blaðið - 25.11.2006, Blaðsíða 16

blaðið - 25.11.2006, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2006 HVAÐ MANSTU? 1. Hvaða ár var Vigdís Finnbogadóttir kosin forseti lýðveldisins? 2. Hver hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1979? 3. Hverjir voru forsetaefni og varaforsetaefni repúblikana í bandarísku forsetakosningunum 1996? 4. Hver lék hlutverk Jims Morrison í The Doors, kvikmynd Olivers Stone frá árinu 1991? 5. Hvar á landinu má finna íþróttafélagið Höfrung? Svör: co 'O o ci — cz ®SmEg5 . • .05.. r- cm co ^ in GENGI GJALDMIÐLA m Bandaríkjadalur Sterlingspund Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Evra 70.16 135,66 12,32 11.16 10,16 91,82 blaðið SALA 70,50 136,32 12,39 11,22 10,22 92,34 Sprengiuæfingar: Vitað um 73 svæði Skot- og sprengjuæfingar hafa verið haldnar á 73 svæð- um víða um land frá í seinni heimsstyrjöld. Þetta kom fram í svari Valgerðar Sverrisdóttur utanríkisráðherra við fyrirspurn Jóns Gunnarssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, um hvort vitað væri á hvaða svæðum virkar sprengjur lægju eftir æf- ingar Bandaríkjahers á íslandi. Jón sagði ljóst að ekki hefðu allar sprengjur sprung- ið við æfingar og vill að sprengjueyðingardeild verði efld. írak: Réðust að al-Sadr Mbl.is Uppreisnarmenn kveiktu í og sprengdu í gær skrifstofu hreyfingar hins róttæka sjíta- klerks Moqtada al-Sadr í Baquba. Nokkrum klukkustundum áður höfðu írakskir og bandarískir her- menn ráðist inn á skrifstofuna. Benedikt páfi XVI Einnig þekktur sem guðfræðing- urinn Joseph Ratzinger. Benedikt XVI páfi kemur á óvart: áfinn leyfir efasemdir m óskeikulleika sinn Óskar eftir gagnrýni ■ Straumhvörf í kaþólskri kenningu Skrifar fyrstu bók sína Páfinn hefur komið guðfræð- ingum í opna skjöldu með því að draga í efa eigin óskeikulleika, en vald þessa hirðis Krists og arftaka Péturs postula, hefur jafnan byggst á því að ekki megi efast um orð hans heilagleika. Nú hefur hann hins vegar sagt að fólki sé frjálst að vera á öndverðum meiði við skrif hans í nýútkominni bók sinni, sem inniheldur hugleiðingar um Jesúm og heitir Jesús frá Nazaret. Þegar i formálanum lýsir páfi yfir því, að öllum sé frjálst að mót- mæla sér, en þetta er fyrsta bókin sem Benedikt páfi XVI. gefur út eftir að hann var kjörinn páfi áyið 2003. Persónulegar rannsóknir I fyrsta hluta bókarinnar er lýst lífi Jesú frá skírn hans í ánni Jórdan til þess að hann opinberar guðdómleik sinn fyrir lærisvein- unum. Segir páfi eftir að hafa vikið að hundruðum sagnfræðirita, að hann telji Krist „sagnfræðilega sannfærandi persónu", sem óneit- anlega er frumleg staðhæfing úr penna páfa. í formálanum tekur hann fram að bókin sé „alls ekki“ hluti kaþólskrar kenningar, heldur fremur „útlegging á persónulegum rannsóknum mínum". Hann bætir því við að þar af leiðandi sé öllum frjálst að mótmæla sér. „Ég fer að- eins fram á það að lesandinn lesi af hluttekningu, því án hennar er eng- inn skilningur.“ Það hefur aldrei áður gerst að nokkur páfi opni verk sín og skoð- anir fyrir gagnrýni með þessum hætti og að sögn Giuseppe Alberigo, prófessors í sögu kaþólsku kirkj- unnar við Bologna-háskóla, hefur enginn páfi heldur skilið milli eigin persónu og páfastóls. „Ég held að það hafi aldrei áður gerst,“ segir hann. „Þetta er afar mikilvæg yfir- lýsing, þó óbein sé. Hún þýðir að páf- inn sé ekki algerlega óskeikull. Að hann sé ekki aðeins páfi, heldur líka sem hver annar maður - einstaklega lærður 1 þessu tilviki - en Hkt og allir aðrir menn sé hann umdeilan- legur.“ Hann bætti við að Jóhannes Páll páfi II. hefði aldrei getað gert greinarmun á páfanum og mann- inum, sem embættinu gegndi. Einfaldleiki og hógværð Síra Federico Lombardi, talsmaður Páfagarðs, sagði að með þessum orðum hefði páfi komið fram af sínum einlæga einfaldleika og hóg- værð til þess að leita eftir umræðu og gagnrýni. „Skrif hans þrengja ekki að rannsóknum guðfræðinga. Þetta er ekki langt páfabréf um Jesúm, heldur persónuleg greinargerð um Jesúm eftir guðfræðinginn Joseph Ratzinger, sem vill svo til að hefur verið kjörinn biskup af Róm.“ Séruerslun með mynd listar og fðnduruörur í 28 ár. mikið úrual af mynd- listaruörum. Uerð og gæði uið allra hæ Fátt gleður mynd- (istarfólk meira en pakki með mynd- listaruörum. LITIR OG FONDUR ékólavörðustíg 12 Ðeykjavík og ómiðjuvegi 4 Kópavogi SÁÁ flytur í Efstaleiti Betri aðstaða og ný sóknarfæri „Með þessu skapast miklu betri aðstaða og ný sóknarfæri til að þróa og leggja áherslu á nýja meðferðar- liði og forvarnarstarf," segir Þórar- inn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi. „Við vorum löngu búin að sprengja aðstöðuna í Síðumúlanum utan af okkur og það var farið að hamla frekari þróun okkar í þessu starfi.“ SÁÁ hefur flutt göngudeildina, fjölskyldumeðferðina og skrifstof- una í nýtt húsnæði við Efstaleiti í Reykjavík og munu samtökin taka húsið formlega í notkun klukkan 14 í dag. SÁÁ hefur átt byggingar- rétt á lóðinni í nokkur ár, en ekki haft tækifæri til að ráðast í bygg- ingarframkvæmdir þar fyrr en nú. Samtökin hafa selt gamla hús- næðið við Síðumúla auk smærri eigna til að standa straum af kostn- aði við nýja húsið. Á hverju ári eru um fimmtán þús- und heimsóknir á göngudeildina. Þórarinn segir að menn haldi oft að SÁÁ sé bara Vogur, en svo sé ekki. „Menn gleyma því oft að við rekum stór meðferðarheimili sem kosta líka peninga, svo sem Staðarfell og Vík. Þá veitir göngudeildin mörgu fólki þjónustu sem kemur ekki og þarf ekki að fara á Vog.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.