinu, væri raunveruleg hætta á efnahagskreppu af manna- völdum hér á landi. I grundvallarat- riðum munu kosningarnar í vor snú- ast um þá hættu. Höfundur er þingmaður Sjálfstæöisflokksins I Reykjavik. Klippt & skorið r Ameðan aðalmeðferð olíumálsins svo- kallaðaerfyrirHéraðsdómiReykjavíkur spókar fyrrverandi olíukóngur (slands, Kristinn Björnsson, sig um í glæsihöllum á Indlandi sem sendifulltrúi (slensku þjóðarinnar ásamt eigin- konu sinni, Sólveigu Pét- ursdóttur, forseta Alþingis og fyrrverandi dómsmála- ráðherra, og fleiri íslenskum ráðamönnum svo sem Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, Jóni Kristjánssyni, Sigríði Önnu Þórðardóttur, Steingrími J. Sigfússyni og fleira fólki. Sendinefndin er í opinberri heimsókn og mun meðal annars heimsækja indverska þingið. Án efa væsir ekki um þetta fína föruneyti sem er væntanlegt heimídag. Reykingabann þykir orðið sjálfsagt í öllum fyrirtækjum og á manna- mótum og þeir sem enn reykja þurfa að sætta sig við að standa utandyra í alls kyns veðri og vindum. Frændur vorir Danir eru miklir reykingamenn og þar er starfrækt sérstakt félag reykingamanna sem berst gegn reykingabanni á opinberum stöðum. Við erum lengra komin á þessari braut hér heima, þökk sé tóbaksálfinum Þorgrími Þráinssyni. Þess vegna skýtur það skökku við þegar börn eru verðlaunuð fyrir að reykja ekki. Skrifari heyrði af því að 12 ára bekkur í Flataskóla hefði fengið verðlaun fyrirað vera reyklaus! að er undarlegt að það sé kona, Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra, sem þarf að verja þá ákvörðun að leggja niður sérhæfða mæðraeftirlitið á Heilsu- verndarstöðinni, kona sem jafnframt er móðir. Þarna hafa verðandi mæðurnotið frábærrar umönnunar allt frá því elstu mömmur muna. Það voru líka nær eingöngu konur sem höfðu skoðun á þessu máli á Alþingi; Þórunn Sveinbjarnar, Kolbrún Halldórs og Asta Möller. En hvar voru karlarnir sem grobba sig sifellt af því að vera fjölskylduvænir rétt fyrir prófkjör? elin@bladid.net

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.