blaðið - 25.11.2006, Blaðsíða 28

blaðið - 25.11.2006, Blaðsíða 28
2 8 LAUGARDAGb ?5. NÓVF,MBER 2006 blaóið Basar Jólabasar verður haldinn í dag klukkan 13 í Bjark- arási, Stjörnugróf 9, Seldir verða listmunir úr gleri, leir og tré ásamt tuskum og handklæðum frá Ási vinnustofu. Léttar veitingar á vægu verði. ■ Mil.llll.; Jólakort Islandsdeild Amnesty International hefur hafið sölu á jólakorti ársins 2006. Að þessu sinni prýðir kortið verk Kristínar Arngrímsdóttur myndlistarkonu. Kortin eru seld á skrifstofu deildarinnar að Hafnarstræti 15,101 Reykjavík. Beátles Tónlist ★★★★★ Love Bítlamir og George og Giles Martin Gamir vinir í nýjum klæðum Það blasir við að plata sem inniheldur nýjar útsetningar eins merkasta upp- tökumanns síðustu áratuga á lögum bestu popphljómsveitar allra tíma hlýtur að vera djúpstæður gleðigjafi í líf hvers tónlistaráhugamanns.Við vinnslu plötunnar blönduðu þeir feðgar ýmsum uþþtökum af þessum dásamlegu lögum saman við ýmis önnur Bítlalög. Samsuðan gerir það að verkum að lögin fá nýja ásjónu: Þau verða hvorki betri né verri við þessa útfærslu en hins vegar er ákaflega gaman að kynnast nýrri hlið á þeim. Þetta er svona sviþað og ef unnusta manns kaupir sér nýja flík eða breytir um hárgreiðslu. Þegar þeim Martin-feðgum tekst upp þá opna þeir algjörlega nýja vídd á lögunum. Þetta á sérstaklega við um meðferð þeirra á meistaraverki George Harrison, While my Guitar Gently Wheeps, og Octopus’s Garden, ógleymanlegum óöi Ringo Starrs um gildi þess að búa neðansjávar. Þótt útsetningar beri þess merki að þær eru fyrir skemmtisýningu í ofangreindri menningarborg er tilvera þeirra réttlæt- anleg. Þeir Martin-feðgar hafa gott skyn- bragð á dýpt laga Bítlanna og þóttfjörið í útsetningum sé oft ærið keyrir það aldrei um þverbak og hugurinn ber mann aldrei til Nevada-ríkis. Platan Love er ánægjuleg sending á vetrar- mánuðum sem ætti að lífga upp á tilveru allra tónlistarmanna. orn@bladid.net Tónlist ★★★ Dýrðin Dýrðin Sykursjokk Dýrðin gaf út breiðskífu samnefnda sveitinni í byrjun nóvember. Platan hefur hlotið góða dóma á erlendum indí-vefsíðum, enda hress og fjörug plata með stuttum popplögum sem fæst fara langt yfir tvær minútur í lengd. Dýrðin er ótrúlega krúttleg hljómsveit. Lögin eru oftast um sætt samband stráks og stelpu og textarnir ríma oft á kjánalega fyndinn hátt. Smekkleg notkun hljómborða setur skemmtilegan svip á plötuna, sem hljómar þó heldur einsleit. Lögin eru flest byggð upp á svip- aðan hátt sem veldur því að lögin renna saman. Hressleikinn og hnausþykkur sykurhjúpurinn er þó mikill og þrátt fyrir að ég fái oftast klígju við hlustun á of jákvæðri tónlist stóð ég sjálfan mig nokkrum sinnum að því að stappa fætinum í takt. I heildina er plata Dýrðarinnar ágætlega heppnuð poppplata sem tekur sig ekki of alvarlega. Sykursjokkið mætti þó vera vægara, en það er ekki fyrir alla að háma [ sig kandífloss ekki einu sinn á.1.I.