blaðið - 24.11.2006, Blaðsíða 38

blaðið - 24.11.2006, Blaðsíða 38
38 F.ÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2006 blaöið Líkur á andláti > Líkurnar á því aö manneskja falli fyrir morðingjahendi eru einn á móti 20.000. > Líkurnar á því að manneskja láti lífið af hundsbiti eru einn á móti 700.000. > Líkurnar á því að manneskja drukkni í baðkari eru einn á móti milljón. > Líkurnar á því að manneskja láti lífið af völdum geimrusls eru einn á móti fimm milljörðum. ítölsk kvikmyndahátíð Nú stendur yfir ítölsk kvikmyndahátíð í Háskóla- bíói og um að gera að skella sér í bíó til að fá ítalskan hita í sálartetrið. Hátíðin stendurtil 3. desember og verða alls tíu myndir sýndar. » Piparsveinaeldhúsið Snorri Sturluson starfar sem dag- skrárstjóri hjá XFM 919. Hann er piparsveinn vikunnar og galdrar fram afskaplega fljótgert tortell- ini. Dagskrárstjórar hafa engan tíma til að hangsa í eldhúsinu og Snorri segir eldhús sitt ekkert til að hrópa húrra fyrir. Fullt nafn: Snorri Sturluson. Andlegur aldur: Tjah... Starf: Dagskrárstjóri XFM 919. Fyrirmynd í lífinu: Afreksmenn og konur af öllum stærðum og gerðum. Að vinna á togara eða við blóma- skreytingar: Togara, hef af því glimr- andi góða reynslu. Sigldur maður! Eru skór til að ganga á? Neibb... til að ganga í. Myndirðu nota Men Expert Power Buff Anti-Roughness Exfoliator? Aldrei. Hræðistu skordýr? Almennt ekki, en mér er alveg sama þótt ég „hitti” ekki sumartegundir þeirra á hverjum degi. Notarðu nefháraklippur? Nei takk. Áttu safn af skurðarhnífum og wok-pönnum í eldhúsinu? Ekkert rosalegt hnífasafn, sleppurtil, og fína wok-pönnu. Finnst þér gaman að baka kökur? Ekkert sérlega, en ég get alveg hugsað mér leiðinlegri hluti svo sem. Ferðu eftir uppskriftum? Það kemur alveg fyrir. Rakarðu þig annars staðar en fyrir ofan axlir? Hehe. Hvað er kynþokki? Síbreytilegt og algjörlega óskiljanlegt aðdráttarafl og áhugahvati. Rimnaflæði 1 Breiðholtinu Keppm í rimnaflæði verður haldin (Mið- bergi í Efra-Breið- holti klukkan sjö í kvöld. Aldurstak- mörk þátttakenda * eru miðuð við grunn- skóla- og félagsmið- stöðvaraldurinn. Dæmt verður eftir fjórum at- riðum: Rímum, flæði, stíl og textainnihaldi. Húsið verður opnað klukkan 19.00. Fyrsta atriði á svið 19.30. Þeir sem eiga eftir að skrá sig geta skráð sig á heimasíðu Samfés. rs Hafðu ^ r gott sjónvarp í T svefnherberginu (nauð- synlegt, ásamt góðum nátt- buxum, fyrir helgarboltann), en berðu gæfu til þess að slökkva á þvi á réttum . \ augnablikum! Á m Fljótlegt og hrikalega gott tortellini! Tortelliniið (skiptir ekki öllu hvort það er osta- eða kjötfyllt) er soðið i samræmi við leiðbeiningar og þegar það er vel á veg komið er tómatpúrra sett í pott, einum grænmetiskjötkraftsteningi bætt út í og réttri þykkt náð með mjólk og rjóma (alls engin skylda að spara rjómannl). Tortelliniið, sem ætti að vera orðið tilbúið, er svo sett út I og þessu leyft að malla saman í þrjár til fimm mínútur. Rosalega gott að bera þetta fram með hvítlauks- brauði og heimatilbúnu salati; til dæmis jöklasalpti, papriku, tómötum, sveppum, púrrulauk, ferskum hvítlauk og fetaosti. I bláum skugga á Akureyri Védís Hervör og Seth Sharp