blaðið - 24.11.2006, Blaðsíða 22

blaðið - 24.11.2006, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2006 blaðið 5QJ ííS1 F0TLUN 1 o»c ÍS'Z (Q Q' — 11 ■l-„--1 J kolbrun@bladid.net I túninu heima Verk mánaðarins á Gljúfrasteini i nóvember er minningasaga Halldórs Laxness, i túninu heima, og mun Halldór Guðmundsson spjalla um hana á Gljúfrasteini klukkan 16:00 á sunnudag. Halldór ætlar að bera bók Lax- ness saman viö bækur tveggja annarra íslenskra höfunda sem einnig ól- ust upp í sveit, en þeir eru Þórbergur Þórðarson og Gunnar Gunnarsson. Fötlunarfræöi er ungt fræðasviö sem felur í sér nýjan skilning á fötlun sem ögrar ríkjanai orðræðu og gagnrýnir hana. Þessi nálgun hefur á unaan- förnum árum breytt fræ&astarfi, fært fötlu&um nýjan sjálfsskilning og haft dýrmæt áhrif á baráttu þeirra. Ný heimspekileg hreyfing , heimspeki- praktíkin, hefur endurvakiö vi&leitni forna heimsppkinga til aá lifa eftir hugmyndum sínum. I bókinni er m.a. fjallab um sókra- tíska samræáu. barnaheimspeki, heimspeki- lega ráðgjöf, heimspekikaffihúsiá og sjö grunnþætti lífslistarinnar. 7. USTGREININ I bókinni er fjallaö um kvik- myndastjörnur frá ýmsum hli&um og tengsl áhorf- andans viö þær. Auk þess eru einstakar stjörnur túlkaðar, allt frá Joan Crawford til Tom Cruise. Kvtkmynddqreina Hér er fjallaá um þær ólíku leioir sem farnar hafa veriá í flokkun og skilgreiningu Hollywood- kvikmynda. Tilraunamyndir Fri&riks Þórs , oa heimilaarmyndirnar Elasmi&urinn og Rokk í Reykjavík eru sko&a&ar og rýnt í leiknar kvikmyndir hans. HÁSKÓLAÚTGÁFAN www.haskalautgafan.hi.is íóhann Páll Valdimarsson gefur út ferðasögu r I för með skáldum ti að aka - Á reykspú- andi Kadilakk yfir Ameríku er ferðasaga eftir Ólaf Gunnarsson og Einar Kárason. Rit- höfundarnir ákváðu að láta gaml- an draum rætast og keyra þvert yfir Bandaríkin í Kadilakk. Með í för var útgáfustjórinn Jóhann Páll Valdimarsson en það kom í hans hlut að taka myndir í ferðasögu þeirra félaga. Jóhann Páll rifjar upp þessa ferð sem reyndist ansi viðburðarík og átakamikil. Skrautlegir ferðafélagar „Þar sem ákveðið hafði verið að fara á gömlum Kadilakk sem gæti bilað var ljóst að við yrðum að hafa með okkur bifvélavirkja," seg- ir Jóhann Páll. „Einn bifvélavirki á landinu þekkir þessa árgerð af Kadilakk eins og höndina á sér og hann heitir Aðalsteinn Ásgeirsson, kallaður Steini í Svissinum. Ólafur varaði mig við því að hann væri brjálaður skaphundur. Þegar nær leið ferðinni fékk ég sífellt alvar- legri viðvörunarpósta frá Óla Gunn um að kannski værum við að taka allt of mikla áhættu, Steini gæti tek- ið algjört æðiskast í útlöndum. Það voru sannarlega farnar að renna á mig tvær grímur og við veltum upp þeim möguleika hvort ekki væri einhver annar bifvélavirki sem kæmi til greina sem ferðafé- lagi. Það reyndist ekki vera. Við lét- um slag standa. Svo kom á daginn að Steini reyndist hinn yndisleg- asti ferðafélagi og mikill karakter. Vissulega tók hann sínar rokur en þær stóðu ekki lengi. Ef salatið var ekki nógu ferskt á veitingastöðun- um rauk hann á dyr og skellti á eft- ir sér hurðum og borðaði ekki neitt í mótmælaskyni. Þegar við hinir komum út af veitingastaðnum þá lá Steini í sólbaði á umferðareyju, sallarólegur, og það var eins og ekk- ert hefði gerst. Annar ferðafélagi var Sveinn Sveinsson í Plús film. Hann vildi endilega koma með í þessa ferð og gera heimildarmynd um hana. Þá vorum við orðnir of margir til að