ýúoí....................... atli@bladid.net plötu Frelsi og frumkraftur t er komin hjá Smekk- leysu fyrsta plata tvíeyk- isins Helmus Und Dalli. Hún ber yfirskriftina Drunk Is Faster og ein- kennist af dillandi kátínu, dynjandi frumkrafti og hamslausu frelsi. í raunheimum eru piltarnir betur þekktir undir nöfnunum Helgi Svav- ar Helgason og Davíð Þór Jónsson en þeir hafa starfað saman árum saman, meðal annars í djasstríóinu Flís með Valdimar Kolbeini Sigur- jónssyni. „Helmus og Dalli eru nokk- urs konar alter-ego mín og Davíðs. Sagan hófst þegar við í hljómsveit- inni Flís vorum með vinnuherbergi í Klink og bank og bassaleikarinn okkar sigldi til Hollands í nám. Þá vorum við Davíð einir eftir og héld- um áfram að vinna að ýmsum verk- efnum, bæði saman og sitt í hvoru lagi. Okkur fannst þó að við þyrft- um að halda áfram að gera eitthvað skapandi, semja og gera nýtt efni. Þá fæddist þessi hugmynd að Helm- us und Dalli,“ útskýrir Helgi Svavar Helgason trommuleikari. Skapandi andrúmsloft PÍötuna Drunk Is Faster prýða margir aðrir tónlistarmenn, meðal annars meðlimir Trabants og Gus Gus sem þá höfðu einnig aðstöðu í Klink og Bank. Helgi Svavar segir andrúmsloftið þar hafi verið ákaf- lega skapandi á þessum tíma. „Þetta var ótrúlega skemmtileg vist og hús- ið hafði mjög skapandi áhrif á okk- ur enda frábærir listamenn í hverju einasta horni. Þessi fjörugi andi hafði þau áhrif að við ákváðum að byrja á þessu verkefni og settumst niður eitt kvöld. Þá fæddust strax fjögur lög og við vissum að þetta væri eitthvað sem við vildum gera og ákváðum að gefa út plötu.“ Gleðin ífyrirrúmi Platan er stútfull af kátínu og smitandi gleði sem er ekki vanþörf á í svartasta skammdeginu hér uppi á ísaköldu landi. „Vinnslan var öll ákaflega heimilisleg. Við fengum listamenn úr næstu herbergjum í Klink og Bank til að slást í hópinn. Buðum í kaffi og bjór og svo tókum við bara upp músík. Við settum fram þá kenningu að ölvun flýtti fyrir sköpunarferlinu en það er auðvitað bara kenning," segir Helgi Svavar sposkur á svip og bætir við að oft hafi verið svo kátt á hjalla að tár hafi streymt niður ótal kinnar. „Ég held að þessi mikla spilagleði skili sér vel á plötunni enda höfð- um við öll svo brjálæðislega gaman af þessu.“ Helgi Svavar og Davíð Þór skipta algjörlega um ham á þessari nýju plötu og spila á hljóð- færi sem þeir snerta vanalega ekki á og segir Helgi Svavar það hafa ver- ið skemmtilega tilbreytingu. Þeir félagar eru á leið til Japans með djasstríóið Flís strax eftir helgina með fríðu föruneyti, meðal annars Benna Hemm Hemm, Kiru Kiru og Apparat. Hersingin mun halda tvenna tónleika saman en svo mun Flís halda förinni áfram og spila fyr- ir Japana og væntanlega heilla þá upp úr skónum líkt og landa sína hér heima. Kynlegir kvistir Gunnar S. Magnússon mynd- listarmaður opnar í dag sýningu á ljósmyndum sínum í Galleríi Sævars Karls í Bankastræti. Blaða- maður náði tali af honum í gær þar sem hann var önnum kafinn við að hengja upp myndirnar með aðstoð góðra manna. „Ég er stund- um kallaður GSM en það má þó alls ekki kalla mig gemsa,“ segir Gunnar og hlær. „Eg er ekki lærð- ur ljósmyndari en ég er listamaður sem tek myndir. Ég hef lengi feng- ist við að taka ljósmyndir og hér er að finna ýmsar myndir sem ég hef tekið í gegnum tíðina af kyn- legum kvistum. Mér finnst einna skemmtilegast að mynda andlit þótt ýmislegt annað rati líka inn á myndirnar." Búið er að útbúa veglega bók í A3 broti með 935 ljós- myndum eftir Gunnar sem hægt verður að kaupa á opnuninni í dag. KK mun skemmta gestum og boðið verður upp á léttar veitingar. Gunnar hefur í nógu að snúast því í dag opnar hann líka sýningu á Skólavörðustíg ía á gömlum teikn- ingum sem fram að þessu hafa lúrt í möppum á vinnustofu hans. Teikningarnar eru flestar frá því um miðja síðustu öld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.