blaðið - 24.11.2006, Blaðsíða 6

blaðið - 24.11.2006, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2006 blaðið INNLENT FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ Jöfn tekjuskipting á Islandi Tekjuskipting á (slandi er með jafnasta móti þegar ekki er tekið tillit til fjármagnstekna. Þetta kemur fram í vefriti fjármálaráðuneytisins. Þar segir að hæstu og lægstu tekjur á Islandi hækkað hlutfalls- lega jafnt á undanförnum árum. KYNFERÐISBROT Hæstiréttur staðfestir dóm Hæstiréttur Islands staðfestir dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir manni sem misnotaði dóttur sína gróf- lega og vinkonu hennar. Hann var dæmdur í þriggja ára og sex mánaða fangelsi fyrir athæfið og til að borga stúlkunum tvær og hálfa milljón í skaðabætur. I.IARMAI ARAIJHI RRA Skattur á geisladiskum lækkaður Virðisaukaskattur á geisladiskum verður lækkaður úr 24,5 prósentum í 7 prósent samkvæmt frumvarpi Árna M. Mathie- ■ JgL-. '"^4 sen fjármálaráðherra. Verði frumvarpið samþykkt á Alþingi mun það taka gildi í mars á næsta ári eða um leið og aðrar «íiw*fc tj%f" ,¥2u-- boðaðar breytingar á virðisaukaskattslögunum. S "‘r mm j? BJARTUR OUMDEILDUR MEISTARIHINNAR UTHUGSUÐU SPENNUSOGU Eg er sko með allt á hreinu! Sýknaður af ákæru um að nauðga unglingi Tuttugu og sex ára gamall mað ur var sýknaður af þvíað hafa nauðgað fimmtán ára stúlku í bifreiðinni sinni. samræðis Sýknaður af ákæru um áð þrö: Eftir Val Grettisson valur@bladid.net 26 karlmaður var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur af ákæru um að hafa nauðgað fimmtán ára stúlku. Fjölskipuðum héraðsdómi fannst óeðlilega langur tími líða á milli þess að athæfið átti sér stað og kærunnar. Einnig þótti framburður stúlkunnar ekki sýna fyllilega fram á að maðurinn hefði nauðgað henni. Dómarar töldu þó að stúlkan og maðurinn hefðu átt kynferðismök þrátt fyrir að hann neitaði allan tím- ann að þekkja stúlkuna. Maðurinn á nokkurn afbrotaferil að baki og fór fyrsta skýrslutaka af manninum fram á Litla-Hrauni. Hann hefur hinsvegar aldrei orðið uppvís að kynferðisbrotum. Atvikið átti sér stað í byrjun sumars 2005. Maðurinn mun hafa verið góð- vinur föður stúlkunnar en samkvæmt framburði hennar passaði hann stúlk- una og vinkonu hennar áður. Hinn örlagaríka dag fór hún ásamt vinkonu sinni með honum í bíltúr. Hann stöðvaði bifreiðina fyrir framan skóla. Þar á hann að hafa klæmst við stúlkurnar og meðal annars spurt þær hvort þær vildu báðar sofa hjá honum í einu. Það hugnaðist stúlkunum ekki. Maðurinn bað þá aðra stúlkuna um að fara út úr bílnum sem hún og gerði. í framburði fórnarlambsins segir að maðurinn hafi klætt hana úr buxunum og síðan sjálfur afklæðst. Hún segir að hann hafi sett hana ofan á sig og haft við hana mök. Svo hafi hann lagt hana á bakið og haldið áfram. Hún segist hafa grátið á meðan á kynmökunum stóð. Einnig segist hún hafa spurt ítrekað hvort þau ættu ekki að ná í vinkonu hennar fyrir utan. Hann hafi ekki ansað því samkvæmt vitn- isburði hennar. „Ég skil hreinlega ekki röksemdafærsluna, segir Guðrún Birgis- dóttir, réttargæslu- maður stúlkunnar, um sýknudóm hér- aðsdóms. Hún segir að dómurinn hafi komist að þeirri niðurstöðu að mað- urinn væri að segja ósatt um að hann þekkti ekkert til stúlkunnar og að hann hafi sofið hjá henni. Þá væri einnig undarlegt h v e r s u lítið mark er tekið á orðum s t ú 1 k - unnar en í dómsorði er það tekið fram að hún sé bæði feimin og ófram- færin að eðlisfari. Þá mun stúlkan hafa verið kölluð tvisvar til vitnis í héraðsdómi en slíkt er afar óalgengt í kynferðisbrotamálum. Að sögn Guðrúnar hefur hún ekki áður orðið vitni að svona miklum andlegum af- leiðingum af meintu kynferðisbroti. „Það hefði verið réttast að ákæra manninn fyrir misneytingu til vara,“ segir Guðrún og bætir við að hún trúi ekki öðru en að ákæru- valdið áfrýi málinu til Hæsta- réttar íslands. „Við mátum það svo að ekki þyrfti að ákæra manninn til vara,“ segir Sigríður Elsa Kjartansdóttir, fulltrúi rík- issaksóknara, en áfrýjun málsins er til skoðunar. Ákæruvaldið hefur átta vikur til þess að meta málið og hvort for- senda sé fyrir áfrýjun S a m - k v æ m t Sigríði er ómögulegt að leggja mat á það að svo komnu m á 1 i hvort mál- inu verði áfrýjað. Hrikalegar andlegar afleiðingar Sam- kvæmt réttargæsiumanni stúlkunnar, Guðrúnu Birgisdóttur, hefur hún aldrei orðiö vitni að jafn miklum andlegum af- leiðingum i nauðgunarmáli. Mislæg gatnamót Vesturlandsvegar og Suðurlandsvegar opnuð: Þremur vikum á eftir áætlun Eftir Atla Islefsson atlii@bladid.net Umferð var hleypt á mislæg gatna- mót Vesturlandsvegar og Suður- landsvegar aðfaranótt gærdagsins, rúmum þremur vikum eftir að fram- kvæmdir áttu að klárast. Jóhann J. Bergmann, deildarstjóri hjá Vegagerðinni, segir að byrjað hafi verið að fræsa burtu gamlar yf- irborðsmerkingar og merkja nýjar á miðvikudagskvöldið. „ Síðan var um- ferðinni smám saman hleypt á. Enn vantar lýsingu á nokkra ljósastaura, en allir vegvísar og umferðarmerki eiga að vera komin á sinn stað.“ Eftir er að vinna afreinina upp á Suðurlandsveg til austurs. Sú um- ferð fer um hjáleið á meðan verið er að ljúka því verki og segir Jóhann að það geti tekið um eina til tvær vikur. Þegar verkið var boðið út var miðað við að verkinu myndi ljúka 1. nóv- ember. „Við vorum í startholunum að hleypa umferð á í síðustu viku, en kuldakastið gerði það að verkum að ekki var hægt að vinna við yfir- borðsmerkingar, þannig að við frest- uðum opnuninni.“ Jóhann segir að verið sé að fara yfir það hvort verktakinn verði sekt- aður fyrir seinaganginn. „Verkinu er ekki alveg lokið, en magnaukningar voru í verkinu og við eigum eftir að hlutfalla það endanlega upp. Nú er verið að ganga frá lokauppgjöri.“ I

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.