blaðið - 24.11.2006, Blaðsíða 32

blaðið - 24.11.2006, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2006 íþróttir ithrottir@bladid.net blaöiö Wenger játar ósæmilega hegöun Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, hefur játað að hafa sýnt ósæmilega hegðun gagnvart Alan Pardew, knattspyrnustjóra West Ham, þegar liðin mætt- ust á Upton Park 5. nóvember. Stjórarnir skiptust á misfögrum orðum eftir að íslandsvinurinn Pardew fagnaði innilega sigurmarki West Ham undir lok leiks- ins. Pardew hefur þegar beðist afsökunar á þessum mikla fögnuði sínum. West Ham er nýja íslendingaliðið: Fjörutíu ár frá síðustu Eggert og Björgólfur eru meö fótboltahjarta ■ Vesturbæjarliö eins West Ham er eitt elsta knattspyrnufélag Englands en það var stofnað árið 1895 undir nafninu Thames Ironw- orks. Liðið lék undir því nafni til alda- móta þegar það var nefnt West Ham United. Þrátt fyrir háan aldur hefur félagið aldrei orðið Englandsmeistari og aðeins þrívegis orðið enskur bik- armeistari. Þó er oft talað um gullald- arár West Ham á sjöunda áratugnum um það leyti sem Englendingar urðu heimsmeistarar í knattspyrnu árið 1966. Þá léku með liðinu leikmenn sem löngu eru orðnir goðsagnir í enskri knattspyrnusögu, þeir Geoff Hurst, Bobby Moore og Martin Peters. West Ham hefur átt ágætis gengi að fagna undanfarin ár ef undan- skilin eru tvö tímabil á árunum 2003 til 2005 þegar félagið lék í næstefstu deild eftir tíu ára óslitna veru í þeirri efstu. Hamrarnir komust í bikarúrslit í fyrra í fyrsta sinn síðan 1980 þar sem þeir þurftu að lúta i lægra haldi fyrir Liverpool. West Ham endaði síðasta tímabil í ní- unda sæti úrvalsdeildar og voru miklar væntingar gerðar til félagsins fyrir yf- irstandandi tímabil, sérstaklega eftir tilkomu Argentínumannanna Javiers Mascherano og Carlos Tevez. Hvorki félagið né Argentínumennirnir tveir hafa þó staðið undir væntingum og hafa farið illa af stað í vetur. Leikmenn og stuðningsmenn fengu þó ástæðu til að horfa bjartari augum fram á veginn í vikunni þegar skuldir félagsins voru greiddar af nýjum eigendum og pen- ingum lofað til leikmannakaupa. Stuðningsmönnum West Ham Un- ited hefur fjölgað margfalt á íslandi undanfarna daga. Líkt og þegar Stoke United varð að hálf-íslensku félagi fyrir nokkrum árum má reikna með að íslendingar í West Ham-búningum með West Ham-trefla sem segjast alltaf hafa borið taugar til þessa forna félags, verði sífellt algengari hér á landi. Til að greina kjarnann frá hisminu gróf Blaðið upp nokkra ósvikna stuðn- ingsmenn félagsins til fjörutíu ára, ræddi stuttlega við þá um félagið og spurði meðal annars: Af hverju West Ham? Sterkt og skemmtilegt liö „Þetta var bara sterkt og skemmtilegt lið á þessum tíma með fullt af skemmtilegum leikmönnum;' svarar Sævar Jónsson, verslunareigandi og fyrrverandi knatt- spyrnumaður hjá Val. „Ég hef haldið með West Ham frá því ég var átta ára gamall eða frá þvl 1966 þegar Englendingar urðu heimsmeistarar. Það hefur auðvitað gengið upp og ofan hjá liðinu en það er vonandi að hagur okkar fari að vænkast núna," segir Sævar bjartsýnn. Sævar á eina West Ham-treyju merkta fyrrverandi leikmanni félags- ins, Freddy Kanouté, sem Guðni Bergsson, Valsmaður og fyrrverandi leikmaður Bolton, gaf honum. „Guðni sagði mér að eftir leik Bolton og West Ham fyrir nokkr- um árum hefði hann velt því fyrir sér hvort hann þekkti nokkurn aðdáanda West Ham og allt í einu munað eftir mér og fengið Kanouté til að skipta við sig,“ segir Sævar lukkulegur. í treyjunni á æfingum „Það voru þarna náttúrlega Martin Peters, Geoff Hurst og Bobby Moore sem skópu heimsmeistaralið Englend- inga 1966,“ svarar Guðmundur Ingi Jónsson, eftirlits- dómari og endurskoðandi. „Ég á treyju sem konan mín gaf mér þegar ég varð fimmtugur og hef mætt í henni á fótboltaæfingar siðan. Strákarnir hafa hlegið að mér fyrir að klæðast henni en þeir hlæja ekki lengur. Núna vilja nefnilega allir eiga gullið.“ Guðmundur segir að sér lítist vel á framtíð West Ham, hann þekki Eggert og Björgólf báða mjög vel. „Þetta eru menn með fótboltahjarta og það er gott fyrir félagið," segir Guðmundur. Aðdáandi í 39 ár „Ég byrjaði að styðja West Ham árið 1967 þegar sjón- varpið hóf útsendingar frá ensku knattspyrnunni því ég trúði því að West Ham væri Vesturbæjarlið eins og KR,“ segir Egill Egilsson, verslunarstjóri í Stykkishólmi. Egill fór í fyrra að sjá West Ham spila við Manchester United á Upton Park í sitt fyrsta og eina skipti, en ekki það síðasta. „Við töpuðum því miður fyrir United í þessum leik sem leit vel út framan af. Marlon Harewood skoraði í fyrstu sókn West Ham en svo fengum við á okkur tvö mörk og töpuðum leiknum 2-1, því miður," segir Egill sem fór þó ekki tómhentur af vellinum. „Þótt við höfum tapað leiknum náði ég þó að gera þarna góð kaup, en ég náði að kaupa mér aðalbúning, varabúning og æf- ingagalia West Ham." Óvart aðdáandi „Ég kann nú enga skýringu á því af hverju ég byrjaði að halda með West Ham. Þetta er bara eitthvað sem gerist. West Ham og Manchester United voru sterkust á þessum tíma þegar byrjað var að sýna frá enska bolt- anum 1966," segir Hjálmar Jónsson blaðamaður. „Líklega hafði það þó eitthvað að segja að einn besti vinur pabba var harður stuðningsmaður.'1 Hjálmar segist einu sinni hafa farið að sjá sína menn spila en það hafi verið árið 1983. „Ég fór að sjá West Ham - Arsenal. Ég man nú ekki hver lokastaðan var en við töpuðum leiknum man ég,“ segir Hjálmar sem reikn- ar með því að hann fari að láta sjá sig oftar á Upton Park núna þegar félagið er orðið hálf-íslenskt.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.