blaðið

Ulloq

blaðið - 24.11.2006, Qupperneq 21

blaðið - 24.11.2006, Qupperneq 21
blaöió Ar Utsaumur, prjón og þrykk Áhugi á handavinnu hefur auk- ist mjög á síðustu árum og í saum- klúbbum er nú saumað og prjónað af kappi en ekki bara talað eins og oft var áður. Útprjónaðar lopapeysur eru vinsælli en nokkru sinni og alls kyns púðar með fallegum ísaumi eru einnig mjög vinsælir. Nýlega var opnuð í Kópavogi hannyrðaverslun sem nefnist Kven- legar listir en slíkar vtrslanir hafa einmitt týnt tölunni hver af annarri síðastliðin ár. „Handavinna á að vera skemmti- leg og afslappandi. Sjálfri finnst mér notalegt að setjast niður á kvöldin og skapa eitthvað fallegt. En þá skiptir líka miklu að efniviðurinn sé góður og spennandi og þannig hannyrðavörur kappkosta ég að bjóða,” segir Halldóra Arnórsdóttir, eigandi verslunarinnar. Nafn verslunarinnar vekur athygli en það er fengið frá séra Sveini Ólafs- syni, presti í Vallanesi á Héraði. Hann orti árið 1654 heilræðakvæði til Guð- ríðar Gísladóttur um þær kvenlegu listir sem hún yrði að nema áður en hún giftist. „Bið ég að þú lærir bestu hannyrðir," kvað klerkurinn. Upphefja listir kvenþjóðarinnar Mörgum finnst ef til vill sem hér sé hallað á karlana en því eru Halldóra og Erla Hrönn Sigurðar- dóttir, textílkennari og starfsmaður verslunarinnar, ósammála. „Af hverju má ekki upphefja þær listir sem hingað til hafa meira verið í höndum kvenþjóðarinnar? Ekki það að búðin hefur vakið mikla lukku á meðal fluguhnýtingamanna lands- ins,” segir Halldóra. í Kvenlegum listum er fjölbreytt úrval af flestu því sem til þarf til útsaums, meðal annars garn úr bómull, ull og silki. Mikið úrval er af bókum og blöðum til útsaums, meðal annars frá Inspirations og Country Bumpkin. Að auki fæst prjónagarn frá hinum þekkta danska hönnuði Marianne Isager, ásamt uppskriftum hennar. Einnig er í versluninni að finna skemmti- lega hönnun frá Helgu Isager, sem er ungur og upprennandi prjónahönn- uður. Þá verður boðið upp á spenn- andi nýjungar í þrykki, úrval af mis- munandi þrykkilitum og festum sem gefa spennandi áferð. Góð aðstaða í búðinni er góð vinnuaðstaða og þar með góð aðstaða til nám- skeiðshalds. Því er hægt að koma á námskeið í Kvenlegum listum í öllu því sem í boði er í búðinni, það er í útsaumi, prjóni og þrykki. I versl- uninni er góð aðstaða til að setjast niður, fá sér kaffi og skoða gott úr- val af bókum og blöðum um allra handa handverk. Hlúðu vel að hundinum þínum Auglýsingasíminn er 5103744 EIEHEl Thea^ www.Thea.is DÝRARIKIÐ Grensásvegi s: 5686668 Skútuvogi 16 s:5680020 - Akureyri s:4612540 - www.dyrarikid.is

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.