blaðið - 24.11.2006, Side 20

blaðið - 24.11.2006, Side 20
20 FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2006 blaðið fólk folk@bladid.net HVAÐ FINNST ÞER? Eiga íslendingar að hefja varnarviðræður við Pólverja frekar en Norðmenn? „Nei. Póiverjar eru góðir og hugrakkir hermenn en við eigum fleiri hagsmuni sameiginlega með Norðmönnum." Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður. Norðmenn hafa lýst yfir áhuga á að taka að sér varnir landsins. Á íslandi eru hins vegar nú þegar búsettir mörg þúsund Pólverjar. HEYRST HEFUR... Súpergellurnar í Nylon hafa aldeilis staðið sig vel á tón- leikaferðalögum og i að koma fram í Bretlandi. Reyndar áttu þær að spila á jólaljósahátíðinni í Coventry en aflýstu þátttöku sinni þar. Þess i stað flugu þær heim á leið til að sinna íslenskum aðdáendum. Dvölin heima varð hins vegar stutt i það skiptið því Nylon flaug aftur til Bretlands 20. nóvember til að taka þátt í Marokkó-partíi sem Vogue skipulagði í einstak- lega flottum klúbbi sem heitir Sketch. Framundan eru svo tón- leikar á vegum KB banka víðs vegar um land og plötuáritanir. Að Hannes Hólmsteinn gangi glaður um götur bæj- arins vegna útkoinu ævisögu um hann sjálfan. Bókin kemur út hjá Nýhil og ber titilinn Hannes - Nóttin er blá, mamma. Bókin er eftir ungan og upprennandi rithöf- und, Óttar Martin Norðfjörð, en allur ágóði af sölu hennar rennur til Mæðrastyrksnefndar. Bókin er einungis 2 blaðsíður að lengd og ótrúlegt þykir hvernig höfundi tekst að koma Hannesisem persónu og umdeildum hugmynda- fræðingi 20. aldarinnar til skila í þessari áhrifamiklu sögu. Þórunn Valdimarsdóttir Niðurrif gamalla húsa við Laugaveg sorglegt. Ætlar að bjarga Laugaveginum Þórunn Valdimarsdóttir sagn- fræðingur sér fram á frí um helgina og er fegin af því hún er búin að vera í upplestrarhakkavél eins og hún kallar það og lýsir upplestrum þannig að það sé eins og að vera furðudýr til sýnis þar sem hún er ekki leikari og ekki kúl að eigin sögn. „Ég er þó búin að læra að því fylgir ákveðið kikk að vera á sviði og lesa fyrir fólk,“ segir Þórunn en bók hennar Upp á sigurhæðir um Matthías Jochumsson kom út á dög- unum. Þórunn segir að hún hafi með bókinni viljað sína Matthías í nýju ljósi. „Um helgina fæ ég vinkonu mína Ásu R. Thorlacius í heimsókn frá Danmörku og hlakka mikið til að eyða tíma með henni. Ása ætlar að vera viðstödd 95 ára afmæli ömmu sinnar. Ása las Andrés Önd á dönsku þegar hún var lítil og hefur síðan þá þýtt margar bækur yfir á dönsku. Við erum að fara saman á rithöfunda- og þýðendahæli í Got- landiíjanúar.” Of mikið um yfirborð og aflitanir Á morgun ætlar Þórunn að flytja tölu á nýliðagleði Torfusamtakanna en þau standa fyrir dagskrá á milli 14.00 og 16.00 í Iðnó því nú liggur fyrir niðurrif gamalla húsa á Lauga- veginum. Fundurinn er opinn öllum þeim sem láta sig niðurrif og eyðileggingu bæjarins varða og vilja leggja sögustaðnum Reykjavík. „Það er svo úrelt að rífa gömlu húsin við Laugaveg. Mér finnst nóg að það séu stórmarkaðir úti um allt í nýjum hverfum. Það er óþarfi að verslunarstéttiú fái að eyðileggja Laugaveginn. Hvert einasta gamla hús sem stendur við Laugaveginn er dýrmætt og mér finnst, sem sagn- fræðingi, eyðilegging þessara gömlu húsa mjög leiðinleg og bera vott um gamaldags hugsunarhátt. Við þykj- umst vera svo flott en það er allt á yf- irborðinu og okkur vantar dýptina. Þjóðfélagið í dag snýst of mikið um yfirborð og aflitanir en við erum í leiðinni að henda sögunni. Við viljum með fundinum vekja fólk til umhugsunar og finna leiðir til að koma í veg fyrir þetta niðurrif sem liggur fyrir. Stóru fasteigna- fyrirtækin eru eins og stórir fiskar í lítilli tjörn. Það á að rífa mörg söguleg hús eins og Alliance-húsið á Vesturgötu. Þetta er bara skömm og þess vegna er ég komin í skap til þess að skammast,“ segir Þórunn og henni er greinlega mikið niðri fyrir. Hún bætir því við að miðbær- inn væri öðruvísi umhorfs ef Torfan hefði verið rifin en nú standa þessi gömlu hús sem tákn um sögu þjóð- arinnar og eru hluti af menningu miðbæjarins. Hrafnaflugslestur Á sunnudaginn ætlar Þórunn að fá sér gönguferð og vonast til að sjá krumma í ferðinni. „Ég kann að lesa flug hrafna, ég lærði það á 18. öldinni. Ef þeir fljúga á móti manni þá er eitthvað slæmt í vændum en ef þeir fljúga með manni þá boðar það gott. Prófið það bara, þetta virkar.” SU DOKU talnaþraut Lausn síðustu gátu: Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hvertala komi ekki nema einu sinni fyrir i hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. 4 1 3 7 2 6 5 8 9 6 9 2 4 5 8 7 1 3 7 8 5 3 9 1 2 4 6 5 2 8 6 7 3 4 9 1 3 7 4 8 1 9 6 5 2 9 6 1 5 4 2 3 7 8 2 3 7 9 8 5 1 6 4 8 4 6 1 3 7 9 2 5 1 5 9 2 6 4 8 3 7 Gáta dagsins: 2 1 6 7 9 3 3 5 8 6 8 6 2 5 7 8 6 1 1 3 7 4 3 9 4 1 7 9 4 6 2 5 8 1-2_____________________O LttugtimgSlock Intemational lnc7<Ssl. by Umled Majjt. 2003 Þessi íbúð er nú töluvert stærri en við eigum að venjast. Á förnum vegi Fagnar þú snjónum í bænum? Ragnar Þór Þrastarson, sölumaður Já, ég fagna snjónum. Ég er búinn að sakna hans. Meiri snjó, meiri snjó Lovísa Sævarsdóttir Mér finnst svo sem allt í lagi að vera með snjó í bænum ef hann er í hófi. Sjálf bý ég úti á landi þannig að maður verður nú að komast leiðar sinnar. Hulda Long, nemi Nei, mér finnst ekki gaman að þurfa að klífa háa skafla til að komast upp í strætó. Dísa Björg Jónsdóttir, nemi Mér finnst ekki gott að fá hann. Maður verður svo blautur í fæt- urna. Ingibjörg Þorsteinsdóttir Já, ég er svo ánægð með birt- una sem fylgir snjónum. Snjór- inn lýsir svo upp skammdegið.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.