blaðið - 25.11.2006, Blaðsíða 40

blaðið - 25.11.2006, Blaðsíða 40
44 LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2006 blaöið rátt fyrir að jólin séu jafnan hátíð barnanna og tími gleði og friðar er ekki alltaf svo í öllum fjölskyldum. f stjúpfjöl- skyldum vakna oft upp erfiðar spurningar eins og hvar eiga börnin að vera um jólin, frá hverjum á að merkja gjafirnar og svo framvegis. Valgerður Halldórs- dóttir, félagsráðgjafi MA, rekur vefinn Stjúptengsl.is og er auk þess formaður í Félagi stjúpfjölskyldna. Sjálf segist hún hafa verið í stjúptengslum allasína ævi. „Foreldrar mínir skildu þegar ég var unglingur og hafa báðir eignast nýjan maka. Ég hef verið einhleyp móðir og hef búið til mína eigin stjúp- fjölskyldu," segir Valgerður og rekur upphaf vefsins Stjúptengsl.is. „Hug- myndin að þessum vef kviknaði þegar ég var í námi í félagsráðgöf árið 1997. Ég valdi að fjalla um stjúpfjölskyldur í nokkrum verkefnum og má því segja að áhuginn á viðfangsefninu hafi verið bæði faglegur og persónulegur. Síðar tók ég ákvörðun um að fara í framhaldsnám og ljúka mastersgráðu í félagsráðgjöf. Ég ákvað þá að fjalla um stjúpfjölskyldur í mastersritgerð minni, enda var ég búin að velta þeim fyrir mér í mörg ár. Upphaflega hug- myndin var sú að gera rannsókn og búa til vefinn að henni lokinni en ég byrjaði á vefnum. Vefurinn varð þvi til á undan og ég gerði hann sam- hliða því sem ég vinn mastersverk- efni mitt um hvernig megi styrkja stjúpfjölskyldur." Samveran krefst mikils af okkur Það spurðist fljótt út að Valgerður hefði opnað vef um stjúptengsl og hún segir að það hafi vakið mikla at- hygli. „Það var lítið efni til á íslensku og úrbóta var þörf. Þannig hefur þetta undið upp á sig og viðbrögð við vefnum hafa staðfest brýna þörf fyrir umræðu og upplýsingar. Vefurinn var opnaður árið 2004 og í kjölfar þess var Félag stjúpíjölskyldna stofnað en félagið átti ársafmæli í gær,“ segir Val- gerður sem telur að það mætti íhuga að stofna sérstakt fjölskylduráðuneyti. ,Þar yrði gert ráð fyrir margvíslegum fjölskyldugerðum og hlúð yrði að fjöl- skyldum í landinu. Hin hefðbundna kjarnafjölskylda þarf líka sinn stuðn- ing. Ég hef orðið vör við mikla fjölgun fyrirspurna síðan ég stofnaði vefinn en það eru ákveðnir álagstímar, eins og upphaf, skólaárs, lok sumarfría og lok jólafría. Fólk virðist fresta vanda- málunum þegar einhvers konar frí eru framundan. Það reynir því sér- staklega á samskiptin í fríum ef vanda- málin eru óleystþar sem samveran er einfaldlega meiri.“ Ekkert rangt við ólík- artilfinningar Valgerður segir að taka verði tillit til þess að stjúpfjölskyldur eru marg- víslegar og það þurfi að horfa til þess í umræðunni. „Stjúpfjölskyldur eru ekki einsleitur hópur og það er nauð- synlegt að viðurkenna og gera ráð fyrir margbreytileganum. Fólk þarf því að tala saman til að komast að hugmyndum og væntingum hvers annars. Til dæmis gerist það oft að stjúpforeldri vill vera í hlutverki vinar gagnvart stjúpbarni sínu en kynforeldrið er með ákveðnar vænt- ingar um að það sinni föður- eða móðurhlutverki. Það er sjaldan hægt að ganga að því sem vísu hvaða hlut- verk viðkomandi vill hafa eða hvaða væntingar börnin hafa. Þegar börn eru ættleidd þá er litið á það sem eðli- legan hlut að það taki tíma að búa til tilfinningatengsl en það sama virðist ekki vera uppi á teningnum í stjúp- fjölskyldum. Vegna þessara óræðu hugmynda getur verið erfitt að tala saman. Ef foreldri horfir á tvö börn ganga inn í herbergi og annað er blóðbarn þess þá er mjög líklegt að foreldrið geti haft ólíkar tilfinningar gagnvart þessum börnum. Það er ekk- ert rangt við það og það þarf að viður- kenna það án þess að hafa samviskubit því vinátta er fullgild. Það má heldur ekki gleyma því að flest börn eiga tvo kynforeldra og það þarf að gera ráð fyrir þeim og stórfjölskyldum þeirra. Yfirleitt er óþarfi að ætlast til þess að stjúpforeldri sé í einhverju pabba- eða mömmuhlutverki." Börn vilja tíma með foreldrum sínum Valgerður segir að mikilvægt sé að foreldrar gefi börnum sínum tíma. „Stjúpforeldrar geta verið mjög mikilvægir stjúpbörnum sínum og það getur verið að barnið kalli stjúpforeldri sitt pabba eða mömmu. Það er ekkert rangt við það ef allir eru því sammála. Hins vegar er vináttan flestum börnum nóg, það þarf ekki að biðja um meira. Að sama skapi er mik- ilvægt að foreldrar gefi börnum sínum tíma. Að barnið upplifi að foreldrar Fyrir einn mann og bil fram og til baka i klefa. Innifalið: Sigling til Danmerkur og til baka, gisting í klefa, flutningur a bíl, bókunargjald og forfallatrygging. Gildir til 17. mars 2007. Gildir ekki 19. des. (jólaferð). FERÐASKRIFSTOFAN Munið ferðaávisun MasterCard VISA >A AUSTFAR SMYRIL LINE Fjarðargötu 8 • 710 Seyðisfirði • Tel:+354 4721111 austfar@smyril-line.is • www.smyril-line.is Stangarhyl 1-110 Reykjavík - Teí:+354 570 8600 Fax: +354 552 9450 - www.smyril-line.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.