blaðið


blaðið - 25.11.2006, Qupperneq 2

blaðið - 25.11.2006, Qupperneq 2
2 LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2006 blaðió VEÐRIÐ f DAG Léttskýjað Norðan 5 til 13 metrar á sekúndu, snjó- koma eða éljagangur fyrir norðpn en léttskýjað sunnan- og suðvestanlands. Frostlaust úti við ströndina en allt að tíu stiga frost inn til landsins. Á MORGUN A morgun Norðlæg átt 5 til 10 metrar á sekúndu en 8 til 13 á annesjum norðantil. Bjart á Suður- og Vesturlandi en él norðantil. Frost 1 til 7 stig. VÍÐAUM HEIM Algarve Amsterdam Barcelona Berlín Chicago Dublin Frankfurt 21 11 20 12 -3 8 12 Glasgow Hamborg Helsinki Kaupmannahöfn London Madrid Montreal 8 10 6 10 13 15 0 New York Orlando Osló Palma París Stokkhólmur Þórshöfn 11 11 6 23 12 7 7 Banaslys i umferðinni: Svefn olli átta banaslysum Að minnsta kosti átta bana- slys urðu hér á landi á árunum 1998 til 2004 af völdum þess að ökumaður sofnaði við akstur, að því er fram kom í erindi Gunn- ars Guðmundssonar lungna- læknis á Umferðarþingi. Talið er að 13 prósent slysa þar sem um framanákeyrslu er að ræða séu vegna syfju. Þar sem sjaldgæft er að ökumenn viðurkenni að syfja hafi verið aðdragandi slyss má gera ráð fyrir að hlutfallið sé hærra. Helstu orsakir of lítils og lélegs svefns eru hávaði, áfeng- isneysla, lyfjanotkun, fíkniefna- neysla og síðast en ekki síst kæfisvefn. Verðsamráð: Eiga að sæta refsingu Það er skýr ætlun löggjafans að einstaklingar sæti refsiábyrgð vegna brota á samkeppnislögum að mati Lúðvíks Bergvinssonar, þingmanns Samfylkingarinnar. Þetta kom fram í ræðu sem hann hélt á hádegisfundi Lög- fræðingafélags tslands. Snerist umræðan meðal annars um mögulega refsingu vegna verð- samráðs olíufélaganna. Róbert R. Spanó, dósent við lagadeild Háskóla tslands, hefur bent á að lagaákvæði séu ekki nógu skýr og því geti verið erfitt að refsa einstökum starfs- mönnum vegna samráðsins. Mistök í átaki lögreglu og tryggingafélaga gegn ótryggðum bílum Vill laun fyrir umstangið Björn Bogason bifvélavirki er reiður vegna misskilnings sem varð til þess að númeraplata af bifreið hans var klippt af. Klipptu númer af tryggðum bílnum ■ Framkvæma fyrst og spyrja svo ■ Ætlar aö rukka tryggingafélagið Eftir Val Grettisson valur@bladid.net „Ég ætla að gera kröfu um tveggja tíma vinnu,“ segir Björn Bogason, fyrrverandi bifvélavirki, _sem er ósáttur við tryggingafélag sitt eftir að númeraplata af bifreið hans var klippt af vegna mistaka. Lögreglu- menn klipptu númerið af bíl Björns eftir að hafa fengið upplýsingar frá VÍS um að hann væri ótryggður. Þær upplýsingar voru rangar og númerin því klippt af bílnum að ástæðulausu. Lögreglan hefur ásamt trygginga- félögum verið í miklu átaki við að klippa númeraplötur af ótryggðum bifreiðum. „Konan mín ætlaði í vinnuna á miðvikudagsmorgninum en sá þá miða í glugganum frá lögreglunni,“ segir Björn, sem sjálfur er að jafna sig eftir kviðarholsaðgerð. Konan hans kom með miðann inn í íbúð þeirra hjóna án þess þó að taka eftir því að búið var að klippa númerin. Hún hélt fyrst að um viðvörun væri að ræða en það var ekki fyrr en ná- grannakonan hennar benti á að númerin vantaði sem hún áttaði sig á að þau höfðu þegar verið klippt af bílnum. „Ég lenti í óhemjuvandræðum vegna málsins en auðvitað var ég bú- inn að greiða fyrir númerin," segir Björn skúffaður vegna vinnubragð- anna sem hann vill meina að gangi út á að framkvæma fyrst og spyrja svo. Eiginkonan komst þó í vinn- una með aðstoð nágrannakonunnar og síðar um daginn var henni ekið heim afyfirmanni sínum. „Þegar ég hringdi og áréttaði þetta þá varð