blaðið - 24.11.2006, Blaðsíða 26
blaðið
rr ________
26 FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2006
Jóhanna Harðardóttir bóndi er ósammála yfirdýralækni
Aðför að ræktun
landnámshænsna
„Þó að við séum að gagnrýna þessar aðerðii
núna vegna þess að þær eru að okkar mati
afar ófaglegar þá er okkur mikið í mun að
það sé staðið rétt að flensuvörnum. Það á
að standa faglega að þeim og vinna mark-
visst og fyrirbyggjandi starf og þar eiga
hagsmunahópar að koma að málunt
segir Jóhanna Harðardóttir að lokutn.
Ahugi á íslenska land-
námshænsnastofninum
hefur aukist mikið á
undaförnum árum og er
það ekki síst að þakka
stofnun Eigenda- og ræktendafélags
landnámshænsna. Jóhanna Harðar-
dóttir, blaðamaður og hænsnabóndi,
átti frumkvæði að stofnun félagsins
árið 2002 og nú eru félagar nærri 300.
,Mér fannst voðalega lítið hugsað um
þennan stofn og sá að hann væri í
hættu. Það var mjög lítið til af þessum
hænum og engin virðing borin fyrir
þeim,“ segir Jóhanna og bætir við að
íslenski hænustofninn sé í raun alveg
einstakur og því beri okkur skylda til
að vernda hann.
Auk þess að efla kynni og samstarf
áhugafólks um íslensk landnáms-
hænsn hefur félagið unnið ötullega
að því að kynna þessa skrautlegu
fugla fyrir almenningi.
„Við höfum fengið svolitla um-
fjöllun í fjölmiðlum vegna þess að
þetta er eitthvað nýtt og skrýtið. Svo
sér þessi hæna sjálf um að halda áhug-
anum uppi. Þetta er skemmtilegt
kvikindi og þrifalegt. Svo borgar það
húsaleigu líka þannig að það er ekki
hægt að hugsa sér betra gæludýr,"
segir Jóhanna.
Hæna sem gæludýr
Margir kjósa að halda hænu sem
gæludýr jafnvel þó að þeir búi í
miðri borg. „Fólk er kannski með
eina eða tvær hænur en náttúrlega
engan hana því að þá er friðurinn
úti. Þá fyrst byrja vandræðin. Það
eru engin vandræði sem fylgja því
að hafa hænu sem gæludýr frekar
en að kanínum eða kettlingum,"
segir Jóhanna og bætir við að líkt
og mennirnir hafi hver hæna sín
persónueinkenni.
„Ein er kannski geðvond og morg-
unfúl. Þá er ein hjá mér sem heldur
að hún sé prinsessa og er svo fín
með sig og heldur sig frá hinum,“
segir Jóhanna.
Fuglaflensufárið sem kom upp í
fyrra kom illa við ræktendur land-
námshænsna og er Jóhanna óánægð
með hvernig yfirvöld stóðu að
málum.
„Þetta kom sem skellur í fjölmiðl-
unum og það urðu afskaplega mikil
læti í kringum þetta. Fólk varð hrætt,
ekki bara almenningur heldur líka
ræktendurnir og eigendurnir. Sumir
ætluðu að lóga öllum hænunum
sínum og við þurftum að tala um
fyrir þeim,“ segir Jóhanna og bætir
við að stjórnarmenn í félaginu hafi
reynt að koma hænum sem fólk vildi
losa sig við fyrir annars staðar.
„Ef það verður einhver hópslátrun
í þessum litla stofni þá er þetta starf
bara búið og það væri skelfilegt.
Hann er það viðkvæmur og lítill. Það
má ekki gerast,“ segir Jóhanna.
Gerræðislegar ákvarðanir
„Við beindum þeim tilmælum til
okkar félaga að loka fuglana inni um
tíma þó að ekki væri nema til þess að
fara að lögum og taka þátt i þessum
aðgerðum. Þó var engin fuglaflensa
komin hingað þá og er ekki enn.
Við viljum starfa með yfirvöldum
ef það er hægt en það er afskaplega
erfitt ef það er gripið til gerræðis-
legra ákvarðána. Mér finnst sjálfri
að þessi síðasta aðgerð í Húsdýragarð-
inum hafi verið hrein aðför bæði að
Húsdýragarðinum og að ræktun land-
námshænsna og skrautdúfna,“ segir
Jóhanna og vísar þar til stórfelldrar
förgunar á fuglum í Húsdýragarð-
inum á dögunum.
AIls var 56 fuglum fargað í Hús-
dýragarðinum vegna ákvörðunar
Landbúnaðarstofnunar. Fjögur sýni
sem tekin voru úr hænsnum í garð-
inum í janúar reyndust jákvæð vegna
mótefna gegn vægum tegundum
fuglaflensu af H5 stofni.
„Mótefni myndast þegar einhver
smitast og læknast. Mótefnið er það
sem ver mann og er sérstaklega mik-
ils virði í baráttunni við sjúkdóminn,“
segir hún.
„Ef þetta hefði verið fuglaflensa af
H5N1 stofni þá hefðu fuglarnir allir
drepist á tveimur dögum. Þarna eru
engin veikindi á ferðinni. Þetta voru
Fallegar hænur
„Það er engin virðing borin fyrir þessum
fallegu fuglum, “ segir Jóhanna.
heilbrigðar og fallegar hænur sem
fóru þarna. Það var mjög slæmt fyrir
landnámshænsnafélagið að þetta
skyldi gerast. Þarna vorum við með
fallegustu hænur á landinu og stofn
sem margir hafa fengið egg úr til
ræktunar," segir Jóhanna.
Treysta ekki yfirvöldum
Frá því að fréttin um förgunina í
Húsdýragarðinum barst út hefur sím-
inn hjá Jóhönnu vart stoppað. Tugir
manna bæði úr félaginu og utan
þess hafa haft samband og eru flestir
reiðir og sárir út af tíðindunum að
sögn Jóhönnu.
„Hinir eru hræddir og það er eig-
inlega verra. Þeir eru ýmist hræddir
um aðþað sé komin upp fuglaflensa
eða að þetta sé bara fyrsti liður í frek-
ari aðgerðum, fólk hefur enga ástæðu
lengur til að treysta yfirvöldum.“
Samskipti milli félagsins og emb-
ættis yfirdýralæknis sem nú heyrir
undir landbúnaðarstofnun hafa ekki
Opnunartími:
Virka daga 16-22
Um helgar 12-22
2.000
PflPINOS
P I Z Z fi
Hækkaðu þig
upp um einn
9
5? 12345
Núpalind 1
Kópavogi
Hverafold 1-5
Grafarvogi
Reykjavíkurvegi 62
Hafnarfirði