blaðið - 24.11.2006, Side 12

blaðið - 24.11.2006, Side 12
12 FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2006 blaöiö UTAN ÚR HEIMI EVRÓPUSAMBANDIÐ Smásalar fagna Evrópskir smásalar önduðu léttar í gær eftir að Evrópu- dómstóllinn úrskurðaði að neytendur geti ekki keypt tóbak og áfengi á Netinu til að komast hjá álagningu í heimalandinu. Þar með hefur verið komið í veg fyrir að Netið verði einskonar fríhöfn fyrir evrópska neytendur. beS Kosið um Trident á næsta ári Kosið verður á breska þinginu á næsta ári um það hvort kjarnorkuvopnakerfi landsins, Trident, verði endurnýjað. Trident-flaugarnar verða orðnar úreltar árið 2024 og er talið að ríkisstjórn lands- ins mæli með því að þær verði endurnýjaðar. AFRÍKA Móðuharðindi í Afríku Vísindamenn hafa komist að því að eldgosin í Lakagígum árin 1783 til 1784 höfðu miklar afleiðingar víðsvegar um heim. Þeir segja að vegna gosanna hafi dregið svo mikið úr rennsli Nílarfljóts að hungursneyð varð í Afríku. PATREKUR 1,5 „Frábært verk fyrir fólk sem ekki þorir oft í leikhús." Fbi., khh „Þetta er skemmtilegt leikrit, uppfullt af fyndni, kraftmikið og hratt." Mbi., pt ~V' ' ÞJÓÐLF.IKHÍÍSIÐ Sýning föstudag, örfá sæti laus og sunnudag, Uppsélt. Miðasala i síma 551 1200 og á www.leikhusid.is / j j Farnir í mál Thomasz Ko- nieczny hefur ásamt tveimur félögum sinum kært fyrrum atvinnurekanda sinn. Margbrotið á réttindum pólskra iðnaðarmanna: LYSING.IS //540 1500 Þarftu breiðari bíl? Hjá Lýsingu bjóðum við þér einfalda lausn til þess að eignast draumabflinn. Þú getur nálgast bllafjármögnun Lýsingar hjá bllaumboðum, bllasölum og ráðgjöfum okkar. Bílasamningur // Bílalán // Einkaleiga Polverjar búnir að höfða mál ■ Allir tímar greiddir á dagvinnutaxta ■ Menntun ekki metin ■ Stóðu sig illa, segir atvinnurekandinn Eftir Trausta Hafsteinsson trausti@bladid.net „Við erum búnir að ráða okkur lög- fræðing í gegnum stéttarfélagið og ætlum að sækja rétt okkar,” segir Thomasz Konieczny, trésmiður frá bænum Rzeszhow í Póllandi. Hann kom hingað fyrir rúmu ári með tveimur félögum sínum og fengu þeir allir vinnu hjá byggingarfélag- inu Sakka í Hafnarfirði. Fyrstu fjóra mánuðina fengu þeir engin laun greidd og enginn ráðn- ingarsamningur var gerður líkt og lög gera þó ráð fyrir. Konieczny er mjög ósáttur við framkomu fyrri vinnu- veitanda. „Eftir fjóra mán- uði fengum við loksins greidd laun. Komþáíljós aðallirvinnutímar voru skráðir sem dagvinna og ekkert orlof greitt,” segir Konieczny. „Tíma- kaupið sem greitt var stangast alfarið á við ráðningarsamninginn. Þegar við héldum áfram að kvarta yfir laununum þá fengum við bara afhent uppsagnarbréf.” Sum málin eni komin það langt að við höfum visað þeím áfram Halldór Jónasson Starfsmaður Trésmiða- félags Reykjavíkur 1 Ráðningarsamningi hafnað Fyrirtækið leitaði til Trésmiðafé- lags Reykjavíkur til þess að fá skrifað upp á launasamninga mannanna sem ólærðra verkamanna. Félagið hafnaði þeirri beiðni. Halldór Jónasson, starfs- maðurTrésmiða- félagsins, bendir á að óskað hafi verið eftir leiðréttingum á ráðningar- samningum Pólverjanna. „Fyrirtækið fór á bak við okkur og fékk skrifað upp á samn- inga hjá öðru verka- lýðsfélagi,“ segir Halldór og bætir við: „Þegar kom til launagreiðslna voru mönnunum greidd töluvert lægri laun en í samningnum stóð. Fyrirtækið hefur ekki gefið neinar skýringar á því.“ Samningi hafnað Trésmiöaféiag Reykjavikur hafnaði ráðningarsamn- ingi Sakka og óskaði eftir leiðrétting- um. Fyrirtækið leitaði þá til annars = stéttarfélags og notaði sömu samn- ingaeyöubiöð. Svindium ekki Andrés Viðar Friðjónsson, fram- kvæmdastjóri Sakka, segir það al- rangt að reynt hafi verið að svína Pólverjunum. Hann bendir á að launataxti fyrirtækisins sé sam- kvæmt upplýsingum frá Verkalýðs- félaginu Hlíf. „Eg réð þá inn sem verkamenn enda hafði ég ekki séð nein gögn um að þeir væru smiðir. Þess vegna fá þeir greitt samkvæmt taxta verkamanna,” segir Andrés Viðar. Hann segir launagreiðslur hafa dregist í upphafi vegna þess að kennitala fékkst ekki. Andrés Viðar segir ástæðu brott- rekstrarins ekki hafa neitt með launadeilu að gera. „Þeir fóru að mæta fullir til vinnu og ég gat lítið annað gert en að láta þá fara,” segir Andrés Viðar og bætir því við að hlutir hafi verið farnir að hverfa á dularfullan hátt á vinnustaðnum. „Einn daginn fór ég og lét taka blóð- prufu af þeim. Þeir mældust hífandi fullir. Þar að auki þóttust þeir vera að vinna á laugardegi en voru svo aldrei til staðar.” Margar kvartanir Halldór segir algengt að erlendir iðnaðarmenn með réttindi séu ráðnir inn á lágmarkskjörum verka- manna. „Við höfum fengið mjög margar kvartanir út af þessu. Sum málin eru komin það langt að við höfum vísað þeim til lögfræðings.“ Allir fila Delfí Nýr, mjúkur, ferskur ostur 15%

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.