úr að ég þyrfti að sækja plöturnar sjálfur,“ segir Björn sem er enn að ná sér eftir kviðarholsað- gerð. Hann segist hafa fengið vin sinn til að skutla sér enda sjálfur bíllaus eins og gefur að skilja. Mis- tökin voru leiðrétt hjá VÍS sem sér um tryggingarnar en engu að síður ætlar Björn að leggja fram kröfu fyrir tvo vinnutíma. Sjálfur segir hann að mistök sem þessi eigi að leiðrétta. „Svona lagað á ekki að geta gerst enda langur aðdragandi áður en númer eru klippt af bílum,“ segir Ásgeir Baldurs, framkvæmdastjóri VfS. Hann segir viðvaranir ávallt sendar út og því eigi ekki að fara framhjá mönnum að þeir eigi eftir að borga tryggingar. Hann bætir við að það sé síðasta úrræði að klippa númerin af. Asgeir segir alltof marga bíla í umferðinni sem ekki eru með tryggingu. Hann segir það alltaf koma upp þegar um 200 þúsund bílar séu á götunni að einn og einn borgi ekki gjöldin. Umferðaröryggi: ísland í fremstu röð íslendingar eru í fremstu röð Evrópuþjóða hvað varðar umerð- aröryggi ef miðað er við hlutfall látinna á hverja milljón íbúa. Þetta kom fram i máli doktors Gúnter Breyer, aðstoðarvegamál- stjóra Austurríkis, á fundi um umferðaröryggi í Evrópu. Á íslandi látast 78 einstak- lingar á hverja milljón íbúa í umferðarslysum og samkvæmt því er fsland í 8. sæti af 27 Evr- ópuþjóðum. Lægst er hlutfallið um fimmtíu látnir en hæst um 200 látnir á hverja milljón íbúa. Árlega deyja um 50 þúsund manns í umferfjíarslysum í Evr- ópu en unnið e| að því að lækka þessa tölu niðttí í 25 þúsund fyrir árið 20io. 19 Kim Larsen: Afþakkaði riddarakross Danski söngvarinn Kim Larsen hefur afþakkað danska riddarakrossinn. „Ég tel rétt að afþakka riddara- krossinn, þar sem mér finnst elcki rétt að gamall götustrákur og poppsöngvari komi fram með kross, bönd og stjörnur,“ segir í tilkynningu frá söngvaranum góðkunna. Hann segir að það hefði þó eflaust verið mjög ánægjulegt að fá sér sígarettu með drottningunni í einrúmi, ef starfslið drottningarinnar hefði veitt leyfi fyrir slíku. Gæða sængur og heilsukoddar. Opið virka daga: 10-18, lau: 11-16 Reykjavílc Mörkin 4, s: 533 3500 Sveik út mat á fimmtán veitingastöðum: Síbrotasælkeri dæmdur Borðaði á Hansen Tæplega fertugur maður sveik út mat á alls fimmtán veitingastöð- , um á höfuðborgarsvæðinu. Tæplega fertugur maður var dæmdur í árs fangelsi í gær fyrir að svíkja út máltíðir á fimmtán veit- ingastöðum. Áður hefur maðurinn hlotið 32 dóma og þá aðallega fyrir svipuð afbrot. Maðurinn hóf afbrotin í mars á þessu ári. Hann fór á Ara í Ögri og fékk sér máltíð þar. Hann gekk þá út frá ógreiddum reikningi. Mánuði síðar sótti hungrið aftur að honum og hann fór á Kaffi Óperu þar sem hann snæddi fyrir ríflega átta þúsund krónur. Ekki liðu nema nokkrir dagar þangað til hann snæddi á Hótel Nordica. Þar borðaði hann mat fyrir nær þrjú þúsund krónur en þar má fá sér humar á aðeins tvö þúsund og fjögur hundruð krónur. Ekki er vitað hvort hann hafi drukkið vín með matnum eða fengið sér kaffi á eftir. Dýrustu máltíðina fékk hann á veitingastaðnum A. Hansen í Hafn- arfirði. Þar hljóðaði reikningurinn upp á átta þúsund krónur. Þar er hægt að borða þrírétta máltíð fyrir tæplega sex þúsund krónur. Ekki er vitað hvað hann borðaði á staðnum en boðið er upp á hvítlauksristaða humarhala í forrétt, hreindýr í aðal- rétt og súkkulaðimús í eftirrétt. Maðurinn var dæmdur í árs fang- elsi óskilorðsbundið og sá dómari í Héraðsdómi Reykjavíkur sér ekki fært að skilorðsbinda dóminn vegna fyrri brota. Því er í raun um síbrota- sælkera að ræða.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.