blaðið - 24.11.2006, Blaðsíða 2

blaðið - 24.11.2006, Blaðsíða 2
ÍImÍÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2006 VEÐRIÐ I DAG Hægur vindur Hæg norðaustanátt og léttskýjað sunnan- og vestanlands. Frost allt að 7 stig en mildast við suðurströnd- ina þar sem hitastig verður við frostmark. ÁMORGUN Léttskýjað Norðaustan 8 til 13 metrar á sekúndu og dálitil él norðan- og austanlands, heldur hægari og léttskýjað að mestu um landið suðvestanvert. Frost 0 til 6 stig. VÍÐA UM HEIM Algarve Amsterdam Barcelona Berlín Chicago Dublin Frankfurt 19 13 23 8 2 9 12 Glasgow Hamborg Helsinki Kaupmannahöfn London Madrid Montreal 9 10 4 6 6 15 -1 blaðið New York Orlando Osló Palma París Stokkhólmur Þórshöfn 6 6 5 23 13 6 7 Sjálfstæðismaður: Kaus hjá Sam- fylkingunni „Ég tók þátt í prófkjörinu, bara eins og mér var heimilt. Um það er ekkert annað að segja," segir Guðmundur Gunnarsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Álftanesi. Hann tók þátt í prófkjöri Samíylkingarinnar í SV-kjördæmi. Guðmundur segir ástæðuna vera þá að hann vildi styðja sérstaklega við bakið á ákveðnum fram- bjóðanda Samfylkingarinnar í umræddu prófkjöri. Aðspurður vildi Guðmundur ekki tjá sig um hvaða ffambjóðandi það er. Vinstri grænir: Fjölgað um fjórðung Frá þvi félagi númer 2000 var boðinn velkominn í flokk Vinstri grænna í september hefur félög- unum fjölgað um nær 500. Flestar ný- skráningarnar hafa verið á höfuðborg- arsvæðinu. „Fólk hefur dottið jafnt og þétt inn í flokkinn. Þetta er ekki bara vegna forvalsins þótt aðeins hafi verið gefið í að undanförnu,” segir Drífa Snædal, framkvæmda- stjóri flokksins. Forval flokksins í kjördæmunum þremur á höfuðborgarsvæðinu fer fram laugardaginn 2. desember og eru frambjóðendur 30 talsins. Þeir sem vilja taka þátt í forval- inu þurfa að skrá sig í flokkinn fyrir klukkan 17 á morgun því að þá verður kjörskránni lokað. Fá 425 milljónir króna í styrki úr ríkiskassanum Stjórnmála- flokkarnir fimm á Alþingi fá veglega styrki bim/fmí Nýir flokkar sitja við annað borð en þeir sem fyrir eru: Þurfa að sanna sig til að fá styrki ■ Framför frá regluleysi ■ Ný framboð þurfa meira aðgengi að fjölmiðlum Landsvirkjun: Fjórar milljónir til Ómars Landsvirkjun ætlar að styrkja verkefni Ómars Ragnarssonar, Örkina, um fjórar milljónir króna. Ómar hafði óskað eftir því að Landsvirkjun styrkti verkefnið en hann hefur verið að kvikmynda landið sem fer undir vatn við myndun Hálslóns. Þorsteinn Hilmarsson, upp- lýsingafulltrúi Landsvirkjunar, segir að formleg ákvörðun um veitingu styrksins verði tekin á stjórnarfundi í dag. „Við höfð- um áður sagt að honum væri velkomið að nýta sér húsaskjól og mat frá okkur ef hann væri þarna á Kárahnjúkasvæðinu." Eftir Höskuld Kára Schram hoskuldur@bladid.net Eðlilegt er að ný stjórnmálaöfl eigi ekki greiðan aðgang að ríkis- styrkjum fyrr en þau eru búin að sanna sig í kosningum að mati pró- fessors í stjórnmálafræði. Mikil framför „Það er fráleitt að ætla ,að menn geti boðið sig fram og fengið styrki áður en nokkuð á þá reynir,“ segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla fslands. ,,Ég held því að þetta séu eðlilegar reglur en á móti þarf að tryggja nýjum framboðum aukið aðgengi að fjölmiðlum." Samkvæmt drögum að frumvarpi um fjármál stjórnmálaflokka þurfa nýir flokkar að fá að minnsta kosti 2,5 prósent atkvæða í kosningum eða einn mann kjörinn á þing eða í sveitarstjórn til að fá