blaðið - 24.11.2006, Blaðsíða 30

blaðið - 24.11.2006, Blaðsíða 30
blaðið veidi@bladid.net Veiðieðli Vatnsenda-Dytan á fasanaveiðum í Banda- ríkjunum en það er í eöli pointer að veiða. veiði Hundar á veiðum Skylda Nauðsyniegt er að fara á námskeið áður en haldið er til fjatta að veiða. Nauösynlegt námskeiö Það er nauðsynlegt að kunna vel á vopn sín sem og náttúruna og dýra- lífið áður en stefnt er til fjalla að veiða. Umsækjendur um veiðikort og skotvopnaleyfi þurfa að sækja námskeið áður en leyfið fer í gegn. Á námskeiðunum sem Umhverf- isstofnun stendur fyrir er fjallað um lög og reglugerðir um veiðar og náttúruvernd, fuglagreiningu, veiðisiðfræði, vopn og skotfæri, öryggismál og margt fleira. Nám- skeiðin eru oftast haldin á haustin og því verða áhugasamir að bíða til næsta hausts en námskeiðin eru haldin víðs vegar um landið. Til að geta skráð sig á námskeiðin þurfa þátttakendur að skila inn sakavott- orði og læknisvottorði. 30 FÖSTUDAGUR 24. NÓVF' 3R 2006 Lok tímabilsins Það er ékki seinna vænna að skella sér á rjúpnaveiðar því veiðitímabilinu fer að Ijúka. Það má því búast við því að margir veiði- menn skelli sér á fjöll um helgina. Kalt Það er spáð frosti um helgina þannig að veiðimenn þurfa aldeilis að klæða sig vel. Gleymið þvi ekki húfunni og treflinum heima. Það verður sífellt algengara að veiðimenn taki hunda með sér á veiðar. Ásgeir Heiðar er einn þeirra en hann á tvo enska pointer sem fara með honum að veiða. „Enskur po- inter er veiðihundur. Það er búið að rækta tegundina í mörg hundruð ár og veiðieðlið í bestu einstakling- unum hefur verið ræktað fram. Til dæmis tekur fjögurra vikna hvolp- ur stand af rjúpnavæng án þess að vita af hverju hann gerir það. Það er bara í eðlinu,“ segir Ásgeir sem hef- ur átt pointer síðan árið 1995 en þá kom fyrsti hundur þeirrar tegundar til landsins. „Ég fékk mér hundana gagngert til að nota í veiðar en ég hef átt veiðihunda í 35 ár.“ Sérsvið pointer eru rjúpnaveiðar „Hyerjum þykir sinn fugl fagur,“ segir Ásgeir þegar hann er inntur eftir því hvort enskur pointer sé besti veiðihundurinn. „Þeir eru góð- ir og þeirra sérsvið eru rjúpnaveiðar. Hundarnir byrja á því að taka stand af flestum tegundum fugla. Þegar þeir sjá að stjórnandinn hefur ekki áhuga á vissum tegundum þá sort- era þeir út. í restina situr eftir rjúpa og hrossagaukur því það virðist vera svipuð lykt af þessum tveimur Veiðin er í eðli þeirra fuglum.“ Ásgeir segir að það sé eng- inn munur á umönnun veiðihunda og annarra hunda utan þess að það þarf að hreyfa þá reglulega. „Ann- ars verða þeir leiðinlegir. Eg hleypi þeim út í garð daglega og fer með þá út nokkrum sinnum í viku. Veið- in er í eðli þeirra. Það eina sem þú kennir veiðihundi er flautustopp og innkall. Það er í eðli þeirra að leita rétt í landinu, að leita alltaf á móti vindi og þeir sikksakka fyrir framan þig. Þeir eru með vissa leit- arbreidd og visst leitarmynstur." Veiðir fasana og dádýr Ásgeir segist fara mjög mikið á veiðar með hundana enda skjálfa þeir jafnan af tilhlökkun. „Ég veiði ekki alltaf, stundum fer ég bara að gamni mínu til að viðra hundana. Þá keyri ég rétt út fyrir bæinn og leyfi hundunum að finna fugla en ég drep þá ekki. Ég er einmitt að fara til Bandaríkjanna að veiða með tveimur hundum sem fóru þangað frá mér. Þeir eru þar á veiðibúi en ég ætla að veiða fasana og dádýr,“ seg- ir Ásgeir og bætir við að það sé nýr lífsstíll að fá sér hund. „Þetta er nýr fjölskyldumeðlimur.“ svanhvit@bladid.net SÉRSMÍÐUM SÓFA EFTIR MÁLI 0-14 Sími: 553-9595 www.gahusgogn.is Ármúla 19 Betri byssur Margir kannast við Remington- byssurnar en Remington er eitt elsta byssufyrirtækið í Bandaríkj- unum. Remington var stofnað árið 1816 í New York og sagan segir að hinn ungi Eliphalet Remington II hafi verið sannfærður um að hann gæti smíðað betri byssu en hann gæti keypt. Hann ákvað því að láta hendur standa fram úr ermum og hóf að smíða slíka byssu. Haustið 1816 skráði hann sig í skotkeppni með nýja heimasmíðaða riffilinn, svo sannfærður var hinn ungi Eliphalet um gæði hans. Þótt Eliphalet hafi einungis lent í öðru sæti sló heima- tilbúni riffillinn hans í gegn. Pant- anir fyrir nýja Remington-riffilinn streymdu inn og þegar Eliphalet yfirgaf skotkeppnina var hann kominn í byssubransann. Flestar pantanirnar voru frá keppendum í skotkeppninni og því ljóst að byssurnar yrðu vinsælar. Ýmsar nýjungar í byssusmíði Árið 1865 breyttist E. Remington 8c Sons í hlutafélag en í áranna rás þróaði fyrirtækið ýmsar nýjungar í byssusmíði. Nýjungar sem vöktu athygli og voru vinsælar og juku þannig enn hróður Remington. Átta árum síðar leitaði Remington inn á nýjan vettvang og hóf framleiðslu á ritvélum. Þremur árum síðar var sú deild seld. 1 dag eru höfuðstöðvar Remington í Madison en fyrirtæk- ið hannar, framleiðir og selur vörur fyrir veiðar og skotfimi ásamt því að þjónusta herinn, yfirvöld og lög- gæslu.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.