munu spila á tónleikum á Græna hattinum á Akureyri annað kvöld. Tónleikarnir verða undiryfirskriftinni Silver og dag- skráin nokkurs konar „fúsíon" af (slenskri og amerískri dæg- urtónlist. Tii að mynda er lag- inu Sofðu unga ástin mín hrært skemmtilega saman við perluna Summertime og áheyrendur munu heyra afar fönkí útgáfu af Stuðmannalaginu ’ bláum skugga. FRIR WH0PPER JR. FYLGIR HVERRI WHOPPERMÁLTÍÐ ELDSTEIKT ER EKTA! Á kassanum Arni Einar Birgisson Ég, eins og margir aðrir, er búinn að steinliggja með flensu. Þetta er nú ekki í frásögur fær- andi, enda er ég reykingamaður, og eins og flestir reykingamenn er ég meira og minna kvefaður frá septemberbyrjun til aprílloka, og einu sinni á vetri verður kvef- ið óviðráðanlegt og maður leggst í rúmið/sófann. Svo liggur maður slímugur og horaður í hálfgerðu óráði og skiptir veikum mætti á milli sjónvarpsstöðva. Og þar sem ég er þessi týpíska miðbæjarrotta, er ég bara með aðgang að Ríkissjónvarpinu, Sir- kus, Skjá í og Omega. Einhverra hluta vegna er síðan Omega stað- sett á milli RÚV og Skjás í á sjón- varpinu mínu, þannig að í óráðs- ástandi mínu seinustu daga hef ég oftar en ekki staldrað við á Om- ega. Guð minn almáttugur! Dag- skráin á stöðinni er alveg ótrúleg. Messur, samkomur og umræðu- þættir með (ofsa)trúarpostulum amerískum eins og Jimmy Swagg- art, Billy Graham og Gunnari í Krossinum, umræðuþættir um ástandið í Mið-Austurlöndum þar sem er sett fram... tja, að- eins öðruvísi skoðun á því hvernig Palestínumenn eru að misþyrma vesalings ísraels- mönnunum. Einnig kemur oft fram einhver al-falskasti trúbador sem ísland á og glamrar á gítarinn og að því er virðist semur óði til meistara Jesú á staðnum sem hljóma flestir eiginlega eins og einhver taki kött á lóðaríi og reyni spila á hann eins og harm- óníku. Ég , mæli með honum, að sjá er að trúa. Og eftir að hafa innbyrt Omega í óráði, fór ég að hugsa hvað það væri frábært að ef allir minni- hlutahópar (ég held að flestir hljóti að vera sammála um það að markhópur Omega teljist til minnihlutahóps á íslandi) væru með sina eigin sjónvarpsstöð sem sýndi ódýrt sjónvarpsefni. Smáglæpamenn og eiturlyfjasal- ar myndu reka sjónvarpsstöðina Glæpon, sem myndi endursýna New Jack City og Blow til skipt- is, í stað trúbadorsins væru sýnd myndbönd með transtónlist, einnig kennslumyndbönd um allt frá lásauppdýrkun til krakkfram- leiðslu. Éndalausir umræðuþætt- ir um skaðleysi kannabisreykinga og ekki má gleyma sunnudags- hugvekjunni með ívari Erni úr Dr. Mister. KR-ingar (reyndar varla minnihlutahópur) væru með stöð sem spilaði KR-lagið eft- ir Bubba aftur. Stöðin fyrir ríkisstarfsmenn sem hafa verið reknir fyrir afglöp í starfi væri búin að ráða Hjört Howser og Árna Johnsen til þess að halda úti umræðuþætti um hversu mikið Sigur Rós, GusGus, Páll Óskar og XXX Rotweiler hundar ættu ekki rétt á sér. Breskir ferða- menn væru með stöðina Næsti umgang- ^ ur, sem myndi ekki senda út neitt nema 24 tíma umræðuþátt í beinni frá Bellys, Hafnarstræti, um hvað bjórinn er dýr hérna á Klakanum. Og ég, ég væri náttúrulega með mína eigin stöð, djöfullværi ég flottur.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.