geta verið í Kadilakknum. Sveinn hóf ferðalagið í Ameríku á því að leigja sér bílaleigubíl. Þetta var töffarasportbíll sem hentaði ekki nógu vel. Topplúgan sem Sveinn þurfti að komast upp úr til að geta Jóhann Páll Valdimarsson. „ Það er alveg klárt að ef ég hefði ekki haft hagsmuna að gæta í sambandi við útgáfu bókarinnar þá hefði ég sagt ferðafélögum mínum að fara til fjand- ans. Fteyndar eru skrautlegar lýsingar á því í bókinni þegar ég missti nokkrum sinnum stjórn á skapi mínu." myndað var svo þröng að hann stóð fastur í loftlúgunni. Eitt sinn þeg- ar við vorum að bíða eftir að gert væri við Kadilakkinn ráfuðum við Sveinn inn á bílasölu. Sveinn var með tékka sem hann hafði reynt að fá skipt í bankastofnunum í mörgum bæjum án árangurs en bílasalinn var tilbúinn að losna við handónýtan eldgamlan BMV fyrir hvaða pappír sem var og tók glaður við tékkanum. Sveinn ók á brott í þessum forna BMV. Svo skiptust þeir á um að bila, Kadilakkinn og BMV-bíllinn. Ferðin litaðist mjög af þessum raunum með bílana. Þeir biluðu á verstu hugsanlegu augnablikum.“ Ferðalag sem reyndi á þolrifin Jóhann Páll segir að tíðar bílabil- anir hafi reynt mjög á mannskap- inn og skapað spennu milli ferðafé- laganna. „Svo var ég svo óheppinn að lenda í því að sjá um bróðurpart- inn af öllum praktískum málum. Það var aldrei hugmynd mín því ég ætlaði mér að verða áhorfandi og taka myndir. Ég þurfti líka að hafa Ólafur Gunnarsson „Hann varoft utan við sig og algerlega laus við allt praktískt vit.“ hemil á þeim stóru egóum sem ég var að ferðast með. Að jafnaði er ég skapstillingarmaður en þetta reyndi mjög á þolrif mín. Það er alveg klárt að ef ég hefði ekki haft hagsmuna að gæta í sambandi við útgáfu bókarinnar þá hefði ég sagt ferðafélögum mínum að fara til fjandans. Reyndar eru skrautlegar lýsingar á því í bókinni þegar ég missti nokkrum sinnum stjórn á skapi mínu.“ Bókina skrifuðu Ólafur og Einar eftir að heim til Islands var komið. ,Þeir punktuðu mikið hjá sér með- an á ferðinni stóð, Ólafur þó sýnu meira, “ segir Jóhann Páll. „Hann var sískrifandi og fyllti margar skrifblokkir. Hann var oft utan við sig og algerlega laus við allt prakt- ískt vit. Ef við Óli værum ekki svona kærir vinir til þrjátíu ára þá hefði ég örugglega hent honum út úr bílnum.“ Þegar Jóhann Páll er spurður hvort hann væri til í að endurtaka þetta ævintýri segir hann: „Ef þú hefðir spurt mig þegar við komum til baka hvort ég myndi fara í aðra svona ferð þá hefði ég aftekið það með öllu en í dag væri ábyggilega hægt að selja mér svona klikkaða hugmynd." mciuiiugai inuiiiiii Uppruni tegund- anna kemur út Á þessum degi kom út á Englandi bókin Uppruni tegundanna eftir Charles Darwin en þar setti höfund- ur fram þróunarkenningu sína sem olli miklu fjaðrafoki. Darwin skýrði orsök þróunarinnar þannig að ein- staklingur fæddist með visst erfða- upplag og þeir einstaklingar sem aðlöguðust umhverfinu á hverjum tíma og gætu af sér flest afkvæmi lifðu af. Vísindamenn tóku verkinu flestir fagnandi en kirkjunnar menn brugð- ust margir illa við og flokkuðu bók- ina sem guðlast. Darwin hélt áfram að skrifa og deilur mögnuðust eftir bækurnar The Descent of Man og Selection in Relation to Sex þar sem hann hélt því fram að maðurinn væri kominn af öpum. Þegar Darwin lést árið 1882 var þróunarkenning hans almennt við- urkennd. Hann var grafinn í Westm- inster Abbey.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.