styrk. Nokkrir hafa gagnrýnt þetta ákvæði á þeim forsendum að þarna sé verið að gera nýjum stórnmálaöflum erfitt Höfum ekki sett fram neinar óskir í tengslum við frumvarpið Sigurður Þórðarson, ríkisendurskoðandi að skapa sér svigrúm. Þau þurfi að keppa í kosningum við núverandi flokka sem fái strax styrki frá ríkinu. Ólafur segir frumvarpið mikla framför enda sé fsland nánast eina vestræna lýðræðisríkið sem ekki hafi sett reglur af þessu tagi. „Það eru nánast alls staðar reglur í ná- grannalöndum okkar sem kveða á um gagnsæi og takmarkanir á fjár- öflun stjórnmálaflokkanna. Þannig að þetta frumvarp er mikil framför." Þá segir Ólafur ekkert óeðlilegt við að stjórnmálaflokkar séu styrktir beint af ríkinu enda séu þeir að mörgu leyti stofnanir sem gegni lyk- ilhlutverki í gangverki lýðræðisins. ,Það er ekki endilega gott að flokkar séu á ríkisstyrkjum en það er enn verra ef þeir eru of háðir hagsmuna- Fráleitt að nýir fiokkargeti fengið styrk strax Ólafur Þ. Harðarson, prófessor öflun úti í samfélaginu. Almennt hafa ríkisstyrkir til stjórnmálaflokka verið stórhækkaðir víða um heim og þetta er augljóslega almenn þróun og ekki bara bundið við ísland.“ Ekki búnír að meta þörf Verði frumvarpið að lögum er ljóst að verkefnum ríkisendurskoð- unar fjölgar því stofnuninni er gert að fylgjast með bókhaldi flokka og frambjóðenda í prófkjörum og forsetakosningum. Sigurður Þórðarson ríkisendur- skoðandi segir stofnunina ekki búna að meta hvort þörf verði á auknu fjár- magni eða starfsfólki til að takast á við aukin verkefni. „Við höfum ekki sett fram neinar sérstakar óskir í tengslumvið frumvarpið." Blaðið: Elín ráðin rit- stjórnarfulltrúi Elín Albertsdóttir hefur verið ráðin ritstjórnarfulltrúi á Blað- inu. Elín heldur utan um skrif á helgarefni, innblaðsefhi og í sérblöð serjj fylgja Blaðinu. Elínhófblaða- mannsferil sinn á Dagblaðinu sem síðarvarð að DV við sam- eininguna við Vísi, þar var hún meðal annars umsjónarmaður helgarblaðs DV um niu ára skeið. Eftir það varð Elín ritstjóri tímaritsins Húsa og híbýla og gegndi því starfi í fimm ár eða allt þar til henni var boðið að taka við ritstjórn Vikunnar sem hún gegndi í fimm ár. ÍSLANDS NAUT Sambýlið á Smiðjuveginum: Búa yfir dekkjalager „Við leitum alltaf í húsnæði út frá þeirri grunnreglu að fólk geti verið til staðar. Erlendis fara slökkvilið víða bara eftir upplýsingum sem fást og gera því ekki alltaf ráð fyrir fólki í iðnaðarhúsum. Við gerum hins vegar alltaf ráð fyrir því og leitum fyrst að fólki,” segir Jón Viðar Matt- híasson, slökkviliðsstjóri höfuð- borgarsvæðisins. í vikunni greindi Blaðið frá ólöglegu sambýli tæplega sjötíu Pólverja í ósamþykktu hús- næði á Smiðjuveginum. Sambýlið er á efstu hæð og á jarðhæð hússins er dekkjaverkstæði Sólningar með heil- mikinn lager af dekkjum eftir endi- löngu húsinu. Gríðarlegur eldur getur því orðið ef kviknar í dekkja- lager fyrirtækisins. Jón Viðar segir fjölda innflytjenda sem búa í iðn- ®J Stilling vAHAHLUT IH Yfir dekkjalager Sambýlið á ' Smiðjuveginum er yfir dekkjaverk- stæði Sólningar og er gríðarlegur dekkjalager þvert í gegnum húsið. aðarhverfum skapa slökkviliðinu vandamál því það veit eklci alltaf hvar má gera ráð fyrir fólki innan- dyra. „Því einfaldari sem málin eru fyrir okkur, því betra. Við höfum heimsótt sambýlið á Smiðjuveg- inum og teljum brunavarnir þar vera viðunandi,” segir Jón Viðar.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.